Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013 Græjur og tækni Byltir Bezoz blöðum næst? Margt hefur þegar verið ritað um fjárhags- lega afkomu dagblaða í kjölfar netvæðing- arinnar, og óþarfi að fjölyrða sérstaklega um það hér. Samdráttur í áskrift og auglýs- ingum hefur komið niður á tekjum dagblaða um allan heim, og ljóst er að þörf er fyrir nýjar leiðir til að gera slíka útgáfu arð- bæra, þá sérstaklega á netinu. Bezos er þetta fullljóst. Í viðtali við þýska dagblaðið Berliner Zeitung í fyrra staðhæfði Bezos að prentun dagblaða myndi líða undir lok á næstu 20 árum. „Það er eitt sem ég er viss um: það verða ekki til prentuð dagblöð eftir tuttugu ár. Mögulega sem lúxusvarningur á hótelum sem vilja bjóða upp á þau sem sérþjónustu. Prentuð blöð verða ekki venjan eftir tuttugu ár.“ Starfsmenn Washington Post binda vonir við að Bezos sé rétti maðurinn til að takast á við þessa áskorun. „Við höfum öll verið að leita leiða til að færa giftusamlega saman gæðablaðamennsku og fjárhagslegan ávinn- ing á tíma stafrænnar miðlunar, og það er erfitt að hugsa sér neinn sem er í betri að- stöðu til að finna út úr því en Jeff Bezos,“ sagði Fred Hiatt, einn af ritstjórum blaðs- ins þegar tilkynnt hafði verið um kaupin. Nýjar leiðir Í bréfi sem Bezos sendi starfsmönnum Washington Post tekur hann sérstaklega fram að hann ætlist til að blaðið haldi áfram að skila gæðaefni og að gildi blaðsins muni ekki breytast. En jafnframt segir í bréfinu að til að mæta þeim áskorunum sem við blasa sé nauðsynlegt að gera til- raunir og hugsa skapandi. Í hverju þær til- raunir kunna felast á eftir að koma í ljós, en Bezos hefur áður lýst því yfir að hann F jölmiðlar vestanhafs hafa verið dug- legir að fjalla um málið. Flestir virð- ast líta svo á að þetta sé fyrirboði um tæknibyltingu í dagblaðaútgáfu, en aðrir telja að Bezos sé fremur að leita leiða til að hafa áhrif í höfuðborginni. Það er ekki að ástæðulausu að nafn Jeff Bezos vekur áhuga þeirra sem fylgjast með framþróun í tækniheiminum. Hann þykir vera framsýnn í fjárfestingum og hafa gott auga fyrir ónýttum tækifærum. Hann hefur hagnast gríðarlega á fyrirtæki sínu Amazon (er 19. á lista Forbes yfir ríkustu ein- staklinga heims), sem stofnað var um sölu bóka árið 1995, en er nú langstærsta net- verslun heims líkt og flestir þekkja. Færri átta sig þó líklega á því að Amazon rekur einnig eina öflugustu þjónustu heimsins á sviði netþjónabúa, og dágóður hluti verald- arvefsins keyrir á netþjónum fyrirtækisins. Bezos fjárfesti snemma í fyrirtækjum á borð við Twitter og Airbnb með góðum ár- angri. Undanfarið hefur hann lagt aukna áherslu á að gera Amazon að tæknifyr- irtæki, fremur en bara verslanaveldi. Ný- lega hefur Amazon hellt sér út í framleiðslu sjónvarpsefnis líkt og Netflix hefur gert með góðum árangri. Þá má ekki gleyma að Bezos er öðrum fremur ábyrgur fyrir því að gjörbylta bókaútgáfu eins og við höfum átt að venjast, en Kindle lesbrettin frá Amazon hafa rutt brautina fyrir rafbókavæðingu undanfarinna ára. Þá hafa einfaldari og ódýrari spjaldtölvur frá Amazon, Kindle Fire, verið einn helsti keppinautur Apple og Samsung í sölu á spjaldtölvum. Fjárfest- ingar Bezos í tæknifyrirtækjum og net- þjónum og áhersla hans á þróun rafbóka og lesbretta þykja öðru fremur sýna skilning hans á þróun internetsins og vilja neytenda. sjái fyrir sér að framtíð dagblaða verði óhjákvæmilega tengd snjallsímum og spjald- tölvum. Amazon hefur náð töluverðum árangri í að þróa algrím sem spáir fyrir um það hverju viðskiptavinur kunni að hafa áhuga á, byggt á kaupsögu hans. Allir sem verslað hafa við Amazon kannast við að hafa fengið tillögur að áhugaverðum bókum eða annað sem vekja kann áhuga. Í umfjöllun erlendra tæknisíðna hafa því verið gerðir skórnir að Bezos hafi áhuga á að yfirfæra