Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013
Ferðalög og flakk
V
ið vildum sigra heiminn
strax,“ sagði Guðný
Ragnhildur Jónasdóttir
sem ákvað þegar hún
varð sextug að fljúga á vit æv-
intýranna ásamt manni sínum Hin-
riki Þorsteinssyni og stofna ABC-
skóla fyrir fátæk börn í Bóbó í
Búrkína Fasó í Afríku. Nú fimm
árum síðar hafa þau komið upp
skóla fyrir fátæk börn og stofnað
örlánasjóð fyrir fátækar konur á
svæðinu og hafa ýmislegt fleira í
bígerð. „Allt tekur langan tíma í
Búrkína Fasó,“ segir Guðný og
hafa þau lært að það er hægara
sagt en gert að sigra heiminn.
Þegar Guðný var sjö ára sá hún
myndir frá Afríku hjá trúboða sem
kom og talaði í kirkjunni hennar.
Þetta kveikti hjá henni brennandi
áhuga á Afríku og var hún stað-
ráðin í að gerast hjúkrunakona og
fara þangað í hjálparstarf. Svo liðu
árin og hún flutti frá heimahög-
unum á Akureyri þegar hún var
tíu ára til Reykjavíkur, þar fór
hún síðar í nám við Kennarahá-
skóla Íslands. Hún gifti sig og
eignaðist börnin sín fimm og starf-
aði sem kennslukona og síðar meir
skólastjóri. Hún og maðurinn
hennar bjuggu lengst af í Fljóts-
hlíðinni, þar störfuðu þau sem for-
stöðuhjón hjá Hvítasunnukirkjunni
og ásamt því var Guðný skjóla-
stjóri í Fljótshlíðarskóla. Öll þessu
ár átti hún sér samt þann draum
að hjálpa konum og börnum í Afr-
íku.
Skóli stofnaður á tíu dögum
Þegar Guðný varð sextug hætti
hún sem kennari og þau hjónin
hættu sem forstöðuhjón. Á sama
tíma ákvað Atorka að gefa 15
milljónir til stofnunar ABC-skóla í
því landi í Afríku sem minnst
menntunarstig væri í. Búrkína
Fasó varð fyrir valinu þar sem um
70% af þjóðinni voru ólæs. Sonur
þeirra Jóhannes var í stjórn ABC
á þessum tíma og bar það undir
þau hvort þau vildu taka þátt í
þessu verkefni. Hinrik hafði oft
farið til Búrkína Fasó og þekkti til
þar. Hjónin slógu til og höfðu þá
tvo mánuði til stefnu til þess að
fara út og stofna skólann.
Loksins ætlaði langþráður
draumur Guðnýjar að verða að
veruleika.
Hinrik fór á undan til Búrkína
Fasó til þess að sækja um leyfi og
svo fóru þau saman út ásamt
tveimur öðrum úr kirkjunni til
þess að stofna skólann. Þau höfðu
þrjár vikur til stefnu þegar þau
komu út til þess að stofna skólann.
Þau komust í samband við hol-
lenska konu sem gift var inn-
fæddum manni sem hét Elí. Elí
átti land ásamt systkinum sínum
sem þau höfðu byggt þrjár skóla-
stofur á og stóðu þær auðar.
Guðný segir ómögulegt að fara út í
svona framkvæmdir án þess að
hafa mann eins og Elí með í för,
sem er innfæddur og þekkir vel
inn á kerfið.
Elí var allur af vilja gerður og
var tilbúinn að lána Guðnýju og
Hinriki landið sitt með skólastof-
unum þar til þau fengu leyfi til
þess að byggja skólann. Fljótlega
eftir að þau komu út lést móðir Elí
og því gat hann ekki aðstoðað þau
fyrr en tíu dögum áður en Guðný
og Hinrik áttu pantað flug heim. Á
þessum tíu dögum þurftu þau að
laga skólann, steypa gólf, setja
nýtt þak, mála kennslustofurnar,
finna kennara, matráðskonu og
skrifstofukonu ásamt því að fara í
fátækrahverfin og bjóða börnum
skólavist. „Þar sem Elí þekkti svo
vel inn á kerfið þá tókst þetta og
daginn áður en við flugum heim
voru 98 börn skráð og við stofn-
uðum skólann,“ segir Guðný.
