Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 19
lána peninginn í stað þess að gefa hann, því mennirnir eða stór- fjölskyldan yrði fljót að eyða pen- ingunum. Guðný ákvað því að stofna örlánasjóð sem fékk nafnið „Dignity“ eða reisn á íslensku. Ör- lánasjóðurinn vikar þannig að kon- urnar fá ákveðna upphæð að láni vaxtalaust sem þær geta notað til þess að hefja einfaldan atvinnu- rekstur. Konurnar greiða pen- ingana svo til baka í nokkrum greiðslum. Þegar konurnar eru búnar að greiða af láninu geta þær fengið lánað aftur til þess að bæta við stofninn í fyrirtækinu. Til þess að fá lánið þurfa kon- urnar að vera í litlum hópi með gjaldkera og formann og tilkynna hópinn til lögreglunnar. Gjaldker- inn ber svo ábyrgð á sínum hóp. Konurnar koma 12 til 50 í hóp og ræða við Guðnýju og skrif- stofukonuna Katy. Konurnar fá um 5.000 krónur hver til þess að stofna einhverskonar rekstur. Gyðný segir að þær kaupi ýmislegt fyrir peningana sem hægt sé að græða á þarna úti. Til dæmis kaupa þær lítið eldstæði, pott og olíu og steikja kartöflusneiðar eða bananasneiðar og selja. Sumar hafa keypt maíssekki þegar þeir eru ódýrir og selt þá aftur þegar verðlagið hefur hækkað, einhver stofnaði sápugerðarrekstur og svo mætti lengi telja. Guðný segir þetta verkefni hafa gengið vonum framar og séu konurnar mjög ánægðar með þetta, enda hafi það verið nánast ómögulegt fyrir þær að verða sér úti um stofnfé áður en að Dignity-sjóðurinn kom til sögunnar. Nú er verkefnið búið að vera í gangi í þrjú ár og er 361 kona að nýta sér örlánin og fleiri á biðlista. Guðný segir að konurnar hafi nánast undantekningarlaust staðið í skilum. „Þetta er yndislegt verkefni og hefur gefið konunum nýja von, nú langar mig bara til þess að fara lengra með það,“ seg- ir Guðný. Eilífðarverkefni fyrir stórhuga Guðný og Hinrik vilja byggja stærri skóla, auka fjölbreytnina í skólanum, fara lengra með Dig- nity-sjóðinn, koma upp heilsugæslu og foreldrafræðslu svo fátt eitt sé nefnt. Guðný segir að ekki vanti hugmyndirnar og þörfin sé mikil á svæðinu og með guðs hjálp takist þeim vonandi að byggja svæðið hægt og rólega upp. Í haust er hópur frá Íslandi að koma út til þess að aðstoða þau og á meðal þeirra er hjúkrunarfræðingur sem hefur unnið í mörgum þróun- arlöndum. Guðný ætlar að fá hjúkrunarfræðinginn með sér í það að kenna Dignity-konunum heilsu- fræði og hreinlæti, um sjúkdóma og mataræði. Guðný segir mikla þörf vera á slíkri fræðslu þar sem fólk í Búrkína Fasó viti ekki hvað hægt sé að nota mikið af auðlind- um landsins í lækningaskyni. Guðný og Hinrik eru búin að sækja um styrk til þess að byggja hús með þremur stofum næsta vet- ur sem á að rúma heilsugæslu, saumastofu og kennslustofu fyrir fullorðinsfræðslu. Mikið ólæsi er á meðal foreldranna á svæðinu og vilja Guðný og Hinrik bæta úr því. Guðný segir þetta vera eilífð- arverkefni því þörfin sé mikil í Bóbó líkt og alls staðar í Búrkína Fasó, þau ætli því að halda áfram að vinna að uppbyggingu á svæð- inu svo lengi sem þau hafi heilsu til. málakvenna sem hefðu lofað öllu fögru en ekki staðið við neitt. Guðný segir konurnar þarna úti vera í mikilli neyð því þær eigi oft ekki fyrir mat og þurfi að sjá fyrir stórum fjölskyldum. Þegar Guðný kom heim til Íslands um vorið fór hún að sækja um fjármagn fyrir þetta nýja verkefni. Hún leitaði til hinna ýmsu fyrirtækja og hjálp- arstofnana en kom alls staðar að lokuðum dyrum. Hún leitaði til kirkjunnar sinnar og fjölskyld- unnar og tókst að safna hálfri milljón sem hún fór með út um haustið. Fyrst ætlaði hún að gefa kon- unum peningana sem hún hafði safnað en ákvað að ráðfæra sig við skrifstofukonuna og matráðskon- una fyrst. Þær ráðlögðu henni að Betra er að flýta sér, ekki má koma of seint í röðina. Guðný Ragnhildur og Hinrik hafa breytt lífi margra barna í Bósó. *Draumur Guðnýjar hafðialltaf verið að hjálpa börnum og konum í Afríku Stoltir nemar með nýju skólatöskurnar sínar. Þær eru ekki sjálfgefinn gripur. eru með ýmis verkefni á prjón- unum. Þau eru að reyna að safna fjármagni fyrir fleiri verkefnum, þar á meðal verkmenntaskóla þar sem kennd yrði hagnýt iðn, til dæmis smíði, saumaskapur, bíla- viðgerðir eða hjólaviðgerðir. Regl- urnar í Búrkína Fasó eru þannig að ef barnið nær ekki prófum að vori þarf það að sitja í sama bekk aftur. Þetta gerir það að verkum að oft eru krakkar innan um smá- börn og segir Guðný það mikla niðurlægingu fyrir þá. Þau hafa ekki fjármagn til þess að sinna sérkennslu og vilja þau því setja upp þennan verkmenntaskóla, til þess að auka atvinnumöguleika þeirra barna sem geta ekki lært á bókina. Guðný segir þessi hjálp- arsamtök í Englandi mikla guðs blessun því þau hafi hjálpað þeim mikið og ætli einnig að aðstoða þau við að koma upp verkmennta- skólanum. Í haust kemur fólk úr hjálparsamtökunum með allskonar tæki og tól og ætlar að þjálfa fólk í að kenna krökkunum á tækin. „Okkur langar líka til þess að byggja gagnfræðaskóla á skólalóð- inni en kennararnir hafa lagt hart að okkur að reyna að fá ABC til þess að styrkja það. Kennararnir vilja geta fylgt nemendunum úr hlaði og séð til þess að þeir fái gott atlæti,“ segir Guðný. Með fullri reisn Draumur Guðnýjar hafði alltaf ver- ið að hjálpa börnum og konum í Afríku. Þegar hjálparstarfið fyrir börnin var komið á skrið höfðu mæður barnanna í skólanum sam- band við Guðnýju og báðu hana um aðstoð. Guðný vissi ekki hvað hún var að fara út í en var mjög spennt. Hún fór á fund með þess- um 130 konum undir stóru man- gótré og í ljós kom að þær vildu fá fjárhagslega aðstoð. Þær sögðust hafa leitað til hinna ýmsu stjórn- 11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.