Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 46
V ið komumst býsna fljótt að því á lífsleið- inni að sorgin gleymir engum. Sorgin er hluti af lífinu rétt eins og gleðin. Sorg er ekki sjúk- dómur heldur lífsreynsla sem markar okkur öll og við þurfum að finna leiðir til að geta haldið áfram. Enginn getur borið sorgir annarra, sársaukinn hvílir allur á þeim sem missir. Auðvitað eru til ýmis verkfæri sem hjálpa mann- eskjunni að komast í gegnum þennan dimma dal þar sem tekist er á við tilfinningalíf, upplifanir og hugsanir sem hafa aldrei dvalið áður með einstaklingnum. Sumar sorgir eru svo stórar að enginn getur sett sig í spor syrgjandans nema sá sem hefur verið þar sjálf- ur og þótt sorg sé ekki sjúkdómur getur sorgin valdið sjúkdómum ef fólk er eitt með tilfinningar sínar, upplifanir og hugsanir, fær ekki stuðning og festist á vondum stað. Í sorginni hellast jafnt velkomn- ar sem óvelkomnar tilfinningar yf- ir fólk. Það er afar mikilvægt að taka við þessum tilfinningum og fara í gegnum þær til að geta kvatt þær. Fólk með faglega þekkingu og reynslu af sorg- arvinnu getur gert mikið gagn á sorgarveginum, einnig samfélag og samtal við aðra syrgjendur sem geta deilt reynslu og ekki síst vitneskjunni um að það koma betri dagar og það er hægt að halda áfram en fyrst og síðast er það samstaða og samhygð ástvina sem er hið græðandi afl. Þá er það reynsla margra syrgjenda að vinir sem þeir reiknuðu með að setja traust sitt á hverfa en aðrir koma á óvart og reynast eins og klettar í hafinu og nýir vinir verða til, jafnvel ósýnilegir, vinir sem eru aðeins til á netinu. Samskipti við ástvin rofin Sorgin við andlát ástvinar er svo sár vegna þess að aðskilnaðurinn er endanlegur. Við munum aldrei líta ástvininn aftur í þessum heimi og hann verður ekki lengur hluti af okkar lífi. En það sem rofnar ekki, eru tengslin við minning- arnar. Stundum hefur því verið haldið fram að besta sorgar- úrvinnslan sé sú að minnast aldrei á hinn látna, slíkt ýfi bara upp sárin, en svo er ekki. Minning- arnar veita huggun og gera það að verkum að dýrmætar hugsanir lifa með ástvinum. Þá raungerist setningin sem stendur á mörgum legsteinum „Minning þín er ljós í lífi okkar“. Á þessu sviði hefur nýtt afl komið inn í veröldina og það er samskiptavefurinn fésbókin. Það er merkilegt að ferðast um á net- inu og sjá stöðuuppfærslur þar sem fólk setur inn gamlar myndir af látnum foreldrum og öðrum ástvinum og minnist þeirra með fallegum orðum t.d á merk- isafmælum eða á dánardegi. Eins er eftirtektarvert hvað margir bregðast við og setja inn ummæli þar sem látnum einstaklingi er lýst og rifjaðar upp minningar sem án efa hugga þann sem sakn- ar og syrgir. Þetta eru þeir sta- tusar sem fá hvað flest „læk“ og ummæli á fésbók. Fólk á líka reynsluna af því að eiga inni á skilaboðavef fésbókarinnar samtöl sem voru jafnvel þau síðustu við látna vini og ástvini, t.d. þá sem deyja skyndilega og enginn tími gefst til að kveðja. Nokkrir stafir á vefnum verða gríðarlegur fjár- sjóður í vitund fólks. Þannig er al- veg ljóst að fésbókin er öflugur miðill til að viðhalda mikilvægum tengslum við minningarnar um þau sem við elskum og tengjumst en höfum misst. Hvatvísi er vandamál Það er hægt að misnota alla hluti og auðvitað gera allir mistök í samskiptum