Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013
HEIMURINN
BRETLAND
LONDON Frá 2011 til 2012 fæddust fleiri
börn í Bretlandi en síðan árið 1972. Menn
þar í landi tala um barnabombu. 813.200
bresk börn fæddust þetta árið sem er
langmest í allri Evrópu. Fjöldi landsmanna
óx um 419.900 og eru Bretar núna 63,7
milljónir manna. Þeir eru þriðja fjölmenn-
asta þjóð Evrópu á eftir Frökkum og Þjóðverjum. En Frakkar eru
65,4 milljónir og Þjóðverjar eru 80,4 milljónir.
JEMEN
SANAA Bandaríkin lokuðu sendiráðum sínum í Jemen um
síðustu helgi og margar Evrópuþjóðir hvöttu landa sína til að
yfirgefa landið í vikunni vegna yfirvofandi
hryðjuverkaárásar. Á miðvikudag sagði
stjórn landsins frá því að sér hefði
tekist að koma í veg fyrir stóra og vel
skipulagða árás hryðjuverkamanna á
nokkrar borgir í landinu. Það eykur líkur
á því að Bandaríkin opni aftur sendiráð
sitt í landinu á næstu dögum.
TYRKLAND
ANKARA Í vikunni var fyrrverandi æðsti herfor-
ingi landsins dæmdur í fangelsi fyrir að hafa ætlað að
steypa stjórn landsins. Ríkisstjórn Erdogans þykir
hafa hert tökin á borgaralegum öflum í landinu og
nýtur flokkur hans
mikils stuðnings,
sérstaklega í aust-
urhluta landsins. En
borgaralega og verald-
lega sinnaðir Tyrkir
herðast í andstöðunni
við flokk hans.
TANZANÍA
ZANZIBAR Tvær 18 ára breskar
stúlkur sem unnu sem sjálfboðalið-
ar á Zanzibar urðu fyrir sýruárás
ókunnugra manna á fimmtudag.
Zanzibar er sögufræg eyja, hálf-
fullvalda ríki innan Tanzaníu, og
mjög vinsæl á meðal Vesturlanda-
búa. 99% heimamanna eru múslimar sem hafa tekið áhuga
Vesturlandabúanna fagnandi. Alvarlegir menningarárekstrar eru
mjög sjaldgæfir á eyjunni.
Gjarnan er talað um að
hver ekinn kílómetri kosti
samfélagið 17 krónur en
hver hjólaður kílómetri
spari samfélaginu 30 krónur.
Því er kannski ekki furða að
norðlægar þjóðir sem sam-
kvæmt mýtunni eru spar-
samar og séðar, eins og
Hollendingar og Danir,
séu fremstar í hjól-
reiðamálum. Í stór-
borgum einsog New
York og London er
mikil vakning hvað
hjólreiðar varð-
ar og hjólastígar
lagðir eins hratt
og mögulegt er og
átak í framboði á
leiguhjólum er í
gangi í báðum þess-
um borgum.
Það eru fleiri hjól en fólk íHollandi. Í umfjöllun BBCum málið var bent á að fram
að seinni heimsstyrjöldinni var
hjólið algjörlega ráðandi í Hollandi
en á sjötta og sjöunda áratugnum
varð sprenging þar, eins og annars
staðar í Evrópu, í bílaeign lands-
manna. En hjólið og bíllinn áttu
nokkur erfið ár í sambýli. Þannig
olli sókn bílsins til landsins því að
það varð gríðarleg aukning umferð-
arslysa í Hollandi. Árið 1971 dóu
yfir 3.000 manns á götunum og þar
af 450 börn.
Þetta varð til þess að mikil her-
ferð var sett í gang undir merkjum
slagorðsins: Stop de Kindermoord!
eða Hættið barnamorðum!
Aðgengi hjólreiðamanna varð
mun betra í framhaldinu og fólk fór
að hætta sér meir út á göturnar á
ný, þrátt fyrir að hafa aðeins
fótknúinn fararskjóta. Það gaf síð-
an hjólinu nokkurn vind í seglin
þegar olíukrísan varð árið 1973.
Menn sem annars vildu ekki hjólið
urðu að velja það. Í framhaldinu
fjárfesti ríkisstjórnin verulega mik-
ið í góðum stígum fyrir hjólreiða-
fólk. Hjólreiðastígar eru víðast
hvar ekki við bílagötur og menn
geta hjólað þær nokkuð öruggir um
líf sitt. Þessar góður aðstæður í
Hollandi spila stærstu rulluna í því
að í Hollandi eru 31,2% allra ferða
farnar á hjólum en næstu þjóðir á
eftir þeim eru Ungverjar og Danir,
en um 19% allra ferða þeirra eru
farnar á hjóli.
