Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013 Menning Á Patreksfirði hefur fólk borið gæfu til að varðveita gömlu húsin á Vatneyri og gamla götumyndin er óvenju heilleg. Í þessu felast mikil verðmæti; hús sem er mik- ilvægt að gera upp og varðveita. Þetta skapar bænum sóknarfæri,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun Íslands. Stofnanir sameinaðar Starfsemi Minjastofnunar hófst í byrjun líðandi árs, með samein- ingu Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar. Hjá stofn- uninni sinnir Pétur, ásamt þeim Gunnþóru Guðmundsdóttur og Guðlaugu Vilbogadóttur, málum sem snúa að vernd, viðhaldi og skráningu gamalla húsa. Í húsverndarmálum segist Pét- ur finna fyrir skýrri viðhorfs- breytingu. Fólk sé nú – mun betur en áður – sér meðvitað um mikilvægi verndunar. Þar komi margt til. Vel hafi tekist til með endurbyggingu í gamla stílnum í miðborg Reykjavíkur, til dæmis Aðalstræti, á horni Austurstrætis- og Lækjargötu og neðst á Laugavegi. Það hafi skapað jákvæðan áhuga sem smitað hafi út frá sér. „Í æði mörgum bæjum úti á landi er í gömlum húsum ferða- tengd starfsemi, svo sem veit- ingahús, handverksverslanir, gist- ing og fleira slíkt. Oftast hefur tekist þar vel til og fyrir vikið sjá margir sér beinan hag í því að endurgera gömul hús og fá þeim nýtt hlutverk. Það viðhorf vinnur með húsafriðun,“ segir Pétur. Stræti frá fjöru til fjalls Aðalstræti á Patreksfirði ber nafn með rentu. Þetta er að- alstrætið, sem liggur frá fjöru til fjalls og inn með firði. Vatneyr- arbúð er einskonar núllpunktur, hús nr. 1 við götuna, tveggja hæða timburhús á steinsteyptum kjallara og lauk byggingu þess árið 1916. Lengi var ýmis atvinnurekstur í húsinu, svo sem verslun. Þeirri starfsemi lauk fyrir margt löngu og þegar endurgerð hússins hófst um næstliðin aldamótin voru munir og innréttingar sem til- heyrðu versluninni tekin ofan og sett í geymslu. Telja menn að þegar endurgerð hússins lýkur endanlega sé tilvalið að koma þessum innanstokksmunum aftur fyrir á sama stað, enda séu þeir hluti af húsinu og auki gildi þess. Fyrir nokkrum árum var unnin húsakönnun á Patreksfirði. Safn- að var saman upplýsingum um elstu hús bæjarins, en þau sem eru neðst í Aðalstræti eru mörg byggð sínu hvoru megin við aldamótin 1900. Vitna þau ágæt- lega um þann stórhug sem þá var svo víða ríkjandi hér á landi. „Það sem skapar Patreksfirði sérstöðu er að flest þessara gömlu húsa hér eru enn í notk- un og þar er jafnvel einhver starfsemi. Það eykur tvímæla- laust gildi þeirra,“ segir Pétur. Hólmurinn er fyrirmynd Oft hefur Stykkishólmur verið tekinn sem fyrirmynd og gott dæmi um stað þar sem vel hefur tekist til við vernd og end- urbyggingu. Laust fyrir 1980 gerði Hörður Ágústsson húsa- könnun þar í bæ, sem þótti tímamótaverk. „Þegar húsakönnunin lá fyrir voru teknar afgerandi ákvarðanir, undir forystu Sturlu Böðv- arssonar þáverandi bæjarstjóra, um endurbyggingu gamla bæj- arins og flestir eru líklega sam- mála um að vel hafi tekist til. Það er oft svo að húsafrið- unarmál komast á dagskrá þegar einhver tekur af skarið og sýnir frumkvæði,“ segir Pétur sem hef- ur farið víða um landið að und- anförnu og skoðað gömul hús og lagt á ráðin með heimamönnum. „Áður fyrr var kannski mest lagt upp úr því að varðveita og endurbyggja einstaka hús. Nú er vaxandi áhugi á því að vernda stærri heildir frá fyrri tíð, end- urbyggja húsaraðir eða þyrpingar, sem hafa heildstæðan svip eins og við sjáum t.d. í miðborginni og í Hólminum.“ Síðustu sumur hafa háskóla- stúdentar farið víða um landið og safnað saman upplýsingum um eyðibýli í sveitum landsins. Búið er að kortleggja Rangárvalla- og Skaftafellssýslur, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur, auk Vesturlands. Er afrakstur þess starfs kominn út í bókum. Segir Pétur þetta hafa opnað augu fólks fyrir merkum byggingararfi í dreifbýl- inu. „Víða í sveitum landsins má finna merkilegar byggingar, svo sem íbúðarhús byggð snemma á 20. öldinni. Mér þætti verðugt verkefni að í hverju héraði yrðu endurgerð að minnsta kosti eitt til tvö gömul hús sem hafa sér- stakt varðveislugildi. Í nánast hverri sveit er að finna slíkar byggingar, sem mega ekki glat- ast,“ segir Pétur. Vel tekist til í Litlabæ Litlibær í Skötufirði í Ísafjarð- ardjúpi er, að mati Péturs, bær í sveitum landsins sem vel hafi tekist til með endurgerð á. Sá var reistur árið 1895 af tveimur fjölskyldum, sem bjuggu upp- haflega hvor í sínum hluta húss- ins. Bærinn er úr timbri með steinhlöðnum veggjum og grasi á þökum. Litlibær er hluti af húsa- safni Þjóðminjasafnsins. Opið er alla daga yfir sumartímann, en þar er kaffihús og vísir að minja- safni. Endurbyggja með heild- stæðum svip VAKNING Í VERNDUN GAMALLA HÚSA. FERÐAÞJÓN- USTAN VINNUR MEÐ HÚSAFRIÐUN. SJÁ HAGSMUNI Í ÞVÍ AÐ VERNDA. STARFSFÓLK MINJASTOFNUNAR FER UM LANDIÐ. PATREKSFJÖRÐUR GOTT DÆMI UM BÆ GAMALLA HÚSA. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vel þykir hafa tekist til með end- urgerð Litlabæjar í Skötufirði í Djúpi. Húsið er fallegt og gott dæmi um gamla stílinn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Patreksfirðingurinn Magnús Ólafs Hansson, til vinstri og Pétur Ármannsson, tóku út helstu byggingar í bænum. Það þykir verðugt viðfangsefni að gera upp eyðibýli. Skjaldvararfoss á Barðaströnd er í tóftabrotum - kominn að niðurlotum. Horft yfir Vatneyri á Patreksfirði. Aðalstræti er eins og æð sem liggur þvert í gegnum bæinn og götumynd er heildstæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.