Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 9
11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 N afn Höskuldar Pét- urs Halldórssonar hefur nokkrum sinnum ratað í fjöl- miðla þegar fram- úrskarandi námsárangur er annars vegar. Árið 2004 stóð hann uppi sem sigurvegari í landskeppni framhaldsskóla í stærðfræði, þá annað árið í röð, ári síðar útskrif- aðist hann sem dúx MR með met- einkunn upp á 9,90 og árið 2008 brautskráðist hann úr stærð- fræðideild Háskóla Íslands með rétt tæplega 10 í aðaleinkunn, þar sem hann fékk 10 í öllum prófunum nema einu. Nú, 5 árum síðar, er Höskuldur útskrifaður doktor í stærðfræði frá MIT, einni flottustu stærð- fræðideild heims. Brautskráningin fór fram í byrjun júní síðastliðnum þar sem Höskuldur setti upp dúsk- húfu, að hætti bandarískra útskrift- arnema, og klæddist einkennisbún- ingi skólans. Höskuldur hélt út til náms við MIT á fullum styrk haustið eftir að hann útskrifaðist frá HÍ og hóf þá fimm ára doktorsnám í hreinni stærðfræði. Doktorsverkefnið sner- ist um að rannsaka einslaga lausnir á rúmfræðilegri hlutafleiðujöfnu og segist hann hafa unnið að því síð- astliðin þrjú og hálft ár. „Fyrstu þrjú misserin tók ég fullt af kúrs- um en eftir það var ég eiginlega bara að vinna að doktorsverkefn- inu, sem skiptist í nokkra minni hluta,“ útskýrir Höskuldur, en álíka langvarandi verkefnavinna hlýtur að krefjast mikillar ástríðu, eða hvað? „Ég hafði gaman að verkefn- inu en vissulega þarf maður mikinn sjálfsaga. Vegna þess að ég þurfti ekki að mæta í neina kúrsa hef ég sem sagt sofið út á hverjum einasta degi síðastliðin þrjú ár. Það var kannski helst um helgar sem ég vaknaði snemma til að horfa á enska boltann, en leikirnir fara auðvitað fram eldsnemma að morgni til á staðartíma hér,“ bætir hann við á léttum nótum. Hafnaði Google Höskuldur kenndi nemum í grunn- námi stærðfræði samhliða eigin námi og ber því vel söguna. „Hér er lögð mikil áhersla á að virkja nemendur og skapa umræður. Auð- vitað þurfti maður að vera með námsefnið alveg á hreinu og útbúa góð dæmi, en annars var þetta bara eins og að vera með uppistand.“ Kennarahlutverkið virðist hafa far- ið Höskuldi vel úr hendi, hann fékk sérstaka viðurkenningu fyrir frammistöðu sína á lokahófi stærð- fræðideildarinnar, en ákvað þrátt fyrir það að yfirgefa akademíuna eftir doktorsnámið, ólíkt flestum samnemendum sínum. „Flestir sem eru í doktorsnámi í hreinni stærð- fræði ætla að verða prófessorar og reyna að klífa upp akademíska met- orðastigann. Ég fann fljótlega að mig langaði að prófa eitthvað ann- að,“ segir Höskuldur. Í kjölfarið hóf hann atvinnuleit og þá reyndist drjúgt að hafa doktorsgráðu frá virtum skóla. „Hún tryggir manni oft fyrsta atvinnuviðtalið hjá fyr- irtækjum, sem getur reynst strembið að fá þegar umsækjendur skipta þúsundum, en þegar í það er komið þarf maður auðvitað að sanna sig á eigin verðleikum.“ Höskuldur sótti um víða en segir að fáein fyrirtæki hafi boðið honum vinnu að fyrra bragði. Á meðal fyr- irtækja sem hann sótti um vinnu hjá var tæknirisinn Google, sem jafnframt er þekkt fyrir að vera einn skemmtilegasti vinnustaður heims. „Ég komst í fyrsta viðtal hjá þeim sem var tekið í gegnum síma. Síðan buðu þeir mér að koma í höf- uðstöðvar sínar í Kaliforníu í annað viðtal en þá var ég búinn að fá at- vinnutilboðið sem ég endaði á að samþykkja. Ég var búinn að standa í þessu í umsóknaveseni í alltof langan tíma og nennti einfaldlega ekki að fara að flækja málin,“ út- skýrir Höskuldur, sem hefur störf hjá fjármálafyrirtækinu Jane Street í New York í haust. „Það má segja að þetta sé hópur stærðfræð- inörda að stunda verðbréfa- viðskipti,“ segir hann og kveðst feginn því að þurfa ekki að mæta í jakkafötum í vinnuna, eins og tíðk- ast hjá fjármálafyrirtækjum. „Það er kannski gaman til að byrja með, en hérna á sumrin þegar hitinn fer upp í 40 gráður, þá er ekkert hægt að vera í jakkafötum. Hjá Jane Street þurfa menn ekkert að vera fínir af því að við erum bara á bak við tölvur allan daginn,“ bætir Höskuldur við á léttum nótum, aug- ljóslega spenntur fyrir komandi áskorun á Manhattan. Höskuldur slær á létta strengi með tilburðum sem minna um margt á fræga ljósmynd sem til er af Einstein nokkrum. Úr einkasafni FEGINN ÞVÍ AÐ ÞURFA EKKI AÐ KLÆÐAST JAKKAFÖTUM Dúxinn orðinn doktor HÖSKULDUR PÉTUR HALL- DÓRSSON ER NÝÚTSKRIF- AÐUR DOKTOR Í STÆRÐ- FRÆÐI FRÁ MIT Í BANDARÍKJUNUM. HANN HEFUR BRÁTT STÖRF HJÁ VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI STÆRÐFRÆÐINÖRDA. Einar Lövdahl elg@mbl.is *Vegna þess að ég þurfti ekkiað mæta í neina kúrsa hef égsem sagt sofið út á hverjum ein- asta degi síðastliðin þrjú ár. Það var kannski helst um helgar sem ég vaknaði snemma til að horfa á enska boltann. Höskuldur hefur búið í Bost- on síðastliðin fimm ár en flyst til New York á næstunni vegna nýja starfsins. „Ég mun pottþétt sakna Boston en mig langar líka að prófa eitt- hvað nýtt,“ segir hann, en bætir við að borgirnar eigi ýmislegt sameiginlegt. „Báð- ar borgirnar eru mjög fjöl- þjóðlegar, manni líður ekki beint eins og maður sé út- lendingur. Það er í raun ann- ar hver maður hér af erlend- um uppruna.“ Höskuldur á bandaríska kærustu, en gerir hann þá ráð fyrir að ílengjast í Banda- ríkjunum? „Ég mun allavega vera hér í nokkur ár í viðbót. Ég reyndi alltaf að koma heim tvisvar á ári meðan á náminu stóð, en það verður ekki jafnauðvelt þegar maður er í vinnu. Það gæti alveg farið svo að maður setjist að hérna, en annars getur mað- ur aldrei spáð í framtíðina.“ Raunar mun áframhaldandi skólavist kærustunnar í Bost- on verða til þess að hann fær svo að segja eitt ár til aðlög- unar að New York. „Ég mun væntanlega taka lestina reglulega milli borganna svo ég er nú kannski ekki alveg búinn að kveðja Boston strax,“ útskýrir Hösk- uldur. Líður ekki eins og út- lendingi Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 VINSÆLASTA RJÓMATERTAN Í 45 ÁR fæst hjá Reyni bakara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.