Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 45
ins í boði. Vilji þeir hann ekki er ekki nóg með að þeir fái ekkert annað, þeim er vísað út af veitingastaðn- um. Og því er ekki að neita að þessi staða er ekki óeðlileg. Íslensku yfirvöldin fullyrtu að þau væru í samn- ingaviðræðum, jafnvel könnunarviðræðum en ekki í aðlögun. Og þeir sem aldrei setja sig inn í neitt áður en þeir gefa sitt álit tóku kröftuglega undir það. En eitt undirstrikar öllu betur að þessi sömu yfirvöld meintu ekkert með þessum látalátum. Á heilu kjör- tímabili „viðræðna“ var aldrei samið um neitt. Yf- irvöld skörtuðu „samninganefnd“ og „aðalsamninga- manni“ en þau fyrirbæri höfðu sömu stöðu og sjávarútvegsráðherra Lúxemborgar, sé hann til. Ráðherrann sem fór með málið allt kjörtímabilið og embættismaðurinn og nefndin með öfugmælaheitin reyndu aldrei að semja um eitt né neitt við stækk- unarstjórana Olla Rehn og Stefan Füle. Þessir tveir heita hvorki samningamenn né aðalsamningamenn heldur aðeins stækkunarstjórar. Þeirra verkefni er ekki að semja heldur stækka ESB með aðlögun nýrra ríkja að regluverki þess. Þeir eru yfirskoð- unarmenn þess, hvort umsækjandinn hafi staðið við að laga allar sínar reglur að ESB á aðlögunartím- anum eða ekki. Þeir þurfa því ekki að skálda upp heiti á embættismenn eða aðkeypta krafta til að rugla umræðuna með hætti sem George Orwell hefur lýst best. Asni klyfjaður gulli… Þegar yfirvöld hafa gefið sig blekkingariðju á vald festast þau fljótt í eigin spuna og lygavef. Það gerðist auðvitað í þessu tilviki. Um það eru dæmin alltof mörg. Eitt þeirra hefur minnt á sig síðustu dagana. Það eru svokallaðir IPA-styrkir Evrópusambands- ins. Þeir „styrkir“ eru kallaðir aðlögunarstyrkir. Ýmsir þeir sem hafa vara á aðildarbröltinu kalla þá hreint út mútur. Öðrum andstæðingum aðildar þykir að þar sé full fast kveðið að, þótt ekki muni miklu. Þeir hafa sumir kallað styrkina „smurningu“ og til- raun til að gera forstöðumenn og starfsmenn kerf- isins handgengna aðild svo þeir vinni að þeirri aðlög- un sem yfirvöld fullyrða að eigi sér ekki stað. Því miður eru nokkur dæmi um það að talsmenn stofn- ana tipli í kringum styrkina eins og kettir í kringum heitan graut. Aðrar stofnanir, eins og Hagstofa Ís- lands, tekur ekki þátt í slíkum leik og fer ekki í felur með í skýrslum sínum til hvers þessir styrkir eru brúkaðir af stofnunarinnar hálfu. Ný ríkisstjórn í landinu nálgaðist breytta stefnu í aðildarmálinu með einkar óheppilegum hætti og hef- ur það dregið mjög úr tiltrú á henni og trausti á fyrstu metrunum. Ómarkviss framganga og fum hennar í málinu verður eins og segull á öll vandræði sem því tengjast. Hefði ríkisstjórnin á sínum fyrstu vikum komið mikilvægum málum frá eða í réttan far- veg þá væri ekki hávært nöldrið sem nú er yfir því að „ráðherrarnir hafi allir rokið í frí“ eftir fáar vikur í starfi. Einstakir ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja það tal ósanngjarnt og það muni koma á daginn að þeir hafi víst staðið sína vakt. Í sjálfu sér er enginn að biðja um að ráðherrar puði puðsins vegna, því að ómarkvisst streð stjórnmálamanna er ekki endilega til góðs. Það er þekkt að sumir ráðherrar og raunar meiri- hluti þeirra á hverjum tíma verða aldrei herrar í sínu ráðuneyti hvað sem titli og bíl líður. Slíkir taka að sækjast mest eftir að fá klapp á kollinn frá „sínum embættismönnum,“ sem orða það vingjarnlega að sinn maður sé orðinn húsvanur. Fáist það hrós er það öruggt merki um að sá sami verði fljótlega til lítils nýtur fyrir almenning og