Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 39
11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Úrval - gæði - þjónusta Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp TORMEK HVERFISTEINAR Opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is Verð 118.300 kr. Margsinnis valdir „Best in test“ í fagtímaritum. Stýringar fyrir sporjárn, hefiltennur, hnífa, skæri, renni- og útskurðarjárn, vélhefiltennur o.fl fyrirliggjandi. Einnig svartir steinar fyrir HHS-stál og japanskir með kornastærð 4000. Verð 68.900 kr. B eyoncé Knowles ákvað að taka síðsumarið með stæl og klippti sig stutt í vikunni. Hún var varla komin út af hárgreiðslu- stofunni þegar hún var búin að pósta mynd af herlegheitunum á In- stagram… eins og kon- ur gera þegar þær gera eitthvað mjög róttækt og merkilegt. Ef við „grömm- um“ ekki þá gerðist það ekki eða svo er sagt í minni sveit. Söngkonan sem skartað hefur flottustu Hollywood-krullum síð- ustu ára getur nú vaknað á morgnana, farið í sturtu og greitt hárið aftur og ætti þessi athöfn ekki að taka meira en 20 mínútur (með hárþvotti). Það er þó ekki vitað á þessari stundu hvort hún lét lokkana fjúka vegna tímaskorts eða hvort þetta var bara til þess að vera töff. Á næstunni mun það koma í ljós hvernig henni tekst að keyra upp skvísuganginn með drengjakoll- inn. Hún er náttúrlega svo óg- urlega smart eitthvað að það á pottþétt eftir að takast hjá henni eins og svo margt annað í lífinu. Efast ekki eina mínútu. Stutta hárið á Beyoncé á væntanlega eftir að hrista upp í komandi hártísku þar sem hún hefur hingað til flokkast sem tískufyrirmynd. Kona með þessa hæfileika ætti að geta fengið all- ar heimsins guggur til að vilja verða stuttklipptar… Það fer ákveðnum konum afar vel að vera stuttklipptar en því miður sér maður allt of oft misheppnaða drengjakolla. Tala nú ekki um þegar búið er að aflita herlegheitin og ýfa upp í hnakk- anum… Þá brestur alltaf eitthvað í Smartlandshjartanu. Robin Wright, sem fór með hlutverk Claire Underwood í þáttunum House of Cards sem sýndir voru á RÚV á dög- unum, var eitursvöl með sitt stutta ljósa hár enda var það Með súrefnisskort í „spanx“ heilgalla Beyoncé Knowles fyrir klippingu. Robin Wright með stutta flotta hárið í hlutverki Claire Underwood. ræktarlegt, blásið og vel klippt. Það er þó ljóst að hárið eitt og sér gerði hana ekki að þessum afbragðstöffara heldur hafði það líklega meira með geðslag að gera. Til að pakka þessu inn í réttu umbúðirnar var hún höfð í níðþröngum kjólum, alltaf, nema þegar hún var í rúminu og fór út að hlaupa. Ég væri sko þokkalega til í að vera alltaf í svona kjólum í vinnunni en fyrrnefndum klæðn- aði fylgja ákveðin vandamál – þess vegna klæðast venjulegar konur yfirleitt bara svona fötum spari. Ég óttast mest að ég fengi varanlegan súrefnisskort ef ég væri alltaf í svona þröngum kjól- um á skrifstofunni… En það er líklega vegna þess að ég þyrfti að vera í „spanx“ heilgalla undir til að lúkka vel sem myndi kremja í mér innyflin. Krömdu innyflin myndu skerða súrefn- isflæðið upp til heilans og þar af leiðandi myndi hann ekki ná að starfa eðlilega. Nógu erfitt er nú undir venjulegum kring- umstæðum að láta allt virka „eðlilega“ … þannig að ég má alls ekki við því! Frú Un- derwood var alltaf í níð- þröngum kjólum. Beyoncé er komin með drengjakoll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.