Morgunblaðið - 24.08.2013, Qupperneq 55
55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
Morgunblaðið/Ómar
Menning Viðburðir Menningarnætur sýna hvað verður á dagskrá í menningarlífi borgarinnar á komandi vetri.
Fríða Dís og Þorsteinn
Surmeli leika ljúfa tóna
Máli og menningu, Laugavegi 18.
Fríða Dís og Þorsteinn Surmeli leika sín
eigin lög í bland við önnur og skapa
hugljúfa stemmingu hér hjá okkur í
Bókabúð Máls og menningar.
Sjóðheit og suðræn salsasveifla
Lækjartorgi. Dansarar
frá SalsaIceland hita
torgið upp með tryllt-
um salsadansi og sýn-
ingum ásamt því að
kenna gestum og
gangandi byrjenda-
sporin í salsa. Salsa-
Iceland hvetur alla
áhugasama til að stíga
skrefið og vera með!
Salsadansinn er einfaldur og skemmti-
legur sem allir geta lært!
Hljómsveitin Haust tryllir lýðinn
Sjóminjasafnið, Grandagarði 8.
Hljómsveitin Haust spilar frumsamið
folk/popp og fjalla lög sveitarinnar um
lífið og sorgina, sveitina og sjávarþorpin
úti á landi.
Örtónleikar í Leikvallarskýlinu
Héðinsvelli
Í leikvallarskýlinu á Héðinsvelli hjá
verkamannabústöðunum við Hring-
braut mun Una Margrét Jónsdóttir
syngja lög frá stríðsárunum.
Harmonikuball
Við taflborðið ofan
við Lækjargötu 7,
munu félagar frá
Harmonikufélagi
Reykjavíkur spila fyrir
dansi. Hringdans,
polki, ræll, skottís
o.s.frv. Enginn ætti
að missa af þessu.
Einar Lövdahl - Menningarnæt-
urtónleikar
Loft Hostel, Bankastræti 7.
Einar Lövdahl er 22 ára tónlistarmaður
sem sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu
í byrjun ágúst. Platan ber nafnið Tímar
án ráða og inniheldur 10 lög og texta
eftir Einar. Tónlist Einars hefur verið
skilgreind af ýmsum sem létt indípopp
með alþýðutónlistarkeim, vegna skýrra
íslenskra texta.
Tónlist
Bragðgóð upplifun
af Austurland
Upplýsingamiðstöðin Around
Iceland, Laugavegi 18.
Austfirskar krásir – framleiðendur töfra
fram kræsingar úr skóginum, af fjörð-
unum, ökrunum og heiðinni.
Vöfflukaffi
Vöfflukaffi er
eitt af þeim at-
riðum sem fest
hafa sig í sessi í
dagskrá Menn-
ingarnætur og
er nú haldið í
sjötta sinn. Íbú-
ar bjóða þá
gestum og gangandi á heimili sín eða
garða, í vöfflur og kaffi.
Járnbraut 2013
Járnbraut, Hólmaslóð 2.
Á Menningarnótt ætlar hljóðverið og
æfingahúsnæðið Járnbraut að opna dyr
sínar með sínu árlega húllumhæi við
sjóinn! Það verður lifandi tónlist, mynd-
list, opið grill og hoppukastali.
Gengið um bæinn
Fjölbreytt dagskrá í Gallerí Fold
Boðið verður upp á þrjár sýningar á
verkum Kristjáns Davíðssonar,
Tryggva Ólafssonar og Braga Ásgeirs-
sonar, listamenn verða við vinnu í
galleríinu og spjalla við gesti.
Hefur þú skoðað varðskip?
Víkinni, Grandagarði 8.
Varðskipið Óðinn verður opið gestum
og gangandi. Um borð taka á móti
gestum fyrrverandi skipverjar og
segja frá dvöl sinni um borð í skipinu.
Varðskipið Óðinn var í þjónustu Land-
helgisgæslu Íslands frá 1960 til 2006.
Testofa
Iðnó, Vonarstræti 3.
Tefélagið býður gest-
um Menningarnætur
upp á tesopa og te-
spjall í Iðnó frá 13.00
til 16.00. Hvítt,
grænt, oolong eða
svart te – eitthvað
áhugavert fyrir alla sem elska te og
líka þá sem eru bara forvitnir. Kostar
ekkert.
Af ýmsum toga
MÁ BJÓÐA ÞÉR
SÆTI Á BESTA STAÐ?
Fjórar sýningar
á 13.900 kr.
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Fös 30/8 kl. 19:30 20.sýn Sun 1/9 kl. 19:30 22.sýn Lau 7/9 kl. 19:30 24.sýn
Lau 31/8 kl. 19:30 21.sýn Fös 6/9 kl. 19:30 23.sýn Sun 8/9 kl. 19:30 25.sýn
Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús!
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 25/8 kl. 14:00 Aukas. Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas.