slíkt algrím á fréttaflutning og sérsníða þannig efni að áhugasviði lesenda. Þá er rétt að hafa í huga að Amazon vinnur nú að þróun nýrrar tegundar af lita- skjá fyrir spjaldtölvur. Sá skjár mun verða talsvert frábrugðin þeim skjám sem við þekkjum á spjaldtölvum dagsins í dag, og mun líkari því að lesa af pappír. Skjárinn verður ekki baklýstur, heldur mun end- urkasta birtu, en án glampa, sem gerir mjög erfitt að lesa af spjaldtölvum í sólar- ljósi. Hann mun væntanlega búa yfir mikilli skerpu, og nota umtalsvert minna rafmagn en þeir LED skjáir sem við þekkjum. Ama- zon hefur þegar þróað slíkan skjá í svart- hvítu, sem hefur vakið mikla ánægju hjá Kindle-notendum. Takist þeim á næstu ár- um að útbúa slíkan litaskjá, eins og flest bendir til, myndi það veita fyrirtækinu tals- verða sérstöðu á spjaldtölvumarkaði, sér- staklega á meðal notenda sem brúka spjald- tölvur mikið til lesturs. Það þarf ekki auðugt hugmyndaflug til að ímynda sér að kaup Bezos á Washington Post séu liður í einhvers konar vopnakapphlaupi fyrir stríð á spjaldtölvumarkaði. Á þessu stigi málsins er ómögulegt að segja hver þróun Washington Post verður undir eignarhaldi Jeff Bezos. Hann er þekktur fyrir að bíða mjög þolinmóður eftir að fjárfestingar hans skili arði. Amazon hef- ur til dæmis ekki skilað miklum hagnaði í gegnum árin, þrátt fyrir góðar tekjur, þar sem megnið af fénu hefur farið í að styðja við vöxt fyrirtækisins. Það eru því allar lík- ur á því að hér sé um langhlaup að ræða, en fáir eru betur í stakk búnir en Jeff Be- zos til að þreyja það. Salan á Washington Post vekur áhuga í tæknigeiranum AFP EIGENDASKIPTI URÐU AÐ DAGBLAÐINU WASHINGTON POST Í SÍÐUSTU VIKU. NÝR EIGANDI ER JEFF BEZOS, BETUR ÞEKKTUR SEM FORSTJÓRI AMAZON. VIÐSKIPTIN HAFA VAKIÐ MIKLA ATHYGLI, EN MARGIR SPYRJA SIG AF HVERJU BEZOS, SEM ORÐIÐ HEFUR VELLAUÐUGUR AF REKSTRI AMAZON OG FJÁR- FESTINGUM Í TÆKNIGEIRANUM, HAFI SKYNDILEGA ÖÐLAST ÁHUGA Á DAGBLAÐAÚTGÁFU. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Jeff Bezos þykir vera framsýnn í fjárfestingum, og hafa gott auga fyrir ónýttum tækifærum. er 49 ára gamall, með gráðu í tölv- unarfræði frá Princeton háskóla. Hann stofnaði Amazon árið 1994, þá þrítugur að aldri, og hefur stjórnað fyrirtækinu allar götur síðan. Hann þykir framsýnn stjórnandi, en er þekktur fyrir natni við smáatriði. Hann er mikill áhugamaður um geimferðir og hefur meðal annars stofnað fyrirtæki sem miðar að því að gera almennar geimferðir mögulegar. Bezos þykir frjáls- lyndur í stjórnmálum, en hann lét sjálfur af hendi rakna $2,5 millj- ónir til að styðja baráttuna fyrir því að leyfa hjónaband samkyn- hneigðra í Washington-ríki. Jeff Bezos Það eru ekki allir jafn trúaðir á að Bezos ætli sér að umbylta fjölmiðlaheiminum. John Cassidy, dálkahöfundur The New Yorker, segir í dálki sínum í vikunni að hann telji Bezos einkum vilja nota The Washington Post til að hafa áhrif á fjöl- miðlaumfjöllun um fyrirtæki sitt. Ama- zon er stórt fyrirtæki og löggjöf um eitt og annað getur haft talsverð áhrif á af- komu þess. Sem dæmi má nefna að Ama- zon (og þar með Bezos) hefur gríðarlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að lög- gjöf um netið, söluskatt og einokunar- aðstöðu, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er vert að hafa í huga að Amazon hefur ný- lega verið talsvert í fréttum fyrir bágbor- inn aðbúnað starfsmanna í vöruhúsum sínum og baráttu gegn verkalýðs- félögum. Þó veldi Washington Post sé ekki í líkingu við það sem eitt sinn var er það þó enn einn áhrifamesti fjölmiðill Bandaríkjanna þegar kemur að því að móta þjóðmálaumræðuna. Ekki skemmir fyrir að blaðið þykir skyldulesning í höf- uðborginni, hvort sem er hjá þingheimi eða í Hvíta húsinu. Efasemdaraddir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.