Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 50
Í byrjun nóvember 1942 brotlenti bandarísk herflutningavél af gerð- inni C-53 á Grænlandsjökli. Nokkr- ar B-17 björgunarvélar voru gerðar út til að finna flakið og fjórum dögum síðar hreppti ein þeirra aftaka- veður og fórst. Þótt ótrúlegt megi virðast lifði öll áhöfnin, níu manns, slysið af og gat gert vart við sig. Bandaríski herinn hratt því af stað öðrum björgunarleið- angri. Að þessu sinni fór sjóflugvél af gerðinni Gramman J2F Duck í loftið til að freista þess að sækja níumenningana. Veðurguðirnir voru þeirri vél ekki heldur hliðhollir og gufaði hún hreinlega upp. Áhöfn B-17 vélarinnar hafðist við á jöklinum í 148 daga áður en leiðangur undir stjórn hins kunna heimskautakappa Bernts Balchens kom henni til bjargar. Þótti afrek mannanna ótrúlegt enda fimbulkuldi á Grænlandsjökli á þessum tíma árs. Þá voru vistir af skornum skammti. Lesa má um þetta frækilega afrek í nýrri bók eftir bandaríska verðlaunahöf- undinn Mitchell Zuckoff, Frozen in Time. Ekkert spurðist á hinn bóginn til Duck- vélarinnar í sjö áratugi. Það var ekki fyrr en á síðasta ári að leiðangri á vegum bandarísku strandgæslunnar tókst að stað- setja flakið með hjálp fullkominna rat- sjártækja á um 11 metra dýpi í jöklinum. Menn fóru strax að leggja á ráðin um björgun vélarinnar og sett var saman teymi átján manna sem á dögunum hélt til Grænlands til að ná henni upp úr ísn- um. Áætlað er að verkið taki hálfan annan mánuð. Þess má geta að téður Zuckoff var þátttakandi í leiðangrinum í fyrra. Alþjóðaflugvöllur í Kulusuk Bandaríska strandgæslan hafði samband við Landhelgisgæsluna hér heima og bað hana að aðstoða sig við að flytja fólk og frakt á staðinn. Brást Gæslan vel við þeirri beiðni og sendi þyrlu sína, TF-Líf, á vettvang. Kom hún til Kulusuk að morgni þriðju- dagsins 30. júlí. Þrír voru í áhöfn, flug- mennirnir Björn Brekkan og Brynhildur Bjartmarz og flugvirkinn Hrannar Sig- Að snerta fortíðina ÞYRLA LANDHELGISGÆSLUNNAR, TF-LÍF, TÓK AÐ SÉR ÓVENJULEGT VERKEFNI Á DÖGUNUM – AÐ FLYTJA FÓLK OG FRAKT UPP Á GRÆNLANDSJÖKUL. TILGANGURINN MEÐ LEIÐANGRINUM ER AÐ GRAFA UPP BANDARÍSKA FLUGVÉL SEM FÓRST Á JÖKLINUM Í HEIMSSTYRJÖLDINNI SÍÐARI. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is TF-Líf lent á jöklinum og leiðangursmenn huga að búnaði sínum. Framundan er löng dvöl. 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.