Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 37
11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Græjur og tækni
Verð frá: 189.990.-
Smáralind | Sími 512 1330
Opið í dag frá 13.00 - 18.00
Ný
MacBook Air
Allt að
12klst
Rafhlöðuending
T
æknin hefur fært okkur
afþreyingu og þægindi
sem fáir hefðu gert sér
í hugarlund fyrir aðeins
tíu árum síðan. Þrátt fyrir alla
þá kosti sem fylgja tækjum eins
og snjallsímum, Google-gler-
augum og Xbox One, hefur þó
eitt undirliggjandi vandamál orð-
ið til þess að vekja fólk til um-
hugsunar seinustu mánuði: Geta
stofnana á borð við NSA og
FBI til að njósna um einkalíf
hins venjulega borgara.
Áður fyrr voru slíkar kenn-
ingar taldar vera samæriskenn-
ingar sem ættu uppruna sinn að
rekja til þeirra vænisjúku. Í dag
er það hins vegar ljóst að ef þú
átt hlut sem tengdur er við
myndavél og/eða hljóðnema, er
hægt að nota hlutinn til að
njósna um þig.
Snjallsímar eru venjulega það
fyrsta sem fólki dettur í hug
þegar kemur að njósnum um
einkalíf, einfaldlega vegna þess
að þú ert alltaf með tækið ná-
lægt þér. Staðreyndin er hins
vegar sú að þú ert oftast með
snjallsímann í vasanum, veski, á
skrifborðinu eða einhvers staðar
þar sem myndavél símans kæmi
tölvuhökkurum að litlum notum.
Hvað með snjallsjónvörp?
Black Hat ráðstefnan, sem hald-
in var í Las Vegas dagana 27.
júlí – 1. ágúst, er samkoma
fólks sem á það sameiginlegt að
hafa mikinn áhuga á tölvuöryggi.
Að sögn a.m.k. þriggja aðila sem
rannsökuðu málið og kynntu nið-
urstöðurnar á þeirri ráðstefnu,
er snjallsjónvarpið hættulegasta
tækið á heimilum fólks í dag.
Af hverju?
Aaron Grattafiori og Josh Yavor
hjá iSEC Partners (fyrirtæki
sem sérhæfir sig í tölvuöryggi),
bentu nýlega á að snjallsjónvörp
eru í raun og veru ekkert annað
en snjallsími með mun stærri
skjá. Samkvæmt þeirra kenningu
er ekkert því til fyrirstöðu að
þeir sem hafa þekkingu til,
hakki sig inn í snjallsjónvarpið.
Til að sýna fram á hversu auð-
velt það er, hakkaði tvíeykið,
þeir Grattafiori og Yavor, sig
inn á snjallsjónvarp af gerðinni
Samsung Smart TV í gegnum
Skype smáforritið og í ljós kom
að það var lítið mál. Þrátt fyrir
að Skype hafi verið notað í til-
rauninni er staðreyndin hins veg-
ar sú að tölvuhakkarar geta auð-
veldlega hakkað sig inn í
snjallsjónvörp í gegnum önnur
samskiptasmáforrit sem hægt er
að nota með snjallsjónvörpum í
gegnum netið.
Býður upp misnotkun
Þegar tölvuhakkarinn er búinn
að hakka sig inn í sjónvarpið
getur hann gert margt til þess
að misnota stöðu sína. Hann get-
ur m.a. tekið upp mynd af því
sem á sér stað, í gegnum
myndavél sjónvarpsins, stolið
notendanafni og lykilorði eiganda
sjónvarpsins og látið vafra sjón-
varpsins fara inn á vefsíður full-
ar af vírusum.
Fólk eyðir að jafnaði miklum
tíma fyrir framan sjónvarpið og
sjónvörp er að finna á stöðum
eins og í stofunni, eldhúsinu og í
svefnherberginu. Hættan er því
víða. Njósnir eru svo ekki það
eina sem tölvuhakkarar geta
gert til að hrella fólk. Þeir geta
einnig hakkað sig inn í sjón-
varpið og breytt texta á fyr-
irsögnum þátta og frétta sem
eigandinn horfir á. Það getur að
sjálfsögðu valdið vandræðum og
vakið ótta hjá fólki ef tölvuhakk-
arinn kýs að skrifa eitthvað sem
er þess eðlis að vekja slík við-
brögð.
Eins og sjá má mætti því
færa sterk rök fyrir því að
snjallsjónvörp væru mun hættu-
legri þegar kemur að njósnum
um einkalíf manna heldur en
snjallsímar. Spurningin er því
hvort það borgi sig að uppfæra
gamla flatskjáinn í snjallsjónvarp.
Sjónvarp af gerðinni Samsung Smart Tv líkt og Aaron Grattafiori og Josh Yavor notuðu við tilraunina.
Er einhver að njósna
um þig í gegnum
sjónvarpið?
SNJALLSJÓNVÖRP ERU ÞAÐ NÝJASTA Í GERÐ SJÓNVARPA EN EKKI ERU ALLIR SAMMÁLA
UM KOSTI ÞEIRRA. MYNDAVÉLAR OG HLJÓÐNEMAR GERA TÖLVUÞRJÓTUM KLEIFT AÐ
MISNOTA STÖÐU SÍNA OG GETA VALDIÐ EIGENDUM MIKLUM SKAÐA Á STUTTUM TÍMA.
Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is
* Hann geturm.a. tekið uppmynd af því sem á
sér stað í gegnum
myndavél sjónvarps-
ins.