Morgunblaðið - 24.08.2013, Page 44

Morgunblaðið - 24.08.2013, Page 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013 ✝ Anton Guð-mundsson fæddist í Vest- mannaeyjum 29. júlí 1929. Hann lést á heimili sínu 10. ágúst 2013. Foreldrar hans voru Árný Magnea Steinunn Árnadótt- ir, f. 1901, d. 1960, og Guðmundur Eyjólfsson, f. 1900, d. 1976. Anton var næstyngstur sex systkina. Þau eru Ólöf Stella, Sigurður, Árni, Ólafur og Páll Valdemar Karl. Ólöf Stella er ein eftirlifandi. Þriggja mánaða fór Anton í fóstur til Ólafar ömmu sinnar og ur hennar með fyrrv. eigin- manni, Herði Kristjánssyni, eru Hildur Ruth, Kristín Eva og Selma. 3) Selma, f. 26. ágúst 1954, gift Halldóri Helgasyni. Börn þeirra eru Halldór Óskar, Soffía og Lára Antonía. 4) Guð- björg, f. 21. október 1956, sam- býlismaður hennar er Guð- mundur Óli Guðmundsson. Börn þeirra eru Úlfhildur Elín, Matthildur Sunna, Erna, Gunn- hildur Geira og Tómas Búi. Anton og Úlfhildur eiga fimm- tán barnabarnabörn. Sautján ára fór Anton til Reykjavíkur og lærði vélvirkjun hjá Sigurði Sveinbjörnssyni. Þar kláraði hann nám og vann í fjölda ára. Anton vann sjálf- stætt í mörg ár og kom víða við. Seinna vann hann fyrir Út- vegsbanka Íslands og Reikni- stofu bankanna þar sem hann lauk sínum starfsferli árið 2001. Útför Antons hefur farið fram í kyrrþey. manns hennar, Ant- oníusar, og var hann þar til tíu ára aldurs er hann sneri aftur í foreldrahús. Hinn 31. desem- ber 1950 kvæntist Anton eftirlifandi eiginkonu sinni, Úlf- hildi Ólöfu Úlfars- dóttur, f. 5. nóv- ember 1931. Þau eignuðust fjórar dætur: 1) Soffía, f. 14. mars 1950, gift Sigursveini Guðjóns- syni. Börn þeirra eru Gunnar, Anton, Guðjón, Úlfhildur Ólöf, Aldís Guðbjörg, Fjölnir Sigur- geir og Björg Dagbjört. 2) Ólöf Árný, f. 1. september 1951. Dæt- Afi minn var með þeim betri, ef ekki bara sá besti. Hann var ekki gallalaus, ó nei – það vissu þeir sem þekktu hann best. Þrátt fyrir allt var hann besti afi sem hægt var að hugsa sér. Þessa dagana hrúgast upp minningarnar, misskýrar þó en allt góðar minningar. Reglulega fór afi með okkur barnabörnin í leikhús. Það var alltaf kátt á hjalla í þessum ferðum og sjálfsagt verið ærið verk að halda hópnum saman og hljóðum, allir uppfullir af sæl- gæti og spenntari en góðu hófi gegndi. Á sunnudögum var farið í Gróttu, leikið í fjörunni og vitinn skoðaður, við tíndum sandslípað grjót og átum söl. Jólaböllin eru svo auðvitað efni í heila bók. Þó að hann afi minn hafi verið duglegur maður, stundum aðeins of, gaf hann sér líka tíma til að sitja með mig og segja sögur og spjalla. Á meðan ég hlustaði á sög- ur lá ég á gólfinu eða sat í fanginu á afa sem „nundaði“ á mér tærnar eða sat með honum við skattholið þar sem hann sýndi mér myndir og leyfði mér að trekkja upp gömlu úrin. Afi var ekki hrifinn af nýjum hlutum. Hann átti sína uppáhalds- úlpu þannig að hann vildi ekki nýja, það var alveg hægt að bæta götin; uppáhaldsgallabuxur sem voru notaðar þar til þráðurinn gaf eftir – þá voru þær klipptar í stutt- buxur; og svo sína uppáhaldshúfu sem var einu sinni rauð en í dag er einhver annar daufari litur á henni en alltaf átti þessi húfa sinn stað á svörtum kollinum. Það eina sem afi vildi fá nýtt voru ný börn í fjölskylduna. Hon- um til einskærrar lukku hefur ekki verið skortur á þeim og alltaf ljómaði hann af gleði þegar frétt- ist af nýjum einstaklingi sem var á leiðinni. Afi kenndi okkur að hugsa vel um hlutina og nýta þá vel. Gera verkin vel og vandlega svo að ekki þyrfti að endurtaka þau næsta dag. Á mínum yngri árum sagði ég hverjum sem vildi hlusta frá því að afi minn ynni við að gera við stóru klukkuna á Útvegsbankanum. Klukkan var svo stór að það hlaut að vera full vinna að gera við hana – hann gat jú gert við hvað sem var. Frá afa höfum við fengið