við annað fólk, það á líka við á fésbókinni, því það er samskiptavefur þar sem eðl- isþættir manneskjunnar koma fram, m.a. hvatvísi og dómgreind- arleysi. Það er mikilvægt að hugsa áður en er talað á fésbók. Einn vandi hefur komið í ljós varðandi fésbókina en það eru upplýsingar sem einstaklingar setja á vegginn sinn um andlát fólks áður en nán- ustu vinir og aðstandendur hafa verið látnir vita. Slík frumhlaup hafa valdið syrgjendum verulegum óþægindum. Þarna reynir á dóm- greindina. Einnig er það slæmt ef fólk opnar minningarsíður eða jafnvel stingur upp á minning- arstundum án þess að hafa rætt það augliti til auglitis við nánustu ástvini og tekur þannig fram fyrir hendur þeirra sem næst standa. Þegar fésbókin er skoðuð fær maður einstaka sinnum á tilfinn- inguna að þar sé sorgarkeppni í gangi. Jafnvel eins og vinir séu að toppa hver annan í því að tjá sig og setja inn minningarbrot. Slíkt getur virkað mjög neikvætt á nán- ustu fjölskyldu. En það versta í þessu sambandi er kannski mögu- leikinn á því að fólk komi á slys- stað og setji inn myndir úr síman- um á fésbókarvegginn áður en hægt er að gera fólki viðvart sem á um sárt að binda. Þar sem fés- bókin getur verið góður og inni- haldsríkur farvegur í sorgar- úrvinnslunni er mikilvægt að vanda sig og gæta þess að setja sig í spor annarra. Fésbókin er raunverulegur stuðningur Ég ræddi við þrjá einstaklinga sem misst hafa maka sinn á síð- ustu þremur árum. Í þeim sam- tölum kom fram að öll höfðu þau notað fésbókina í sorgarúrvinnsl- unni en þó með ólíkum hætti. Það er alveg ljóst eftir skoðun mína á fésbókinni og með samtölum við marga syrgjendur sem ég tengist í starfi mínu sem prestur að fés- bókin hefur mikilvægu hlutverki að gegna í sorgarferli fólks á 21.öld. Þessi samskiptavefur er í raun mögnuð viðbót við aðrar leið- ir syrgjenda til að ná aftur jafn- vægi í lífi sínu. En stór áföll setja einmitt líf okkar á hliðina og gera það að verkum að fólk upplifir í raun sjálfræðissviptingu og það tekur langan tíma að finna jafn- vægið að nýju. Stundum velta menn því fyrir sér hver sé sorg- artíminn, eru það tvö ár eða meira? Þessa hluti er ekki hægt að mæla því þar ræður persónuleg reynsla og aðstæður hvers og eins. Manneskjur eru jafn ólíkar og þær eru margar. Missirinn fylgir manneskjunni eftir út lífið en það kemur sá dagur að fólk þakkar fyrir að vera á lífi og fá að halda áfram. FÉSBÓKIN OG SORGIN Enginn getur borið SAMSKIPTAVEFURINN FACEBOOK ER MÖGNUÐ VIÐBÓT VIÐ AÐRAR LEIÐIR SYRGJENDA TIL AÐ NÁ AFTUR JAFNVÆGI Í LÍFI SÍNU. ÞRÍR EINSTAKLINGAR SEM EIGA ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ HAFA MISST MAKA SINN LÝSA SINNI UPPLIFUN AF SORG Á SAMFÉLAGSMIÐLI. Jóna Hrönn Bolladóttir * Samtöl á skilaboðavef fésbókarinnarvoru jafnvel þau síðustu við látnavini og ástvini, t.d. þá sem deyja skyndi- lega og enginn tími gefst til að kveðja. Nokkrir stafir á vefnum verða gríðarlegur fjársjóður í vitund fólks. 