Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 38
Bast Magazine.
Hægt er að lesa blaðið á
www.bast-magazine.com
Hvert er uppáhalds-tískutímabilið þitt og hvers vegna?
Það eru án efa mörg skemmtileg og mjög áhugaverð tískutímabil en
ætli ég verði ekki að nefna tíunda áratuginn. Annars finnst mér alltaf
áhugaverðast það sem er að gerast í núinu en ég neita því ekki að það er
gaman að líta aftur og skoða hvað var í gangi hverju sinni og sjá hvernig
tískutrend koma aftur og aftur.
Áttu þér tískufyrirmynd?
Ég get ekki sagt að ég eigi einhverja eina tískufyrirmynd en vinkonur
mínar veita mér oft innblástur. Amma Rósa er reyndar alltaf ótrúlega
flott og óhrædd við að klæða sig í liti og prófa eitthvað nýtt.
Áttu þér uppáhalds-hönnuð?
Ég á marga uppáhaldshönnuði, í augnablikinu eru það Alexander
Wang, Asger Juel Larsen og Kalda.
Áttu þér uppáhalds-flík?
Ég nota fötin mín mjög mikið og kaupi mér sjaldan ný föt, ætli uppá-
haldsflíkurnar mínar séu ekki svörtu gallabuxurnar mínar frá Acne og síði
Kalda-jakkinn minn.
Ætlar þú að kaupa þér eitthvað sérstakt fyrir haustið?
Ætli maður endi ekki á að kaupa sér nýja yfirhöfn sem getur
oft verið höfuðverkur þar sem veturnir í Kaupmannahöfn geta
verið ansi kaldir og flíkin verður að henta vel til hjólreiða þar sem
ég fer allra minna ferða á þriggja gíra dömuhjóli.
Hvert sækir þú innblástur?
Ég sæki mikinn innblástur í náttúruna og svo fólkið í
kringum mig. Ég er líka dugleg að vafra um internetið.
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þeg-
ar kemur að fatakaupum?
Gæði umfram magn.
Hverju er mest af í fataskápnum?
Ég á mikið af yfirhöfnum og stuttermabolum og svo
er fataskápurinn ansi einlita. Ég var einmitt að kaupa
mér einn ótrúlega fínan svartan 100% silki bomber
jakka í Spútnik, það leynist alltaf eitthvað fínt þar.
Hvað einkennir þinn persónulega stíl?
Ég myndi segja að hann sé frekar svartur og plain
með smá keim af næntís grunge.
HAFRÚN ALDA FÍLAR TÍUNDA ÁRATUGINN
Gæði um-
fram magn
HAFRÚN ALDA HEFUR VERIÐ BÚSETT Í KAUPMANNA-
HÖFN SÍÐASTLIÐIN SEX ÁR ÞAR SEM HÚN Á OG RIT-
STÝRIR TÍMARITINU BAST MAGAZINE. BAST MAGAZINE ER
VEFRIT SEM FJALLAR MEÐAL ANNARS UM TÍSKU, HÖNN-
UN OG LIST Í SKANDINAVÍU OG ER GEFIÐ ÚT FJÓRUM
SINNUM Á ÁRI.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Hafrún Alda
sækir innblástur
í náttúruna.
Uppáhaldsflík
Hafrúnar eru
svörtu Acne
gallabuxurnar.
Marc Jacobs 1993
„Grunge“ tímabilið er í uppáhaldi hjá Hafrúnu.
Asger Juel
er virkilega
flottur
hönnuður.
Morgunblaðið/Eggert
*Föt og fylgihlutir Línurnar lagðar að hausttískunni sem einkennist af gráa litnum »40