verksvit og drifkraft sem þarf til að við gerum hlutina sjálf, hvort sem það er að gera við það sem bil- ar eða skapa eitthvað alveg nýtt. Afi var algjör listamaður og hver og einn okkar afkomenda hans ber eitthvað af þessum listamanni í blóðinu. Hann lagði hug og hjarta í sín listaverk og það sést á þeim langar leiðir, öll eru þau einstök og öll voru þau gerð og frágengin til að endast um ókomin ár. Ég hef alltaf verið stolt af því að vera barnabarn afa míns þó svo að stundum hafi þetta stolt falið sig örstutt á bak við smá hneyksli eða undrun á uppátækjum karlsins. Ég er stolt að vera svolítið eins og hann. Ég ber nafnið hans stolt og er glöð yfir að hann vissi hvað það skipti mig miklu. Það verður tómlegt að heim- sækja ömmu eina, enginn afi að faðma fast eða skilja eftir blautan koss á kinn. Minningar og sögur fylgja okkur þó alltaf og hjálpa okkur að muna kraftmikinn svart- hærðan mann upp á sitt besta, í gallastuttbuxum og ermalausum bol, baðaðan sól á pallinum í Fögruskógum. Hvíldu í friði elsku afi minn. Lára Antonía. Elsku afi minn, nú ert þú kom- inn á þann stað þar sem við öll endum. Þar sem enginn fyrirvari var á brottför þinni yfir í sumar- landið er erfitt að átta sig á för þinni úr lífi okkar allra, sem þú skildir hér eftir. Þú varst ríkur maður eins og þú sagðir alltaf sjálfur, ríkur af fjór- um yndislegum dætrum, sextán barnabörnum og fimmtán barna- barnabörnum. Þetta var það dýr- mætasta sem þú áttir og fengum við að njóta þess frá þér með koss- um og umhyggju. Þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur þótt stundum hafir þú beðið okkur um að taka upp léttara hjal ef umræð- urnar voru farnar að halla óþarf- lega mikið á þig. Þú kunnir mörg ljóð og kvæði sem þú þreyttist sjaldan á að fara með fyrir okkur, og vorum við því farin að syngja þau með þér eftir nokkur skipti. Ég er þakklát fyrir að hafa far- ið með þér og mömmu í bíltúra á laugardögum síðustu ár, þótt ég hafi ekki farið með ykkur alltaf. Sami rúnturinn var alltaf tekinn; keyrt niður á Ægisgarð, út á Granda, skoðuð skipin og útsýnið frá höfninni og ef það var gott veð- ur var farið og keyptur ís. Þú varst mömmu svo þakklátur að fá að komast í smábíltúr með henni á hverjum laugardegi, enda voruð þið bestu vinir. Ég kveð þig nú elsku afi minn, og þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur kennt mér í gegnum lífið. Ég er þakklát og stolt fyrir að hafa átt þig sem afa, og veit að þú vakir yf- ir okkur þarna hinum megin. Ég sakna þín. Selma. Anton Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Takk fyrir all- ar þær góðu minningar sem við eigum um þig. Við mun- um ávallt varðveita þær í hjarta okkar. Við höfum notið þess að skoða í gegnum myndir núna síðustu daga af ykkur ömmu á öllum þeim ferða- lögum sem þið fóruð. Núna ertu lagður af stað í þitt hinsta ferðalag að hitta bræður þína. Við söknum þín afi og vitum að þú munt vaka yfir okkur. Úlfhildur, Matthildur og Gunnhildur. ✝ Eyþór Magnús-son fæddist á Geirastöðum í Hró- arstungu 9. desem- ber 1925. Hann lést á Landakotsspítala 30. júlí 2013. Faðir Eyþórs var Magnús Eiríksson, kennari og bóndi á Geirastöðum, f. 4. september 1885, d. 2. september 1962. Móðir Eyþórs var Margrét Eyj- ólfsdóttir, húsfreyja, f. 21. janúar 1888, d. 20. júlí 1975. Systkini Ey- þórs voru Guðrún Magnúsdóttir, f. 3. ágúst 1918, d. 4. október 1967, Jón Magnússon, f. 15. mars 1920, d. 12. ágúst 2003, og Björg- vin Magnússon, f. 20. apríl 1922, d. 17. maí 1996. Eyþór kvæntist 7. júní 1955 Hjördísi Böðvarsdóttur, f. 1. apríl 1930, d. 2. september 1994. Börn þeirra eru: 1) Una, f. 23. febrúar 1955, gift Jóni Sigurðs- syni, f. 16. nóvem- ber 1954, og eiga þau tvær dætur. 