Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013 S ýningin Stolnar fjaðrir fjallar að hluta til um eyðingu; dýr í útrým- ingarhættu og eyðing skóga koma m.a. við sögu, en þau málefni hafa lengi verið listakonunni ofarlega í huga. „Ég hef tekið þátt í alls kyns samsýn- ingum á síðustu árum en þegar mér bauðst að sýna hér fannst mér það kalla á stóra innsetn- ingu. Ketilhúsið er spennandi salur fyrir fólk sem vinnur í þrívídd; hægt er að horfa á verk- ið frá öllum hliðum, að ofan, utan og innan úr og ég ákvað því fljótlega að gera innsetningu sem væri dálítið há,“ segir Þórdís Alda Sig- urðardóttir, í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins í tilefni sýningarinnar hennar sem hefst í dag, laugardag, í Ketilhúsinu. Líf mannsins á jörðinni Í stóra salnum eru einskonar tré – að vísu úr járni. „Trén mynda rætur sem fléttast saman í rótarflækju. Á veggjunum eru myndir af dýrum sem eru í útrýmingarhættu, sem ég valdi úr af gríðarlega löngum lista. Líklega hefði ég þurft að leggja undir mig allt Lista- gilið eins og Aðalheiður!“ segir hún og vísar til stórsýningar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í sumar, „ef ég hefði gert stóra úttekt af þeim lista. Í stað þess að vera með myndir af öllum valdi ég ellefu dýr en ljósritaði síðan lista þar sem öll hin eru talin upp.“ Þetta er þungamiðjan í sýningunni. „Inn- setningarnar eru reyndar fjórar, sú sem ég nefndi áðan er glæný, hinar hef ég sýnt áður í örlítið breyttri mynd en þær tóna vel saman; eru greinar á sama tré.“ Verk listamannsins eru einnig á svölum Ketilhússins og þá nýtir Þórdís herbergi inn af salnum. Þetta er fyrsta einkasýning Þórdísar í nokkur ár sem fyrr segir, en hún hefur tekið virkan þátt í samsýningum, ekki síst erlendis, auk þess sem hún kom að rekstri START ART listamannahússins í Reykjavík um nokk- urra ára skeið. Hún segist hafa unnið að sýn- ingunni allar götur síðan í október, þegar Hannes Sigurðsson Sjónlistamiðstöðvarstjóri bauð henni að sýna í Ketilhúsinu. Vegferð mannsins á jörðinni hefur lengi verið listakonunni ofarlega í huga. „Einstefna mannsins er óneitanlega mjög mikil; hann set- ur sjálfan sig á oddinn; við virkum einhvern veginn ekki eins og hluti af lífskeðjunni, tök- um ekki nægjanlegt tillit til þarfa annarra tegunda og hrifsum til okkar allt það besta sem næst til.“ Hluti innsetningarinnar er myndband þar sem lítið barn segir frá; tilvísun í framtíðina, segir Þórdís Alda. „Ég hef unnið að sýning- unni í vetur í Skagafirði, þar sem ég bý núna, og meðal annars rætt töluvert við krakka sem hafa sagt mér frá áhyggjum sínum. Þetta eru glöð og kát börn en segjast samt velta mikið fyrir sér hvað verður um heiminn í framtíð- inni, mögulegum náttúruhamförum og öðru slíku. Það hreyfði verulega við mér að tán- ingar og krakkar niður í 11 ára, væru strax farnir að hugsa um þetta. Hver einasta kyn- slóð hefur líklega haft áhyggjur af framtíðinni, en mér finnst það átakanlegt að þau skuli þurfa að hafa þessar áhyggjur og hversu nærri jörðinni við ætlum að ganga.“ Þórdís Alda segist ekki hafa getað gleymt áðurnefndu myndbandi, þar sem barnið segir frá, og fengið góðfúslegt leyfi foreldranna til að nota það. „Mér finnst þar koma fram svo margt um sakleysi og umhyggju; umhyggjan er eðlislæg, held ég, að minnsta kosti á meðan sakleysið er til staðar.