Kerfið hjálpar til
Ríkisstjórn Hollands hefur alltaf
hvatt til hjólreiða enda landið flatt
og heppilegt til þess. Í öllum skól-
um landsins eru skyldukúrsar fyrir
krakka um viðhald á hjólum. Ekki
ósvipað og þegar íslenska
ríkisstjórnin gerði sund-
kennslu að skyldu í skólum
landsins. Allir hollensku skól-
arnir hafa stæði fyrir hjól og í
sumum skólunum hjóla allt að
90% nemendanna í skólann.
Borgir Hollands eru misjafn-
lega vel undir þetta búnar en
Gröningen ku vera drauma-
borg hjólreiðamannsins en á
aðallestarstöðinni þar eru stæði
fyrir 10.000 hjól. Enda trónir
Gröningen á toppnum yfir
mestu hjólaborgir heims en
37% allra ferða eru farnar á
hjóli þar á bæ. Af átta mestu
hjólaborgum heims eru fimm
þeirra hollenskar. Það eru auk
Gröningen Zwolle (36%), Veenen-
daal (32%), Enschede (31%) og
Amsterdam (28%). Auk þessara
borga eru á topp átta listanum
þýska borgin Münster (36%) og svo
tvær danskar borgir, Kaupmanna-
höfn (32%) og Óðinsvé (26%).
En Ísland?
Á Íslandi hefur verið mikil aukning
í hjólreiðum. Hjólreiðar í Reykjavík
jukust um 1.000% á milli áranna
2001 og 2011. Samkvæmt tölum frá
því í október 2011 fara Reykvík-
ingar í 4,6% tilvika í ferðir sínar á
hjóli en árið 2001 var það talið vera
í 0,004% tilvika. Í Kaupmannahöfn
er hlutfallið 32%. Í samtali við
borgarfulltrúann Gísla Martein
Baldursson segir hann að það ótrú-
lega sé að 4,6% hlutfall ferða Reyk-
víkinga í dag á hjóli sé svipað og
var í Kaupmannahöfn árið 1972.
En hann telur að það myndi auka
mjög hjólreiðanotkun Reykvíkinga
ef líf hjólreiðamanna yrði gert auð-
veldara eins og er í Hollandi og
Danmörku. Gísli Marteinn lagði
fram í febrúar 2010 hjólaáætlun
Reykjavíkur fyrir borgarstjórn sem
var samþykkt einróma. Samkvæmt
áætluninni á að tífalda lengd hjóla-
stíga fram að 2020. Hann bendir
einnig á að 21% Vesturbæinga og
19% þeirra sem búa í Hlíðunum
segjast hjóla allan ársins hring í
dag.
Reynsla Hollendinga
Það áhugaverða er að það eru fá
slys á hjólreiðamönnum í Hollandi
þrátt fyrir hinn mikla fjölda manns
sem hjólar. Samt er ekki algengt
að sjá Hollendinga hjóla með
hjálma. Eða eins og segir í grein
BBC að ef hjólreiðamenn sjást með
hjálma í Hollandi er mjög líklegt
að um túrista sé að ræða. Það er
hugað að öryggi hjólreiðamanna
strax í skipulagningu hverfa og
umferðarmála og það er
mikilvægast.
Hjólreiðar
vinsælastar í
Hollandi
MÝTAN ER SÚ AÐ HJÓLREIÐAR SÉU VINSÆLLI Í HLÝRRI
LÖNDUM Á MEÐAN STAÐREYNDIN ER SÚ AÐ MESTU
HJÓLABORGIR HEIMS ERU Á NORÐURSLÓÐUM. BBC VELTI
ÞVÍ FYRIR SÉR Í VIKUNNI HVERS VEGNA Í ÓSKÖPUNUM
HJÓLIÐ VARÐ SVONA VINSÆLT Í HOLLANDI.
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
HVERS VEGNA HJÓL?
Í tilefni af því að um helgina fagna hommar, lesbíur sem og aðrir landsmenn Hinsegin dögum í Reykjavík er hér
mynd af hjólreiðamönnum að fagna Hinsegin dögum í Víetnam.
AFP
*Mig langar að hjóla!Freddie Mercury söngvari rokksveitarinnar Queen í laginu Bicycle Race.AlþjóðamálBÖRKUR GUNNARSSON
borkur@mbl.is