Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 53
11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Sýning á ljósmyndum Daní-
els Starrasonar og Magnúsar
Andersen verður opnuð
þann 10. ágúst klukkan 14 í
Populus Tremula á Akureyri en þeir
félagar sýna þar myndir sem þeir hafa
tekið af tónlistarfólki.
2
Ég fæ ekki af mér að flýja af
hólmi – Hinsegin fólk í máli
og mynd er yfirskrift sýn-
ingar sem hófst fyrir helgi á
Þjóðminjasafni Íslands og stendur yfir
til 25. nóvember. Þrettán ein-
staklingar, úr ólíkum áttum og á ýms-
um aldri, tjá skoðanir sínar og tilfinn-
ingar á sýningunni.
4
Hanna Þóra Guðbrands-
dóttir söngkona og Jón
Gunnar gítarleikari halda
tónleika í Akranesvita í dag,
11. ágúst, klukkan 15 og flytja þar
þekkt íslensk sönglög. Jafnframt er
þar sýning á verkum Ernu Hafnes.
5
Ingunn Ásdísardóttir, þjóð-
fræðingur og þýðandi, leiðir
gesti um sýninguna Sagna-
brunnur – Ásmundur og
bókmenntir klukkan 15 í dag, sunnu-
dag 11. ágúst. Ingunn skoðar um 20
höggmyndir Ásmundarsafns sem eru í
eigu Listasafns Reykjavíkur en allar
vísa þær á einhvern máta í bók-
menntir.
3
Tríó Gríma, skipað þeim
Huldu Jónsdóttur á fiðlu,
Ragnari Jónssyni á selló og
Jane Ade Sutarjo á píanó, flytja
verk Edvards Grieg og Justins Dello
Joio í Salnum, Kópavogi, klukkan 20 í
kvöld, sunnudagskvöld.
MÆLT MEÐ
1
E
ndurbætur á friðlýstum kirkjum
voru forgangsmál við úthlutun
styrkja úr Húsafriðunarsjóði á
þessu ári. Nú er unnið að end-
urbótum á Keflavíkurkirkju.
Hún er byggð árið 1913 og er ætlunin að
innandyra verði hún færð til upprunalegs
horfs. Verkefni þetta fékk alls átta millj.
kr. styrk. „Kirkjan í Keflavík á sér merka
sögu og oft talað um hana, Hafnarfjarð-
arkirkju og Búðakirkju á Fáskrúðsfirði
sem þríeyki; allar teiknaðar af Rögnvaldi
Ólafssyni sem kunnur er sem fyrsti ís-
lenski arkitektinn,“ segir Pétur Ármanns-
son.
Ámóta háir styrkir voru veittir til end-
urbyggingar kirknanna á Hofi á Höfð-
aströnd, Viðvík og Þykkvabæjarklaust-
urskirkju í Álftaveri. Allar eru þær úr
timbri. Gætu kallast dæmigerðar íslenskar
sveitakirkjur þótt ólíkar séu.
Kirkjur landsins segir Pétur um margt
vera góðan vitnisburð um íslenska bygg-
ingasögu og því sé varðveisla þeirra mik-
ilvæg. Fámennar sóknir út um land hafi
hins vegar úr takmörkuðum fjármunum að
spila. Því hafi talsvert verið lagt upp úr því
að styrkja endurbætur á kirkjum landsins.
Þó ekki halli á önnur verkefni fyrir því, en
úr Húsafriðunarsjóði voru þetta árið veitt-
ar 272 millj. kr. til 281 verkefnis.
Unnið er að endurbótum á
kirkjunni á Hofi á Höfða-
strönd, sem byggð er á ár-
unum 1868 til 1870.
Kirkjurnar eru góður vitnisburður
KEFLAVÍKURKIRKJA GERÐ UPP-
RUNALEG. SVEITAKIRKJUR Á
HÖFÐASTRÖND OG Í ÁLFAVERI
ENDURBÆTTAR.
Tryggvaskáli og
Humarhöfnin
ELDRI BYGGINGAR ENDURGERÐAR OG ÞAR ER NÚ STARFRÆKT
FERÐAÞJÓNUSTA. HÚS Á SELFOSSI, HÖFN, ESKIFIRÐI, AKUREYRI
OG BOLUNGARVÍK GENGIÐ Í ENDURNÝJUN LÍFDAGA SINNA.
Á
fjölmörgum stöðum um landið hafa eldri byggingar verið end-
urgerðar á síðustu árum og þar er í dag starfrækt ferðaþjónusta í
einhverri mynd. Í sumar var opnaður veitingastaður í hefðarstíl í
Tryggvaskála, elsta húsi Selfossbæjar sem að stofni til er frá árinu
1890. Gamla Landsbankahúsið á Selfossi er sömuleiðis áberandi
kennileiti þar í bæ. Það var upphaflega reist vestur í Búðardal sem verslunarhús.
Var svo árið 1918 tekið ofan, flutt á Selfoss og þar var bankaútibú næstu áratugi.
Nú er þar blómabúð, verslun með heimaunnin matvæli og á efri hæðinni setur til-
einkað Bobby Fischer.
Humarhöfnin er veitingastaður í gömlu verslunarhúsi Kaupfélags Austur-
Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði. Hægt er að fá fiskisúpu og fínirí í Randulffssjó-
húsi á Eskifirði, sem er öðrum þræði minjasafn. Hús í norska stílnum eru áber-
andi á Seyðisfirði og í nokkrum þeirra er liststarfsemi, gisting og veitingasala. Í
Kaupangi, elsta húsinu á Vopnafirði, er upplýsingamiðstöð ferðamanna, vísir að
safni og fleira. Margvísleg starfsemi er í gömlu húsunum í innbænum á Akureyri
og nýbyggingarnar við höfnina á Siglufirði, þar sem eru veitingahús m.a., eru all-
ar með gamla laginu
Veitingahús í Víkinni
Einarshús í Bolungarvík var reist árið 1904. Þar bjuggu lengi Einar Guðfinnsson
og Elísabet Hjaltadóttir, amma og afi Einars K. Guðfinnssonar, nú forseta Alþing-
is. Þau héldu lengi úti miklum atvinnurekstri í Víkinni sem var í raun undirstaða
byggðar þar. Núverandi eigendur Einarshúss eru hjónin Ragna Magnúsdóttir og
Jón Bjarni Geirsson sem starfrækja pöbb í kjallara, veitingastað á miðhæð og eru
með gistingu á efri hæðinni. Mætti svona lengi halda áfram upptalningu á gömlum
húsum, sem eru ankeri ferðaþjónustu víða um land.
Randulffssjóhús við Eskifjörð er safn og veitingastaður. Tryggvaskáli á Selfossi er veitingstaður við Ölfusárbrú.
Einarshús er eitt sögulegasta húsið í Bolungarvík.
Humarhöfnin á Höfn er í gömlu verslunarhúsi KASK.