Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013
Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415
www.tonabudin.is
Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340
www.hljodfaerahusid.is
Yamaha píanó og flyglar
með og án “silent” búnaðar.
Áratuga góð reynsla gerir
Yamaha að augljósum kosti
þegar vanda skal valið.
Veldu gæði,
veldu
með tilliti til sauðfjárræktar. Rann-
sóknirnar voru fjölbreyttar og með-
al annars var unnið við mælingar á
túnum, kannað hvaða fræ væri best
að nota og hvaða útbreiðsluaðferðir
og áburður hentuðu best. Það var
Jonathan Motzfeldt sem átti hug-
myndina að þessum rannsóknum.
Eins og svo margir vissi ég lítið
sem ekkert um Grænland áður en
ég kom þangað. Stundum er sagt að
þeir sem koma til Grænlands fái
Grænlandsveikina. Það átti við um
mig. Jonathan sagði að ég hefði
verið bitin af vitlausum Grænlend-
ingi. Í þessari fimm ára sumarvinnu
eignaðist ég vini og bönd mín við
Grænland styrktust. Árið 1990 var
mér boðið í vikuferð til Grænlands
á 75 ára afmælishátíð Búnaðarsam-
taka Suður-Grænlands. Þar var Jo-
nathan sem ég hafði reyndar hitt
áður en þá var hann giftur danskri
konu með tvö börn. Nú var hann
laus og liðugur og jú, ég var liðug.
Þarna gerðist eitthvað.“
Annað hvort eða ...
Var þetta mikil ást?
,,Heldur betur! Ég var 39 ára, í
góðri vinnu og átti fjölskyldu og
vini hér á landi sem ég tengdist
sterkum böndum. Ég hefði sjálfsagt
stokkið samstundis út í hjónaband
ef ég hefði verið rúmlega tvítug, en
ég tók mér langan umhugs-
unarfrest. Jonathan kom oft í heim-
sókn hingað til lands og í apríl 1992
fórum við út á Laugarnestanga sem
hefur alltaf verið einn af mínum
uppáhaldsstöðum því þar er allt
annar heimur en annars staðar í
Reykjavík. Jonathan sagði við mig:
Nú er það annað hvort eða ... Ég
sagði já og þegar ég segi já þá
meina ég það. Við giftum okkur
sama ár og þegar kom að undirbún-
K
ristjana Motzfeldt
fluttist til Grænlands
árið 1992 þegar hún
giftist Jonathan Motz-
feldt. Hann hefur ver-
ið kallaður landsfaðir Grænlands,
barðist ötullega fyrir réttindum
Grænlendinga og var formaður
grænlensku landstjórnarinnar.
Hann lést árið 2010. Kristjana býr
enn á Grænlandi en hyggst setjast
að á Íslandi í náinni framtíð.
Kristjana er spurð um fyrstu
kynni sín af Grænlandi og segir:
,,Ég kom fyrst til Grænlands árið
1973 í stutta skemmtiferð ásamt
vinnufélögum frá Hótel Sögu þar
sem ég vann í gestamóttökunni.
Þegar ég vann síðan á Rannsókn-
arstofnun landbúnaðarins fór ég
ásamt fleirum til Suður-Grænlands
sumarið 1977 og vann þar í fimm
sumur við að kortleggja gróður á
Suður-Grænlandi, meðal annars
ingi brúðkaupsins sagði Jonathan:
Det skal være folkefest. Við giftum
okkur í Hvalseyjarkirkju við Ein-
arsfjörð á Suður-Grænlandi og
bjuggum í Nuuk.“
Hvernig maður var Jonathan?
,,Í bók sem var skrifuð um hann
þar sem rætt var við hann sjálfan,
fjölskyldu hans og samferðarmenn
hans sagði ég að Jonathan væri
sameiginleg eign. Höfundur bók-
arinnar gerði mikið úr þeim orðum
mínum. Jonathan var á stöðugum
ferðum út um allt og fyrri eiginkona
hans sagði að ferðadagarnir væru
200 á ári. Hann kynntist óhemju
mörgum á þessum miklu ferðalög-
um. Grænlendingar hafa hann í
miklum metum og mér finnst dálæti
þeirra á honum bara hafa aukist
eftir dauða hans. Hann var lengi á
toppnum í pólitíkinni og það er kalt
á toppnum. Ég upplifði aldrei að
hann stundaði klæki eins og svo
margir stjórnmálamenn. Maður
vissi alltaf hvar maður hafði hann.
Þegar ég játaðist honum á sínum
tíma var það vegna þess að ég sá
fyrir framan mig heiðarlegan mann.
Hann var mikil manneskja og
óskaplega hlýr en hafði skap og
gaus. Eina skiptið sem ég sá hann
óöruggan var þegar hann kom í
fyrsta sinn heim til móður minnar.
Mamma fór að spá í bolla fyrir
tveimur vinkonum mínum sem voru
í heimsókn og svo kom að bolla Jo-
nathans og hún sagði: Ég get eig-
inlega ekkert sagt nema eitt, Jonat-
han: þú ert eins og eldfjall, þú gýst
og svo er það búið. Nákvæmlega
þannig var hann. Hann var frægur
fyrir að reka starfsfólk ef það fauk í
hann þegar hann var í gleðskap eða
boðum. Sumir voru reknir mörgum
sinnum. Svo var allt gleymt daginn
eftir og enginn missti vinnuna.“
Stökk út í
djúpu laugina
KRISTJANA MOTZFELDT HYGGST FLYTJA HEIM TIL ÍSLANDS
EFTIR LANGA BÚSETU Á GRÆNLANDI. Í VIÐTALI RÆÐIR HÚN
UM GRÆNLAND OG HJÓNABANDIÐ MEÐ JONATHAN MOTZ-
FELDT, EN HANN LÉST ÁRIÐ 2010.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Svipmynd