Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 57
11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Íslendingar hafa ekki séð mikið af færeyskum skáldsögum en nú kemur út í kilju skáldsagan Glansmyndasafnararnir eftir Færeyinginn Jóanes Nielsen. Þetta er stórgóð, áhrifamikil og vel skrifuð skáldsaga um nokkra skólafélaga og ólík ör- lög þeirra. Í byrjun er lesand- anum gert ljóst að aðalpersón- urnar eru látnar. Ein þeirra varð stjórnmálaður og dó, eins og höfundur orðar það „úr veiki sem bannað er að deyja úr í Færeyjum“. Inn í frásögnina fléttast lýsingar á breytingum á færeysku samfélagi. Ísland kem- ur nokkuð við sögu í bókinni. Glansmyndasafnararnir hef- ur vakið mikla athygli og fengið mjög góða dóma. Góð sending frá Færeyjum Skáldsagan Maður sem heitir Ove eftir sænska rithöfundinn Fredrik Backman hefur svo sannarlega verið sumarsmell- urinn í ár. Bókin kom út um miðjan júni og var tíu dögum síðar komin í efsta sæti á metsölulistum og hefur verið þar síðan – varð að vísu að gefa fyrsta sætið eftir til Jo Nesbø í þessari viku. Útgefandinn hef- ur þurft að endurprenta bókina hvað eftir annað til að geta sinnt allri þessari eft- irspurn. Hinn beiski og hornótti Ove hef- ur heillað lesendur til sjávar og sveita og vakið upp tilfinningar af öllu tagi. Á vef Bókasafns Ölfuss má til dæmis sjá eft- irfarandi ummæli frá þakklátum lesanda: „Hreinn unaður frá upphafi til enda, ein af þessum bókum sem á ekki að enda og þegar hún gerir það þá fyllist maður svo- lítilli sorg og heilmiklu þakklæti fyrir sam- fylgdina.“ Þeir sem kjósa hjartnæma en um leið fyndna sumarlesningu ættu ekki að missa af Ove sem gleymist ekki svo glatt. Maður sem heitir Ove hefur slegið rækilega í gegn enda bæði hjartnæm og fyndin. SUMARSMELLUR ÁRSINS Steingrímur Sigurgeirsson mun halda áfram ötulu starfi sínu við að auka á vínþekkingu landsmanna með bók sinni Vín – frá þrúgu í glas en hún er væntanleg í verslanir um næstu mánaðamót. Steingrímur hóf að rita greinar um vín í Morgunblaðið árið 1989 og síðar greinar um mat og veitingahús. Hann er höfundur bókarinnar Heimur vínsins sem kom út árið 2000 og hefur einnig ritað fjölmargar greinar í innlend sem erlend tímarit um vín og vínmenn- ingu. Þeir sem hafa unun af að drekka eðalvín – náttúrlega í hófi eins og vera skal – munu fagna útkomu þessarar bókar, enda alltaf gagnlegt að fá ráðleggingar frá fagmönnum. STEINGRÍMUR SKRIFAR UM VÍN Vín – frá þrúgu í glas er bók sem Steingrímur Sigurgeirsson skrifar og kemur út um mánaðamótin. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um vinsældir Dan Brown en heimsbyggðín sækir í bækur hans. Nýjasta bókin er Inferno. Robert Langdon táknfræðingur vaknar á spítala og veit ekki hvernig hann lenti þar. Vita- skuld er hann samstundis kom- inn á æðisgenginn flótta um Flórens ásamt ungri konu. Þetta er ekki ein af bestu bókum Dan Brown en aðdá- endur höfundarins fá samt dá- góðan skammt af spennu. Robert Langdon enn á flótta Spenna og fær- eyskur raun- veruleiki NÝJAR BÆKUR NÝ BÓK FRÁ DAN BROWN SÆTIR ALLTAF TÍÐ- INDUM OG SPENNUFÍKLAR FAGNA. BÓK- MENNTAUNNENDUR ÆTTU EKKI AÐ MISSA AF GÆÐASKÁLDSÖGU FRÁ FÆREYJUM. BÓK SEM ER Á MÖRKUM SAGNFRÆÐI OG SKÁLDSKAPAR ER KOMIN ÚT OG EINNIG NÝ BARNABÓK EFTIR ÍSLENSKAN HÖFUND. Sérðu harm minn, sumarnótt? er skáldsaga eftir Bjarka Bjarnason. Þetta er verk sem er á mörkum skáldskapar og sagnfræði, ættarsaga og saga þjóðar á umbrotatímum. Þar er spurt ýmissa spurning, þar á meðal þessara: Var huldukonan í steininum til í raun og veru? Getur lífið haldið áfram eftir þung högg dauðans? Hafa rottur vit á bók- menntum? Ættarsaga og saga þjóðar Barnabækur koma ekki margar út á þessum árstíma en Gummi og dvergurinn úrilli er ný barnabók eftir Dag- björtu Ásgeirsdóttur með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson. Þetta er önnur bókin í bókaröðinni um Gumma og Rebba sem lenda í ævintýrum, stundum hættulegum, í sveitinni hjá afa og ömmu. Í sögunni kynnast lesendur tveimur dvergum, öðrum úrillum en hinn er ljúf og góð dvergakona. Hættuleg ævintýri í sveitinni *Heimurinn er góður staður og þessvirði að fyrir hann sé barist.Ernest Hemingway BÓKSALA 31. JÚLÍ - 6. ÁGÚST Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Leðurblakan - kiljaJo Nesbo 2 Maður sem heitir Ove - kiljaFrederik Backman 3 Iceland small world-small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 4 InfernoDan Brown 5 Áður en ég sofna - kiljaS.J.Watson 6 Hún er Horfin - kiljaGillian Flynn 7 Rósablaðaströndin - kiljaDorothy Koomson 8 Iceland small world-large ed.Sigurgeir Sigurjónsson 9 I was HereKristján Ingi 10 Lost in Iceland mini enskSigurgeir Sigurjónsson Kiljur 1 LeðurblakanJo Nesbo 2 Maður sem heitir OveFrederik Backman 3 InfernoDan Brown 4 Áður en ég sofnaS.J.Watso 5 Hún er horfinGillian Flynn 6 RósablaðaströndinDorothy Koomson 7 Anna frá StóruborgJón Trausti 8 Ærlegi lærlingurinnVikas Swarup 9 Dagar í sögu þagnarinnarMerethe Lindstrom 10 Ekki þessi týpaBjörg Magnúsdóttir MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Aldrei verður ágirnd södd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.