Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Side 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Side 57
11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Íslendingar hafa ekki séð mikið af færeyskum skáldsögum en nú kemur út í kilju skáldsagan Glansmyndasafnararnir eftir Færeyinginn Jóanes Nielsen. Þetta er stórgóð, áhrifamikil og vel skrifuð skáldsaga um nokkra skólafélaga og ólík ör- lög þeirra. Í byrjun er lesand- anum gert ljóst að aðalpersón- urnar eru látnar. Ein þeirra varð stjórnmálaður og dó, eins og höfundur orðar það „úr veiki sem bannað er að deyja úr í Færeyjum“. Inn í frásögnina fléttast lýsingar á breytingum á færeysku samfélagi. Ísland kem- ur nokkuð við sögu í bókinni. Glansmyndasafnararnir hef- ur vakið mikla athygli og fengið mjög góða dóma. Góð sending frá Færeyjum Skáldsagan Maður sem heitir Ove eftir sænska rithöfundinn Fredrik Backman hefur svo sannarlega verið sumarsmell- urinn í ár. Bókin kom út um miðjan júni og var tíu dögum síðar komin í efsta sæti á metsölulistum og hefur verið þar síðan – varð að vísu að gefa fyrsta sætið eftir til Jo Nesbø í þessari viku. Útgefandinn hef- ur þurft að endurprenta bókina hvað eftir annað til að geta sinnt allri þessari eft- irspurn. Hinn beiski og hornótti Ove hef- ur heillað lesendur til sjávar og sveita og vakið upp tilfinningar af öllu tagi. Á vef Bókasafns Ölfuss má til dæmis sjá eft- irfarandi ummæli frá þakklátum lesanda: „Hreinn unaður frá upphafi til enda, ein af þessum bókum sem á ekki að enda og þegar hún gerir það þá fyllist maður svo- lítilli sorg og heilmiklu þakklæti fyrir sam- fylgdina.“ Þeir sem kjósa hjartnæma en um leið fyndna sumarlesningu ættu ekki að missa af Ove sem gleymist ekki svo glatt. Maður sem heitir Ove hefur slegið rækilega í gegn enda bæði hjartnæm og fyndin. SUMARSMELLUR ÁRSINS Steingrímur Sigurgeirsson mun halda áfram ötulu starfi sínu við að auka á vínþekkingu landsmanna með bók sinni Vín – frá þrúgu í glas en hún er væntanleg í verslanir um næstu mánaðamót. Steingrímur hóf að rita greinar um vín í Morgunblaðið árið 1989 og síðar greinar um mat og veitingahús. Hann er höfundur bókarinnar Heimur vínsins sem kom út árið 2000 og hefur einnig ritað fjölmargar greinar í innlend sem erlend tímarit um vín og vínmenn- ingu. Þeir sem hafa unun af að drekka eðalvín – náttúrlega í hófi eins og vera skal – munu fagna útkomu þessarar bókar, enda alltaf gagnlegt að fá ráðleggingar frá fagmönnum. STEINGRÍMUR SKRIFAR UM VÍN Vín – frá þrúgu í glas er bók sem Steingrímur Sigurgeirsson skrifar og kemur út um mánaðamótin. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um vinsældir Dan Brown en heimsbyggðín sækir í bækur hans. Nýjasta bókin er Inferno. Robert Langdon táknfræðingur vaknar á spítala og veit ekki hvernig hann lenti þar. Vita- skuld er hann samstundis kom- inn á æðisgenginn flótta um Flórens ásamt ungri konu. Þetta er ekki ein af bestu bókum Dan Brown en aðdá- endur höfundarins fá samt dá- góðan skammt af spennu. Robert Langdon enn á flótta Spenna og fær- eyskur raun- veruleiki NÝJAR BÆKUR NÝ BÓK FRÁ DAN BROWN SÆTIR ALLTAF TÍÐ- INDUM OG SPENNUFÍKLAR FAGNA. BÓK- MENNTAUNNENDUR ÆTTU EKKI AÐ MISSA AF GÆÐASKÁLDSÖGU FRÁ FÆREYJUM. BÓK SEM ER Á MÖRKUM SAGNFRÆÐI OG SKÁLDSKAPAR ER KOMIN ÚT OG EINNIG NÝ BARNABÓK EFTIR ÍSLENSKAN HÖFUND. Sérðu harm minn, sumarnótt? er skáldsaga eftir Bjarka Bjarnason. Þetta er verk sem er á mörkum skáldskapar og sagnfræði, ættarsaga og saga þjóðar á umbrotatímum. Þar er spurt ýmissa spurning, þar á meðal þessara: Var huldukonan í steininum til í raun og veru? Getur lífið haldið áfram eftir þung högg dauðans? Hafa rottur vit á bók- menntum? Ættarsaga og saga þjóðar Barnabækur koma ekki margar út á þessum árstíma en Gummi og dvergurinn úrilli er ný barnabók eftir Dag- björtu Ásgeirsdóttur með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson. Þetta er önnur bókin í bókaröðinni um Gumma og Rebba sem lenda í ævintýrum, stundum hættulegum, í sveitinni hjá afa og ömmu. Í sögunni kynnast lesendur tveimur dvergum, öðrum úrillum en hinn er ljúf og góð dvergakona. Hættuleg ævintýri í sveitinni *Heimurinn er góður staður og þessvirði að fyrir hann sé barist.Ernest Hemingway BÓKSALA 31. JÚLÍ - 6. ÁGÚST Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Leðurblakan - kiljaJo Nesbo 2 Maður sem heitir Ove - kiljaFrederik Backman 3 Iceland small world-small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 4 InfernoDan Brown 5 Áður en ég sofna - kiljaS.J.Watson 6 Hún er Horfin - kiljaGillian Flynn 7 Rósablaðaströndin - kiljaDorothy Koomson 8 Iceland small world-large ed.Sigurgeir Sigurjónsson 9 I was HereKristján Ingi 10 Lost in Iceland mini enskSigurgeir Sigurjónsson Kiljur 1 LeðurblakanJo Nesbo 2 Maður sem heitir OveFrederik Backman 3 InfernoDan Brown 4 Áður en ég sofnaS.J.Watso 5 Hún er horfinGillian Flynn 6 RósablaðaströndinDorothy Koomson 7 Anna frá StóruborgJón Trausti 8 Ærlegi lærlingurinnVikas Swarup 9 Dagar í sögu þagnarinnarMerethe Lindstrom 10 Ekki þessi týpaBjörg Magnúsdóttir MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Aldrei verður ágirnd södd.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.