Guðný og Hinrik flugu aftur
heim til Íslands og Elí og kenn-
ararnir ráku skólann fyrsta árið.
En þau hafa dvalið í Bóbó í Búrk-
ína Fasó hvern vetur síðastliðin
fimm ár og unnið að uppbyggingu
skólans. Guðný segir allt taka
langan tíma í Búrkína Fasó og tók
það þrjú ár að fá leyfi til þess að
byggja skóla. Þau byggðu skólann
í fátækasta hverfinu í Bóbó og leit-
ast við að fá allra fátækustu börn-
in í skólann. Á hverju hausti er
innritað í skólann og komast 50
börn að hverju sinni. Guðný segir
þetta mjög erfiðan dag þar sem oft
bíði mörg hundruð foreldrar fyrir
utan skólann sem hafa jafnvel sofið
á skólalóðinni um nóttina til þess
að komast að. Foreldrarnir þurfa
að koma með fæðingarvottorð fyrir
börnin sem er oft erfitt að útvega
og þykir Guðnýju mjög sárt að
þurfa að vísa fólki frá, en þau eru
ekki með fjármagn til þess að taka
fleiri inn. Foreldrarnir koma í við-
tal hjá skólanefndinni, kenn-
urunum og Guðnýju og eru börnin
valin út frá aldri. Börnin eiga að
vera í kringum sjö ára og það
barn sem er næst þeim aldri í
hverri fjölskyldu kemst inn.
Skortur á stuðningsaðilum
Skólinn hefur getið sér gott orð og
er því eftirsóttur. Skólavistin er
ókeypis og börnin fá gott atlæti og
fría máltíð. Í dag eru skólastof-
urnar orðnar sex og búið er að
byggja eldhús, búr, matsal, hús
fyrir húsvörðinn og átta klósett.
Guðný segir að þetta hafi allt tek-
ist að gera fyrir Atorkupeninginn
en þau hafi endað á að borga 10
milljónir í stað 15 því kreppan
skall á hér heima ári eftir að þau
fóru út. Nú eru börnin í kringum
300 en stuðningsaðilarnir eru að-
eins tæplega 200. Margir stuðn-
ingsaðilar hafa hætt að styrkja
starfið eftir hrunið. Guðný og Hin-
rik ákváðu að fjárfesta í landi fyrir
utan Bóbó sem foreldrar barnanna
í skólanum rækta, til þess að ná
endum saman fyrir skólann. Þau
hafa fengið aðstoð frá hjálp-
arsamtökum á Englandi sem senda
þeim ýmiskonar dót sem nýtist í
starfinu og einnig hefur nytja-
markaðurinn á Selfossi náð að
styrkja einn bekk með framlögum
sínum.
Guðný og Hinrik hugsa stórt og
Hjónin Guðný Ragnhildur og Hinrik ásamt heimamönnum í Bóbó.
STOFNUÐU ABC-SKÓLA Í AFRÍKU
Ekki þarf mikið
til að konur ger-
ist frumkvöðlar
HJÓNIN GUÐNÝ RAGNHILDUR JÓNASDÓTTIR OG HINRIK
ÞORSTEINSSON STOFNUÐU ABC-SKÓLA FYRIR FÁTÆK BÖRN
Í BÚRKÍNA FASÓ Í AFRÍKU. Í KJÖLFARIÐ Á ÞVÍ KOMU ÞAU Á
FÓT SJÓÐI SEM LÁNAR KONUM VAXTALAUSA FJÁRMUNI TIL
AÐ STOFNA REKSTUR OG TRYGGJA SÉR LÍFSVIÐURVÆRI.
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir hgk4@hi.is
Guðný hefur dvalist í Búrkína Fasó hvern vetur síðastliðin fimm ár.Lítið þarf til að gleðja börnin.