Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 60
S
tjórnvöld í Vestur-
Þýskalandi umbáru og
leyndu lyfjamisnotkun
íþróttamanna landsins í
marga áratugi. Þau
hvöttu jafnvel til að íþróttamenn
neyttu lyfja samkvæmt skýrslunni
sem telur 501 blaðsíðu.
Federal Institute of Sport
Science, eða alríkisstofnun íþrótta-
vísinda í Þýskalandi, gerði skýrsl-
una. Anabólískir sterar, testa-
sterón, estrógen og EPO eru efni
sem fundist hafa í lyfjasýnum
íþróttamanna sem höfundar skýrsl-
unnar fengu aðgang að. Engin nöfn
eru í skýrslunni, þau voru strikuð
út. Fyrsta skýrslan sem átti að
birta taldi 804 blaðsíður og þar
voru nöfn þátttakenda en þau voru
síðan strokuð út.
Þrír féllu eftir úrslitaleik
Í skýrslunni kemur fram að þrír
leikmenn vestur-þýska liðsins sem
tapaði 4:2 fyrir Englendingum í úr-
slitaleik heimsmeistaramótsins í
fótbolta árið 1966 hafi verið að
nota efedrín. „Hingað til hefur bréf
frá FIFA til Dr. Max Danz, sem
var forseti íþróttasambands Þýska-
lands á þessum tíma, ekki verið
gert opinbert. Þar kemur fram að
þrír leikmenn hafi fallið á lyfja-
prófi. Það fundust leifar af efedríni
í þeim öllum.“ FIFA hefur neitað
að hafa vitað um tilvist þessa
bréfs.
Kraftaverkið í Bern
Skýrslan tekur einnig fyrir heims-
meistarakeppnina 1954 þar sem
Þjóðverjar fögnuðu sigri eftir ótrú-
legan leik gegn Ungverjum. Leik-
urinn er kallaður „Kraftaverkið í
Bern,“ en mótið fór fram í Sviss.
Ungverjar komust í 2:0 eftir aðeins
átta mínútna leik með mörkum Fe-
renc Puskas og Zoltans Czibors.
Max Morlock minnkaði muninn og
Byrjunarlið Þjóðverja á HM árið 1970
fyrir leik gegn Úrugvæ. Þarna má
meðal annars sjá Siegfried Held fyrr-
verandi landsliðsþjálfara Íslands.
AFP
Dópaðir Þjóðverjar
heimsmeistarar
SVÖRT SKÝRSLA FRÁ ÞÝSKALANDI BIRTIST Í VIKUNNI ÞAR SEM LYFJANOTKUN ÞÝSKRA
ÍÞRÓTTAMANNA VAR TEKIN FYRIR. ÞAR KEMUR Í LJÓS AÐ SKATTBORGARAR BORGUÐU
FYRIR KERFISBUNDNA LYFJAMISNOTKUN ÍÞRÓTTAMANNA VESTUR-ÞÝSKALANDS OG
JAFNVEL ER HALDIÐ FRAM AÐ LEIKMENN LANDSLIÐSINS Í FÓTBOLTA, SEM LENTU Í
3. SÆTI Í HEIMSMEISTARAKEPPNINNI 1970, HAFI VERIÐ Á ÖRVANDI LYFJUM.
Framherjinn Lothar Emmerich fagnar marki á heims-
meistaramótinu í knattspyrnu 1966. Gordon Banks og
Jackie Charlton koma engum vörnum við.
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013
* Þetta er góður dagur fyrir okkur sem berj-umst gegn lyfjamisnotkun.“ Thomas Bach, varaforseti alþjóða ólympíunefndarinnar.BoltinnBENEDIKT BÓAS
benedikt@mbl.is
Draghálsi 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
www.isleifur.is