Morgunblaðið - 24.08.2013, Qupperneq 50
50 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
Ég verð vakinn í fyrramálið með köku og pakka, líkt og hefðer fyrir,“ segir Sverrir Sigfússon, sem fagnar 23 ára afmæl-isdeginum á morgun. Sverrir pantaði afmælisgjöfina sjálf-
ur, fyrir hönd fjölskyldunnar, og bíður nú spenntur eftir að fá pakk-
ann í hendurnar.
Honum finnst fátt skemmtilegra en að eiga afmæli og er búinn að
skipuleggja heljarinnar veislu í tilefni dagsins. „Ég ætla að eyða
deginum í að gera allt tilbúið fyrir kvöldið, það verður matarboð og
partí.“
Sverrir er nú að hefja þriðja árið í kvikmyndafræði við Háskóla
Íslands og er mikill kvikmyndaáhugamaður. Undandarin tvö ár hef-
ur hann skrifað greinar, fréttir og gagnrýni um kvikmyndir á vef-
síðuna filmophilia.com. „Ég hugsa námið í háskólanum sem fræði-
legan grunn fyrir eitthvað meira framleiðslutengt og langar mikið
út í nám. Þar heillar Vancouver í Kanada einna mest.“ Hann segir
uppáhaldskvikmyndina sína vera Indiana Jones-myndina Raiders of
the lost ark. Tónlist skipar einnig stóran sess á áhugasviði Sverris
og í sumar hefur hann meðal annars ferðast tvisvar til Bandaríkj-
anna á tónleika, annars vegar með Muse og hins vegar með hljóm-
sveitinni Crystal Castles. Tónleikaferðirnar tvær svöluðu þó ekki
ferðaþránni í sumar, þar sem hann fór einnig til Feneyja í heimsókn
til vinafólks. sunnasaem@mbl.is
Sverrir er 23 ára
Afmælisbarn „Mér finnst sjúklega gaman að eiga afmæli,“ segir
Sverrir, en hann ætlar að efna til mikillar veislu í tilefni dagsins.
Vakinn með köku
og afmælisgjöf
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Reykjavík Auður
Alice fæddist 10.
desember. Hún vó
4.435 g og var 55 cm
löng. Foreldrar henn-
ar eru Thelma Gunn-
arsdóttir og Jón
Óskarsson.
Nýr borgari
Anna Katrín og Margrét María Leikn-
isdætur héldu tombólu á Patreksfirði
fyrir utan verslunina Albínu og söfn-
uðu alls 9.774 kr. sem þær gáfu Rauða
krossinum.
Hlutavelta
V
ilborg Yrsa fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp við Skólavörðustíg-
inn fyrstu árin, átti
heima í Hafnarfirði frá
fimm ára aldri, var síðan búsett með
fjölskyldu sinni í Houston í Texas í
fjögur ár frá átta ára aldri, en síðan
í Hafnarfirði og loks á Seltjarn-
arnesi, þar sem hún býr nú.
Yrsa lauk stúdentsprófi frá MR
1983, prófi í byggingaverkfræði frá
HÍ 1989 og framhaldsnámi í fram-
kvæmdafræði við Concordia Uni-
versity í Kanada 1997.
Yrsa var verkfræðingur hjá Fjar-
hitun í Reykjavík frá 1996 en fyrir-
tækið sameinaðist síðar verk-
fræðistofunni Verkís og starfar
Yrsa þar enn.
Bækur Yrsu
Yrsa hefur sinnt ritstörfum frá
1997. Barna- og unglingabækur
Yrsu eru: Þar lágu Danir í því, útg.
1998; Við viljum jól í júlí, útg. 1999;
Barnapíubófinn, Búkolla og bókar-
ránið, útg. 2000; B 10, útg. 2001, og
Bíóbörn, útg. 2003.
Aðrar bækur Yrsu eru spennu-
sagan Þriðja táknið, útg. 2005; Sér
grefur gröf, útg. 2006; Aska, útg.
2007; Auðnin, útg. 2008; Horfðu á
mig, útg. 2009; Ég man þig, útg.
2010, Brakið, útg. 2011, og Kuldi,
útg. 2012.
Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur – 50 ára
Á Múrnum Yrsa og eiginmaður hennar, Ólafur Þór Þórhallsson viðskiptafræðingur í göngutúr á Kínamúrnum.
Aldrei í saumaklúbbi
Skýjum ofar Yrsa með Kristínu Sól, og sonarsyninum, Regin Frey.
Vala Margrét Hjálmtýsdóttir og Aníta
Fönn Þorvaldsdóttir héldu tombóla
fyrir utan Bónus í Árbæ og seldu alls
konar dót. Þær söfnuðu 8.727 kr. sem
þær gáfu Rauða krossinum.
Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 5332220 lindesign.is
Dúnmjúkur draumur
140x200 - 790 gr - 34.990 kr
Dúnsængur fyrir alla fjölskylduna
Léttar og hlýjar dúnsængur sem færa þér einstakan svefn.
Eingöngu 100% náttúruleg efni, dúnn & bómull.
Stærð - dúnmagn - verð
140x220 - 890 gr - 38.990 kr
100x140 - 400 gr - 14.980 kr
70x100 - 200 gr - 10.980 kr