Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 37
11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Græjur og tækni Verð frá: 189.990.- Smáralind | Sími 512 1330 Opið í dag frá 13.00 - 18.00 Ný MacBook Air Allt að 12klst Rafhlöðuending T æknin hefur fært okkur afþreyingu og þægindi sem fáir hefðu gert sér í hugarlund fyrir aðeins tíu árum síðan. Þrátt fyrir alla þá kosti sem fylgja tækjum eins og snjallsímum, Google-gler- augum og Xbox One, hefur þó eitt undirliggjandi vandamál orð- ið til þess að vekja fólk til um- hugsunar seinustu mánuði: Geta stofnana á borð við NSA og FBI til að njósna um einkalíf hins venjulega borgara. Áður fyrr voru slíkar kenn- ingar taldar vera samæriskenn- ingar sem ættu uppruna sinn að rekja til þeirra vænisjúku. Í dag er það hins vegar ljóst að ef þú átt hlut sem tengdur er við myndavél og/eða hljóðnema, er hægt að nota hlutinn til að njósna um þig. Snjallsímar eru venjulega það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar kemur að njósnum um einkalíf, einfaldlega vegna þess að þú ert alltaf með tækið ná- lægt þér. Staðreyndin er hins vegar sú að þú ert oftast með snjallsímann í vasanum, veski, á skrifborðinu eða einhvers staðar þar sem myndavél símans kæmi tölvuhökkurum að litlum notum. Hvað með snjallsjónvörp? Black Hat ráðstefnan, sem hald- in var í Las Vegas dagana 27. júlí – 1. ágúst, er samkoma fólks sem á það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tölvuöryggi. Að sögn a.m.k. þriggja aðila sem rannsökuðu málið og kynntu nið- urstöðurnar á þeirri ráðstefnu, er snjallsjónvarpið hættulegasta tækið á heimilum fólks í dag. Af hverju? Aaron Grattafiori og Josh Yavor hjá iSEC Partners (fyrirtæki sem sérhæfir sig í tölvuöryggi), bentu nýlega á að snjallsjónvörp eru í raun og veru ekkert annað en snjallsími með mun stærri skjá. Samkvæmt þeirra kenningu er ekkert því til fyrirstöðu að þeir sem hafa þekkingu til, hakki sig inn í snjallsjónvarpið. Til að sýna fram á hversu auð- velt það er, hakkaði tvíeykið, þeir Grattafiori og Yavor, sig inn á snjallsjónvarp af gerðinni Samsung Smart TV í gegnum Skype smáforritið og í ljós kom að það var lítið mál. Þrátt fyrir að Skype hafi verið notað í til- rauninni er staðreyndin hins veg- ar sú að tölvuhakkarar geta auð- veldlega hakkað sig inn í snjallsjónvörp í gegnum önnur samskiptasmáforrit sem hægt er að nota með snjallsjónvörpum í gegnum netið. Býður upp misnotkun Þegar tölvuhakkarinn er búinn að hakka sig inn í sjónvarpið getur hann gert margt til þess að misnota stöðu sína. Hann get- ur m.a. tekið upp mynd af því sem á sér stað, í gegnum myndavél sjónvarpsins, stolið notendanafni og lykilorði eiganda sjónvarpsins og látið vafra sjón- varpsins fara inn á vefsíður full- ar af vírusum. Fólk eyðir að jafnaði miklum tíma fyrir framan sjónvarpið og sjónvörp er að finna á stöðum eins og í stofunni, eldhúsinu og í svefnherberginu. Hættan er því víða. Njósnir eru svo ekki það eina sem tölvuhakkarar geta gert til að hrella fólk. Þeir geta einnig hakkað sig inn í sjón- varpið og breytt texta á fyr- irsögnum þátta og frétta sem eigandinn horfir á. Það getur að sjálfsögðu valdið vandræðum og vakið ótta hjá fólki ef tölvuhakk- arinn kýs að skrifa eitthvað sem er þess eðlis að vekja slík við- brögð. Eins og sjá má mætti því færa sterk rök fyrir því að snjallsjónvörp væru mun hættu- legri þegar kemur að njósnum um einkalíf manna heldur en snjallsímar. Spurningin er því hvort það borgi sig að uppfæra gamla flatskjáinn í snjallsjónvarp. Sjónvarp af gerðinni Samsung Smart Tv líkt og Aaron Grattafiori og Josh Yavor notuðu við tilraunina. Er einhver að njósna um þig í gegnum sjónvarpið? SNJALLSJÓNVÖRP ERU ÞAÐ NÝJASTA Í GERÐ SJÓNVARPA EN EKKI ERU ALLIR SAMMÁLA UM KOSTI ÞEIRRA. MYNDAVÉLAR OG HLJÓÐNEMAR GERA TÖLVUÞRJÓTUM KLEIFT AÐ MISNOTA STÖÐU SÍNA OG GETA VALDIÐ EIGENDUM MIKLUM SKAÐA Á STUTTUM TÍMA. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is * Hann geturm.a. tekið uppmynd af því sem á sér stað í gegnum myndavél sjónvarps- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.