Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2013Finndu muninn með 4G Prófaðu 4G án skuldbindingar í 30 daga! Kauptu 4G netbeini hjá Vodafone - ekkert mánaðargjald fyrir fyrsta mánuðinn og ef 4G uppfyllir ekki væntingar þínar á þeim tíma getur þú skilað búnaðinum og fengið hann endurgreiddan. vodafone.is Öflugri samskipti bæta lífið 4G Netbeinir Öflugur beinir fyrir sumarbústaðinn. Verð 22.990 kr. Með 6 mánaða áskriftarsamningi Staðgreitt 36.990 kr. Farnet með 4G 4G Loftnet Tryggir þér mesta mögulega hraða. Verð 24.990 kr. Leikarinn og fyrrverandi harðjaxlinn úr fótboltanum, Vinnie Jones, er staddur hér á landi þessa dagana að leika í rússneskri mynd sem kallast Calculator. Myndin er fyrsta rússneska geimmyndin og er mjög stór í sniðum. Tökur fara fram við Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi. Jones hefur náð töluverðum frama sem leikari eftir að fótbolta- ferlinum hans lauk. Hann sló fyrst í gegn í myndinni Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch. Myndirnar Sword- fish, Mean Machine og Gone in Sixty Seconds gerðu hann að Hollywoodstjörnu. Jones er þó þekktastur fyrir tæklingar sínar innan vallar en hann er hluti af hinu þekkta „Brjálaða gengi“ sem var í Wimbledon. Jones verður í einkaviðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins í næstu viku. Vinnie Jones í baráttunni við Jamie Redknapp á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni. AFP HARÐJAXLINN VINNIE JONES Á LANDINU Leikur í rússneskri geimmynd Vinnie Jones er með allt á hreinu. AFP Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og fram- kvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeig- enda við Laugaveg, á nafnlaust fress sem dvalist hef- ur á heimili hans undanfarin sex ár. Björn eignaðist köttinn þegar hann var sjö ára gamall. „Til stóð að honum yrði lógað, en það var auð- vitað ekki í myndinni. Hann var spikfeitur þegar hann kom, u.þ.b. átta kíló, en hefur grennst með aldrinum, enda orðinn 13 ára gamall. Hann er húðlatur og fer ekki langt. Hann virðist sjá illa og hvæsir á nágrann- ana. Þá kemur hann stundum heim angandi af rak- spíra á hnakkanum, svo það virðist sem einhver gam- all karl sé að klappa honum af og til,“ segir Björn í gamansömum tón og bætir við að kettinum og blað- bera Fréttablaðsins virðist ekki semja vel. „Stúlkan sem ber út Fréttablaðið á oft fótum fjör að launa, en henni virðist vera sérlega illa við ketti. Kötturinn gengur stundum svo langt að elta hana á hlaupum en hann kemst vitaskuld ekki langt á hlaupum, svona spikfeitur,“ segir Björn en segir þó að kettinum semji almennt vel við fólk og vilji helst liggja í fanginu á mönnum öllum stundum. GÆLUDÝR VIKUNNAR Angar af rakspíra Kötturinn ásamt Birni og systur hans, Örnu Björt Bragadóttur. Kettinum líður best í fanginu á mönnum. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Jesse Eisenberg leikariMichael Cera leikariSteindi Jr. grínisti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.