2) Magnús Böðvar, f. 29. júní 1959, kvæntur Þórhildi Hansdóttur Jetzek, f. 14. mars 1971, og eiga þau sex börn og stjúpbörn. Eyþór lauk námi við alþýðu- skólann á Laugum í Reykjadal árið 1945. Síðar, eftir að hann fluttist til Reykjavíkur árið 1946, stundaði hann nám í trésmíði við Iðnskólann í Reykjavík fram til ársins 1950. Hann hóf störf hjá Lögreglunni í Reykjavík árið 1950 og starfaði þar allan sinn starfsferil allt til ársins 1986. Útför Eyþórs fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns, Eyþórs Magnússonar. Kynni okkar Eyþórs hófust þegar ég tók að stíga í vænginn við dóttur hans, Unu, og er mér það minnisstætt þegar við fyrst hittumst í anddyrinu á Heið- argerði 15. Eyþór var að koma af vakt seint að nóttu til úr lög- reglunni. Heldur voru kveðj- urnar snubbóttar en þegar ég sjálfur eignaðist mínar dætur átti ég auðvelt með að skilja hann, enda var þetta upphafið að langri og góðri vináttu. Eyþór var í eðli sínu sveita- maður, fæddur á Geirastöðum í Hróarstungu, þar sem hann ólst upp og óx út grasi þangað til hann flutti á mölina, þá 21 ára gamall. Segja má að hann hafi upplifað miklar breytingar á sinni löngu ævi og til marks um það þá fæðist hann í sveitabæ sem var með mold- argólfi og nærðist á kaplamjólk fyrstu mánuði ævi sinnar. Á sínum yngri árum tók Ey- þór mikinn þátt í frjálsum íþróttum og var hann mikill keppnismaður og metnaðarfull- ur enda voru þetta eiginleikar sem einkenndu Eyþór alla tíð. Þegar til Reykjavíkur var komið hóf Eyþór nám í trésmíði við Iðnskólann en hóf siðar störf hjá lögreglunni og starfaði þar mestan hluta starfsævi sinnar. Í lögreglunni nutu eig- inleikar Eyþórs sín vel en hann átti auðvelt með að ná til fólks og tala það til ef með þurfti. Eyþór kvæntist Hjördísi Böðvarsdóttir og bjuggu þau öll sín hjúskaparár að Heiðargerði 15 í Reykjavík. Húsið byggði Eyþór að mestu leyti sjálfur og notaði til þess þann tíma sem hann var ekki á vöktum í lög- reglunni. Þar kom í ljós sá dugnaður og eljusemi sem hann hafði yfir að búa, enda var hann ólatur við að aðstoða aðra við ýmis verkefni og er undirrit- aður þar engin undantekning. Heiðargerði var miðstöð stór- fjölskyldunnar, þar ríkti ætíð glaðværð og góður andi. Þaðan á maður margar góðar minn- ingar, hvort heldur var á jólum, áramótum eða við hina árlegu sláturgerð. Eyþór hafði gaman af ferða- lögum bæði innan og utan Ís- lands og eru mér í því sam- bandi minnisstæðar ferðirnar sem við fórum með þeim hjón- um, Eyþóri og Hjördísi, til Bandaríkjanna. Þar naut Eyþór sín í sólinni og innan um barna- börnin. Það var Eyþóri og fjölskyld- unni allri mikið áfall þegar Hjördís lést árið 1994, 64 ára að aldri. Eyþór stóð eins og klett- ur við hlið konu sinnar í baráttu við illvígan sjúkdóm þar til yfir lauk. Eftir fráfall Hjördísar ferð- uðumst við hjónin talsvert með Eyþóri og eru ferðirnar innan- lands á æskuslóðir Eyþórs mér minnisstæðar. Einkum ferðin í átthaga hans á Héraði og ferðin að Laugum í Reykjadal þar sem hann stundaði nám sem ungur maður. Síðustu æviár Eyþórs var heilsu hans tekið að hraka verulega og undir það síðasta var hann meira og minna rúm- fastur. Við slíkar aðstæður eru lífsgæðin lítil og erfitt að koma auga á tilganginn með lífinu. Það má því segja að maður samgleðjist Eyþóri á vissan hátt yfir að fá hina eilífu hvíld en á sama tíma saknar maður manns sem hefur verið stór hluti af lífi fjölskyldunnar. Segja má að hér sé um að ræða kaflaskipti í lífinu, ein kynslóð kveður og önnur tekur við. Blessuð sé minning Eyþórs. Jón Sigurðsson. Undanfarna daga hef ég hugsað mikið um fortíðina og um tímann sem ég átti með afa mínum, Eyþóri, eða afa Dodda eins og hann var kallaður, en hann lést á Landakotsspítala 30. júlí sl. Það sem stendur upp úr voru gönguferðirnar sem við fórum saman niður í fjöru þar sem ég safnaði ógrynni af steinum, skeljum og kuðungum eða þeg- ar