Sun 1/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 13:00 Lokas.
Aðeins þessar þrjár sýningar!
Maður að mínu skapi (Stóra sviðið)
Lau 14/9 kl. 19:30 Frums. Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 7.sýn
Fim 19/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 5.sýn
Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 6.sýn
Nýtt íslenskt leikrit eftir Braga Ólafsson!
Harmsaga (Kassinn)
Fös 20/9 kl. 19:30 Frums. Fim 26/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn
Lau 21/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 4.sýn Sun 6/10 kl. 19:30 7.sýn
Mið 25/9 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn
Ofsafengin ástarsaga byggð á sönnu íslensku sakamáli!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 5/10 kl. 13:30 Lau 12/10 kl. 19:30
Lau 5/10 kl. 15:00 Lau 12/10 kl. 19:30
Karíus og Baktus mæta aftur í október!
Hættuför í Huliðsdal (Kúlan)
Sun 8/9 kl. 16:00 Frums. Lau 14/9 kl. 16:00 3.sýn
Lau 14/9 kl. 13:00 2.sýn Sun 15/9 kl. 13:00 4.sýn
Hugrakkir krakkar athugið - aðeins þessar sýningar!
Boðið er upp á tveggja vikna spænskunámskeið með menn-
ingarlegu ívafi í Extremadurahéraði á Spáni. Kennt er í 3
tíma á dag utan þá tvo daga sem farið er í dagsferðir.
Fyrri vikuna er dvalið í klaustri sem breytt hefur verið í þriggja stjörnu
hótel í þorpinu La Parra. Þar gefst góður tími til slaka á, ná sambandi við
náttúruna og kyrrðina og borða mat sem framleiddur er í héraðinu.
Síðari vikuna er dvalið á undurfallegu fjögurra stjörnu hóteli á ráðhús-
torginu í bænum Zafra. Leiðsögumaður og spænskukennari er Margrét
Jónsdóttir Njarðvík, vararæðismaður Spánar.
Haustbúðir á Spáni
- fyrir fullorðna
www.mundo.is
11. - 25. október 2013
Verð: 369.900 miðað við tvo í herbergi
Verð: 410.000 miðað við einn í herbergi
Nánari upplýsingar í síma 6914646 eða margret@mundo.is
Innifalið: Flug, hótel, fæði (fullt fæði fyrri vikuna, hálft fæði
síðari vikuna), rútuferðir, skoðunarferðir til Mérida og Sevilla,
spænskukennsla 3 klst. á dag, gönguferðir við sólarupprás
í 2-3 klst á dag, jóga þrisvar í viku, aðgangseyrir að Reales
Alcazares í Sevilla og aðgangseyrir að söfnum í Mérida.
Gleðilegt nýtt leikár!
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 6/9 kl. 19:00 1.k Fös 13/9 kl. 19:00 5.k Fös 20/9 kl. 19:00 9.k
Lau 7/9 kl. 19:00 2.k Lau 14/9 kl. 19:00 6.k Lau 21/9 kl. 19:00 10.k
Sun 8/9 kl. 15:00 3.k Sun 15/9 kl. 15:00 7.k Sun 22/9 kl. 13:00 11.k
Fim 12/9 kl. 19:00 4.k Fim 19/9 kl. 19:00 8.k Fös 27/9 kl. 19:00 12.k
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Rautt (Litla sviðið)
Fim 5/9 kl. 20:00 1.k Fim 12/9 kl. 20:00 3.k Fös 20/9 kl. 20:00 5.k
Sun 8/9 kl. 20:00 2.k Sun 15/9 kl. 20:00 4.k
Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Fös 4/10 kl. 20:00 frums Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Sun 13/10 kl. 20:00 7.k
Lau 5/10 kl. 20:00 2.k Fös 11/10 kl. 20:00 5.k
Sun 6/10 kl. 20:00 3.k Lau 12/10 kl. 20:00 6.k
Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik
Kvintett söngkonunnar Janis Carol Walker
kemur fram á þrettándu tónleikum
sumardjasstónleikaraðar veitingastaðarins
Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag kl. 15.
Með Janis leika Vignir Þór Stefánsson á pí-
anó, Sigurður Flosason á saxófón, Gunnar
Hrafnsson á kontrabassa og Einar Scheving á
trommur. Kvintettinn mun flytja þekkta
djassstandarda úr amerísku söngbókinni.
Janis Carol Nielsson er nýflutt aftur til lands-
ins eftir langa búsetu erlendis en hún hefur
m.a. sungið í fjölda söngleikja víða um heim.
Janis einbeitir sér nú að djasstónlist. Tónleik-
arnir fara fram á Jómfrúartorgi og er að-
gangur að þeim ókeypis. Umsjónarmaður
tónleikaraðarinnar er Sigurður Flosason.
Djassdíva Janis Carol
Walker syngur með kvint-
etti á Jómfrúnni
Kvintett Janis Carol á Jómfrúnni