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013 Hermann Georg Gunn-laugsson hitti GunnhildiÞóru Guðmundsdóttur gegnum sameiginlega vini sumarið 1998 og þau hófu samleið sína það haust. Gunnhildur átti tvær dætur af fyrra sambandi sem eru komnar yfir tvítugt. Gunnhildur greindist með krabbamein í nóvember 2011 sem leiddi hana til dauða langt um aldur fram en hún var aðeins 43 ára þegar hún kvaddi. Þau gengu í hjónaband 11. maí 2012 á heimili sínu í Hafn- arfirði að viðstöddum nánustu skyld- mennum, fjórum sólarhringum áður en Gunnhildur dó, en hún lést á heimili sínu þann 15. maí. Daginn eftir hjónavígsluna eða 12. maí var haldin brúðkaupsveisla þar sem stórfjölskyldu og vinum var boðið. Allir höfðu staðið saman í að setja heimilið og garðinn umhverfis húsið í hátíðarbúning og síðan var boðið upp á veitingar, tónlist og stutt ávörp. Enginn fór út úr húsinu ósnortinn þennan dag, enda var mikil fegurð yfir öllu. Gunnhildur hafði sparað alla sína orku til að geta verið með fólkinu sínu þessa stund og hún ræddi við þau og kvaddi með eft- irminnilegum og huggunarríkum hætti. Að láta vita af góðu fréttunum „Gunnhildur notaði fésbókina mikið í veikindum sínum og þá fyrst og fremst til að segja frá þegar komu góðar fréttir og til að viðhalda já- kvæðni hjá fjölskyldu og vinum, seg- ir Hermann. „Ég ræddi ekki veikindi hennar á þessum opinbera vettvangi, en Gunnhildur gerði það og var fyrst og síðast að hugga okkur öll með orðum sínum. Hún var alltaf svo sterk og uppbyggjandi í færslum sínum, en þegar illa gekk hætti hún að tjá sig á þessum vettvangi. Gunn- hildur notaði síðuna sína til að deila og gleðjast Ég og dætur Gunnhildar ákváðum að loka ekki síðunni hennar og nota hana sem minningarsíðu og við sjáum ekki eftir því. Það koma margir inn á síðuna til að skoða myndir af henni og á afmælinu henn- ar komu fallegar kveðjur á vegginn. Þetta er mikilvæg síða fyrir þá vini sem Gunnhildur á erlendis bendir Hermann á. Þau eiga ekki möguleika á að hitta okkur reglubundið til að minnast hennar og ekki síst þeirra vegna ákváðum við að loka henni ekki. Hermann Georg fékk ekki mikið af samúðarkveðjum á síðuna sína fyrst eftir að eiginkona hans kvaddi. Hann fékk ótal símtöl og tók því ákvörðun um að deila á fésbók og leyfa fólki að fylgjast með allri fram- vindu í kringum kistulagningu og út- för, samhliða því að segja fréttir af sér og dætrunum. Hann brá á þetta ráð því annars var hann stanslaust í símanum og átti erfitt með að ein- beita sér að því sem hann þurfti að koma í verk á þessum tímamótum. Hermann notar fb eins og dagbók Hermann setti ekkert inn á síðuna sína eða Gunnhildar þegar fyrsti af- mælisdagur hennar rann upp eftir andlátið. Hann og dæturnar voru með boð heima og buðu nánustu vin- um og fjölskyldu. Fyrsti afmæl- isdagurinn voru tímamót sem reyndu mjög á fjölskylduna og var þeim mikilvægt að draga sig inn í skel sína. Aftur á móti notaði Hermann fésbókina sem dagbók ári eftir brúðkaup þeirra og andlátsdag Gunnhildar. Þá kom tvennt til, hann fann að það var honum mik- ilvægt að rifja upp þessa daga gleði og sorgar mjög nákvæmlega til að eiga sem dagbókarfærslur seinna meir í skjali. Hermann fann einnig að þessi skrif hreinsuðu huga hans og honum þótti vænt um ummæli og viðbrögð fjölskyldu og vina. Hermann vildi einnig nota tækifærið ári seinna til að þakka þeim sem stóðu með þeim Gunn- hildi og dætrunum þessa stóru daga: Fésbókarfærsla: „Fimmtudagurinn 10. maí 2012 - Verslunardagurinn. Þetta var Sterk og uppbyggjandi í færslum sínum HERMANN GEORG GUNNLAUGSSON LANDSLAGSARKITEKT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.