“ Listakonan segist hafa löngun til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif, en kveðst þó ekki vera með vísifingurinn á lofti í verkum sínum. „Ég vona að verk mín séu sjónrænt spil, ekki lexía. Ég vil frekar að verkin hafi skynræn og tilfinningaleg áhrif, hreyfi við fólki. Það getur svo verið mjög mis- jafnt hvernig fólk upplifir sama verkið og sami einstaklingur getur upplifað eitthvað nýtt við endurtekna skoðun.“ Allt síðan Þórdís Alda byrjaði í myndlist hefur hún notað nýtt gamalt efni sem henni áskotnast með einhverjum hætti. Nú er t.d. mikið um járn og fatnað á sýningunni. „Það má segja að ég hafi alltaf verið í endurvinnslu og gefið sumum hlutum nýtt líf.“ Hún segir það vissulega meiri áskorun að halda einkasýningu en að taka átt í samsýn- ingum. „En ég stóð í nokkur ár í gallerí- rekstri ásamt fleiri myndlistarmönnum og var í því að setja upp sýningar, oft tvær til þrjár á mánuði; við höfðum heilt hús til umráða, nokkrar sýningar í gangi í einu, maður var á kafi í þessu og gleymdi eiginlega sjálfum sér á meðan maður var að pæla í annarra manna list. En ég hef sjálf tekið þátt í samsýningum á undanförnum árum og það er vissulega líka ákveðin áskorun í sjálfu sér að vinna með öðr- um. Þá þarf að miðla málum og það er lær- dómsríkt.“ Heimatúnið Þetta er fyrsta einkasýning Þórdísar Öldu á Akureyri en í annað skipti sem hún sýnir í bænum, því hún átti verk á sýningunni Bæ, bæ Ísland, fyrir nokkrum árum. Þar var hún á svipuðum nótum og á samsýningunni Mega Vott í Hafnarborg á sínum tíma, þar sem hún fjallaði um „eiturefni sem við sáldrum í kring- um okkur en finnst við samt vera svo hrein og fín og flott, og lítum frekar niður til þeirra sem eru ekki komnir á okkar stað í „þróun- inni“ – köllum það vanþróuðu löndin. Sýningin er því í sjálfu sér mikil sjálfskoðun; ég bendi ekki bara á aðra heldur dreg sjálfa mig fram sem geranda. Mér finnst athyglisvert hve Vesturlandabúar hugsa mikið um sjálfa sig sem öxul jarðarbúa; við erum á kafi í eigin fréttum og eru Vesturlönd þó aðeins lítið svæði þegar hugsað er um allan heiminn sem heild. Það sem gerist hér er þó alltaf einhvern veginn aðalmálið í fréttum okkar. Áður hugs- uðu menn mikið og vel um sitt heimatún og eina von mannsins gæti verið sú að fólk fari að hugsa þannig að allur heimurinn sé heima- túnið.“ Þórdís Alda: Maðurinn er alltaf settur á oddinn; hann er ekki eins og hluti af lífskeðjunni heldur stendur utan við og hrifsar til sín allt það besta. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson STOLNAR FJAÐRIR ÞÓRDÍSAR ÖLDU SIGURÐARDÓTTUR Í KETILHÚSINU Á AKUREYRI Einstefna gráðugrar mannskepnu á jörðinni FYRSTA EINKASÝNING LISTAKON- UNNAR ÞÓRDÍSAR ÖLDU SIGURÐ- ARDÓTTUR Í NOKKUR ÁR ER VIÐAMIKIL INNSETNING. KETIL- HÚSIÐ ER SPENNANDI SALUR; HÆGT ER AÐ HORFA Á VERKIÐ FRÁ MÖRGUM HLIÐUM, AÐ OFAN, UTAN OG INNAN ÚR, SEGIR HÚN. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hluti eins verka Þórdísar Öldu í Ketilhúsinu. Margra og fjölbreyttra grasa kennir hjá Þórdísi. Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.