muni gleymast fljótt eftir stuttan feril. Það er vissulega ekkert að því að fara varlega af stað og feta sig upp í aukið afl og aukinn hraða. Og það er örugglega skynsamlegt að fara í fyrsta gír lágadrifs yfir erfitt vað eða um grýtta braut. En sé ekið þannig um Miklubrautina um fimmleytið á föstudegi með allan skarann undrandi og loks illan á eftir sér verður að vísu ekki deilt um hver hafi forystuna og að varúðar sé gætt, en á hinn bóginn um flest annað. Lengi von á einum Kenneth Clarke ráðherra í bresku ríkisstjórninni hefur lengi verið lýst sem „fyrirferðarmikilli skepnu“ í skógi íhaldsins. Hann hefur gegnt fjölmörgum ráð- herraembættum allt frá ríkisstjórnarárum Margr- etar Thatcher og gerir það enn, þótt hann sé nú ráð- herra án ráðuneytis, eins og það er stundum kallað. Alla sína tíð hefur Clarke verið einna mestur ákafa- maður Breta um auknar valdheimildir Evrópusam- bandsins og um að Bretar köstuðu pundinu fyrir evru. Fram til þessa hefur hann þóst viss um að já- kvæð áhrif slíks skrefs réttlættu forræði Brussel- valdsins á sífellt fleiri málaflokkum á kostnað full- veldis aðildarríkjanna. Kenneth Clarke hefur verið frísklegur stjórnmálamaður og vaskur og ekki talið eftir sér að leggjast gegn straumi almenningsálitsins. Það vakti því mikla athygli þegar Clarke lýsti því yfir nýlega að nú væri kominn tími til að hætta að styðja viðleitni til sífellt þéttara Evrópusamstarfs, sem við- urkennt væri að enda myndi í evrópsku sam- bandsríki, þar sem þjóðríkin fengju stöðu fylkja. Annar mikill áhrifamaður breskur á hægri vængn- um, Norman Tebbit lávarður, sem var mjög hand- genginn frú Thatcher, telur pólitíska vendingu Clarks sanna að lengi sé von á einum. „En,“ sagði Tebbit „það er hængur á og sá er að „Húsbændur okkar í Brussel“ eru ósammála þessu. Annar hængur er sá að fráhvarf frá þessari stefnu gerði kröfu til að endurmeta sáttmála ESB frá byrjun til enda. Við það bætist að myntbandalagið er dæmt til að mistakast án stjórnmálalegs sambandsríkis, sem þýðir að án þess myndi það líða undir lok. Það yrði vafalaust mikill léttir fyrir Suður-Evrópu, sem hefur horft upp á eyðileggingu síns efnahagslífs, þegar evrunni hefur verið beitt til að knýja á um stjórnmálalega samein- ingu álfunnar, en á hinn bóginn yrði harkalega barist gegn slíkri þróun af ráðandi öflum í ESB.“ Auðvitað er gott að menn sjái einhvern tíma að sér og betra er seint en aldrei, þótt það sé stundum lítið betra. Hvernig fer? Fólkið í landinu telur með réttu eða röngu að ný rík- isstjórn hafi gert „hlé“ á störfum sínum í sumar. Sé það rétt hlýtur að vera óhætt að álykta að hún ætli sér að halda áfram störfum eftir þetta „hlé“ eða „hlé í bili“. Bréfritari var strákur með kaskeiti og vísaði til sætis í Austurbæjarbíói í tvö ár. Þegar gert var hlé á kvikmyndasýningum þar var farið fram í poppkorn og sætan drykk eða annarra erinda og svo var haldið áfram að horfa. Hvorugur ríkisstjórnarflokkanna lof- aði þess háttar hléi fyrir kosningar, enda hefði það ekki verið í samræmi við ályktanir flokkanna og vilja kjósenda þeirra (með örfáum undantekningum). Hvers vegna leiðtogar flokkanna tóku vandræða- gang, sem eingöngu á eftir að versna, fram yfir heil- indi við sína kjósendur er ekki vitað. Kannski fæst svar við því eftir hlé. Morgunblaðið/Árni Sæberg *Ný ríkisstjórn í landinu nálg-aðist breytta stefnu í aðild-armálinu með einkar óheppilegum hætti og hefur það dregið mjög úr tiltrú á henni og trausti á fyrstu metrunum Djúpavík í kvöldsól 11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.