Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 51
urðsson. Þá var um borð Árni Sæberg ljósmyndari Morgunblaðsins. Leiðangursmenn og búnaður þeirra komu til Kulusuk með Hercules-flugvél gegnum Keflavík. Á sama tíma voru á flugvellinum þrjár þyrlur frá Air Green- land, sem aðstoða áttu við flutningana upp á jökulinn, Fokker-farþegavél frá Flugfélagi Íslands, sem var í áætl- unarflugi, og Twin Otter frá Norlandair. „Heimamenn hafa líklega ekki vitað hvað- an á þá stóð veðrið þetta miðdegi. Kulu- suk-flugvöllur, sem alla jafna er mjög friðsæll, var eins og alþjóðaflugvöllur,“ segir Björn Brekkan og skellir upp úr. Flak Duck-vélarinnar hvílir um 100 míl- ur suður af Kulusuk sem er um fimmtíu mínútna flug fyrir þyrluna. Í tvö þúsund feta hæð. Á flugvellinum í Kulusuk kom í ljós að hópurinn var bæði stærri en talið var og búnaðurinn mun meiri að umfangi. Þess vegna þurfti að fara tvær ferðir en ekki eina eins og fyrirhugað var. Vegna reglna um hvíld þurfti að fara seinni ferðina að morgni miðvikudagsins 31. júlí. Eftirvænting í hópnum Hvasst var þessa daga og skömmu áður en TF-Líf fór í loftið bárust fregnir þess efnis að vindur hefði farið í allt að 35 metra á sekúndu á svæðinu. „Við höfðum svolitlar áhyggjur af þessu en þegar á reyndi hafði lægt og flugið var hið þægi- legasta í alla staði. Hviðurnar fóru mest í 20 metra á sekúndu,“ segir Björn. Hann segir mikla eftirvæntingu hafa verið í hópnum en leiðangursstjórinn, Lou Sapienza, sat við hliðina á honum í þyrl- unni í fluginu upp á jökulinn. Sapienza hefur dreymt um það árum saman að leysa gátuna um Duck-vélina sem hvarf og þóttist að vonum hafa himin höndum tekið þegar flakið fannst í fyrra. Björn segir hann vongóðan um að flugmennirnir séu ennþá um borð í vélinni sem ætti að hafa varðveist vel í jöklinum. „Það var þvílík spenna í hópnum enda ekki á hverjum degi sem menn hafa tækifæri til að komast í beina snertingu við fortíðina.“ Björn segir aðstæður prýðilegar á vett- vangi en búðunum, sem eru hátæknilegar, fylgja margvísleg þægindi sem ekki eru sjálfgefin í óbyggðum, eins og steypibað. Ekki þarf heldur að hafa áhyggjur af kuldanum á þessum tíma árs. Landhelgisgæslunni hefur ekki ennþá borist beiðni um að sækja hópinn í sept- ember en Björn á ekki von á öðru en að vel verði brugðist við þeirri umleitan, komi til þess. Hann bíður, eins og fleiri, spenntur eft- ir niðurstöðum leiðangursins. „Þetta eru kollegar okkar þarna niðri, menn sem stofnuðu sér í bráða hættu til að freista þess að bjarga mönnum í neyð – og týndu lífi.“ Komið inn til lendingar í Kulusuk við upphaf verkefnisins. Flugið þangað tekur þrjá og hálfan tíma. Tjaldbúðir leiðangursmanna á jöklinum. Tjöldin eru búin helstu þægindum, svo sem steypibaði. Grumman J2F Duck. Vél sömu gerðar og sú sem fórst á Grænlandsjökli fyrir sjötíu árum. *Kulusuk-flugvöllur, sem alla jafna er mjög frið-sæll, var eins og alþjóðaflugvöllur. Áhöfnin á TF-Líf ásamt leiðangursstjóranum á flugvellinum í Kulusuk; Brynhildur Bjartmarz, Björn Brekkan, Hrannar Sigurðsson og Lou Sapienza. Mikið var um að vera á vellinum þennan dag. Þyrlan á leið á áfangastað á Grænlandsjökli. Flugið frá Kulusuk tekur um fimmtíu mínútur. 11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.