Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013
Gleði og sorg. Hvor sín hliðin á
sama peningnum sem okkur er út-
hlutað við upphaf þessa ævintýris
sem við köllum líf.
„Við komumst býsna fljótt að
því á lífsleiðinni að sorgin gleymir
engum,“ segir séra Jóna Hrönn
Bolladóttir í fróðlegri grein í
Sunnudagsblaðinu í dag um birt-
ingarmyndir sorgarinnar á sam-
skiptavefnum Snjáldru, sem við
Íslendingar höfum af rislítilli upp-
gjöf fellt okkur við að kalla Fés-
bók, ellegar Facebook.
Í greininni lýsa þrír ein-
staklingar, sem allir eiga það sam-
eiginlegt að hafa misst maka sinn,
reynslu sinni af samskiptum við
fólk á Snjáldrunni eftir að áfallið
reið yfir. Þykir þeim samskipta-
vefurinn hafa mun fleiri kosti en
galla í þessu sambandi, til að
mynda gefa fólki sem ekki stend-
ur nægilega nálægt syrgjendum
til að hringja tækifæri til að koma
skilaboðum á framfæri. Mögulega
skilaboðum sem mikill styrkur er í
fólginn. Einn viðmælenda, Þór-
unn Erna Clausen, bendir á, að
þessi úrvinnsluleið hafi ekki síst
kosti fyrir þá sem missa ástvini
skyndilega.
Gleðin fær að sjálfsögðu sitt
rými í blaði dagsins enda ein
helsta gleðihelgi ársins í garð
gengin, þegar þjóðin, að fáeinum
kredduþrælum undanskildum,
fagnar þeim mikla árangri sem
náðst hefur í baráttu samkyn-
hneigðra fyrir fullum mannrétt-
indum. Gleðiganga Hinsegin daga
er einn af hápunktum mannlífsins
í höfuðborginni á hverju sumri og
væntanlega verður hvergi slegið
af að þessu sinni. Gefum viðmæl-
anda blaðsins, Kiddu rokk, orðið:
„Á þessum degi er ég meyr og ég
labba niður Laugaveginn með tár-
in í augunum. Þarna finn ég þetta
djúpa þakklæti, þakklæti fyrir að
vera Íslendingur og þakklæti
gagnvart fólki.“
RABB
Í blíðu og stríðu
Orri Páll Ormarsson
Hundurinn, besti vinur mannsins – a.m.k. þar til farsíminn var fundinn upp – vísar gjarnan veginn, sumar, vetur, vor og haust, í ljósi sem skugga, sól sem
hríðarbyl. Hundinum finnst hugsanlega ekki síður gaman að fara á ströndina en mannskepnunni, líklega fremur þó til leiks en sólbaðs, en hefur reyndar
ekki gefið neina yfirlýsingu þar um svo vitað sé. Vel má því vera að honum þyki ekki sem verst að sleikja sólina. Fari húsbóndinn til sólbaðs á suðlægari
ströndum kemur að vísu babb í bátinn; vinurinn verður að bíða heima á meðan, í það minnsta kjósi húsbóndinn að njóta áfram nærveru við dýrið þegar
heim kemur á ný. Sumir sýna þess vegna biðlund og nota tækifærið til að bregða sér á ströndina með hundinn sinn, þegar almættið gerir loks svo vel að
varpa geislum sólarinnar yfir borgarhorn landsins bláa. Vinirnir á myndinni röltu um Langasand á Akranesi í vikunni. skapti@mbl.is
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/Eggert
Á SÓLRÍKRI STRÖND
KULDABOLI HEFUR BITIÐ Í NEF OG EYRU SUNNLENDINGA MIKINN HLUTA SUMARS. FERÐIR TIL SUÐLÆGRA
LANDA HAFA RUNNIÐ ÚT SEM HEITAR LUMMUR AÐ SÖGN FÓLKS Í FERÐABRANSANUM OG ÞAÐ SKILJANLEGA.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Stofutónleikar með Sigríði Ósk
Kristjánsdóttur mezzósópran og
Hrönn Þráinsdóttur á píanó.
Hvar? Á Gljúfrasteini.
Hvenær? Sunnudaginn 11. ágúst kl.
16:00.
Nánar: Flutt verða verk eftir Haydn,
Purcell og Ravel.
Tónleikar á Gljúfrasteini
Hvað? Í tilefni Hinseg-
in Daga er Regnbo-
gahátið fjölskyldunnar.
Hvar? Viðey.
Hvenær? Sunnudag-
inn 11. ágúst kl. 14:30.
Nánar: Ferjan siglir frá Skarfabakka í
Sundahöfn frá 11:30-17:15.
Regnbogahátíð
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn
mikli.
Hvar? Dalvík.
Hvenær? 8.-11. ágúst 2013.
Nánar: Boðið verður upp á dýrindis
fiskrétti laugardaginn 10. ágúst frá 11:00
til 17:00.
Fiskidagurinn mikli
Hvað? Leiðsögn um sýningu Eiríks
Smith, Tilvist, í fylgd með Ólöfu K. Sig-
urðardóttur sýningarstjóra.
Hvar? Í Hafnarborg.
Hvenær? Sunnudaginn 11. ágúst kl.
15:00.
Nánar: Á sýningunni er mörg af þekkt-
ustu verkum Eiríks.
Eiríkur Smith
Hvað? Finnski kammerkórinn
Navichorus.
Hvar? Langholtskirkju.
Hvenær? 10. ágúst kl. 18:00
Nánar: Aðgangur ókeypis.
Finnskur kammerkór
* Forsíðumyndina tók Árni Sæberg