við fórum á höfnina í Reykjavík þar sem við skoð- uðum vitann og bátana. Afi Doddi var mikill sögu- maður og voru sögurnar ófáar sem hann sagði mér um æsku sína í sveitinni, mér þótti það svo fjarlægt að hann hafði búið í húsi með moldargólfi og finnst það í raun enn í dag. Mínar uppáhaldsminningar úr æsku eru þegar ég fékk að gista hjá honum og ömmu Hjöddu en það var svo gott að vera hjá þeim. Það var alltaf grillaður kjúklingur og afi Doddi var sendur út í búð til að kaupa franskar kartöflur og kokteilsósu ásamt lakkrískon- fekti og Nóa-Síríus-rjómasúkk- ulaðistöng, síðan fékk ég að vaka lengi og horfa á sjónvarp- ið með þeim. Þetta var topp- urinn á tilverunni hjá lítilli stelpu. Það er afa Dodda að þakka að rósir eru uppáhaldsblómin mín en í Heiðargerðinu, þar sem þau amma bjuggu, var hann með lítið gróðurhús þar sem hann ræktaði rósirnar sín- ar og alltaf þegar ég kom í heimsókn fékk ég að velja mér nokkrar rósir til að taka með heim, núna minna rósir mig alltaf á hann. Eftir langt og farsælt lífs- hlaup var afi var orðinn lang- þreyttur í lokin og finnst mér gott að hugsa til þess að hann sé á betri stað núna, enda birt- ist hann mér í draumi nýlega þar sem hann sat í herbergi ásamt ömmu Hjöddu og vin- konu hennar Lilý og voru þau orðin ung aftur, hlæjandi og ánægð eins og ég vona að sé raunin. Takk fyrir allar fallegu minn- ingarnar sem þú hefur gefið mér, ég mun deila þeim með börnunum mínum í framtíðinni. Þín Hjördís. Mér var sagt frá því að sem barn hefði ég ávallt brugðist ókvæða við ef keyrt var framhjá Heiðargerði 15 án þess að stoppa. Þar bjó föðurafi minn og alnafni, Eyþór Magn- ússon, ásamt Hjördísi ömmu minni. Skal engan undra við- brögð mín því af heimili þeirra hjóna á ég margar góðar æsku- minningar. Sérstaklega man ég eftir að hafa þótt spennandi að fara með afa í gróðurhúsið sem hann hélt í garðinum. Þar uxu rósir sem hann klippti og gaf okkur barnabörnunum þegar þær blómstruðu. Í seinni tíð efldist svo vinátta okkur. Þrátt fyrir kynslóðabilið höfðum við heilmargt að tala um og það var sjaldan langt í hláturinn. Mest hló hann þegar grínið var á hans kostnað en um aðra talaði hann hins vegar aldrei illa. Það kom bersýnilega í ljós þegar við ræddum stjórn- mál en um þau hafði hann ekki annað að segja en að þarna færi ábyggilega gott fólk sem gerði sitt besta. Af afrekum hans sem ungum íþróttamanni á Austurlandi og seinna sem lögregluþjóni í Reykjavík fara margar fræknar sögur. Samt gerði hann jafnan lítið úr þeim þegar þær voru bornar upp á hann enda með eindæmum hæverskur. Meiri áhuga hafði hann á því hvernig okkur barnabörnunum vegnaði og vildi allt fyrir okkur gera. Þessi góðmennska hans, hóg- værð og hugulsemi verður mér ávallt til fyrirmyndar. Fyrir ofangreinda mannkosti mun ég minnast þín afi og ég verð ævinlega þakklátur fyrir vináttu okkar. Þinn nafni, Eyþór Magnússon. Eyþór Magnússon ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS RAGNARSSONAR, Lágholti 12, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Stykkishólms, deildar 13G á Hringbraut og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir góða aðhlynningu og hlýhug. Rósa Helgadóttir, Nanna Einarsdóttir, Ragnar Hinrik Einarsson, Ása Valdís Ásgeirsdóttir, Hafþór Helgi Einarsson, Guðrún Heiðarsdóttir, Sólveig Einarsdóttir, Guðmundur Leifur Kristjánsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra SVERRIS INGÓLFSSONAR, löggilts endurskoðanda, Granaskjóli 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Hlíðabæ og deild E-4 á hjúkrunarheimilinu Grund fyrir frábært starf og yndislega umönnun. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Unnur Sverrisdóttir, Laufey Brynja Sverrisdóttir, Svava G. Sverrisdóttir, Stefán Þór Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.