Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 12
Viðtal 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013 K ristín Þórhalla Þór- isdóttir er betur þekkt undir nafninu Kidda rokk. Nafnið kom um tólf ára ald- ur þegar hún stofnaði hljómsveit ásamt vinkonum sínum á Akranesi. Hún var alla tíð strákastelpa og lék sér jafnt við stelpur og stráka í bernsku. Á unglingsárunum upp- götvaði Kidda að hún væri „öðru- vísi“ en hinar stelpurnar, og fann að hún var ekki skotin í strákum. „Ég fann að ég skar mig úr, en var samt ekkert að einblína á það,“ segir hún. Hún bældi niður allar tilfinningar þar til um átjan ára aldur. „Ég lokaði bara á kyn- hneigðina. Hræðsla mín snerist ekkert um það hvernig félagar mínir og vinir myndu taka þessu, heldur frekar var það samfélagið sem afneitaði kynhneigð minni- hlutahópa á þessum tíma,“ segir hún, „en það hefur svo rosalega mikið breyst síðan ég var ungling- ur, það er bara ekki hægt að líkja því saman.“ Frelsi og hamingja Um átján ára viðurkenndi Kidda fyrir sjálfri sér að hún væri lesbía, en var ekki komin út úr skápnum. „Það var svo uppúr tvítugu að ég fór að segja frá, fyrst vinum, syst- ur minni, svo mömmu og pabba, og síðast ömmu og afa,“ segir hún og hlær. Viðbrögðin voru bara á einn veg, jákvæð. „Mamma og pabbi eru svo fallegt og gott fólk, og hafa staðið með mér frá upphafi og þau standa líka vörð um mannréttindi hinsegin fólks, og láta ekki bjóða sér fordóma,“ segir hún. Hún segist ekki hafa upplifað neina skömm á þessum árum. „Nei, ég hef alltaf verið frekar sjálfs- örugg manneskja og lífsglöð, og var svo heppin með vini og fjöl- skyldu,“ segir hún, „það er bara ómetanlegt. Ég man ekki eftir að hafa þjáðst, mér finnst alltaf svo gaman að lifa. Þegar ég kom út úr skápnum upplifði ég bara stórkost- legt frelsi og hamingju og var ánægð með mig.“ Tvær mömmur Kidda segir fordóma í garð sam- kynhneigðra enn til staðar, þó mik- ið hafi áunnist á síðustu áratugum. „Ég finn alveg fyrir fordómum, svona lúmskt. Við erum í raun að brjóta upp þetta norm með því að stofna fjölskyldu,“ segir hún, en Kidda og kona hennar, Ína Björk Hannesdóttir, eiga þrjú börn. Ína átti eina stúlku fyrir sem í dag er tvítug, en saman eiga þær tvo drengi, þriggja og fimm. „Ég hef rekið mig á í kerfinu, ég fann fyrir gífurlegum fordómum þegar við vorum að skrá strákana okkar inn í kerfið,“ segir hún. Kidda gekk með báða drengina, en í seinni skiptið var notað egg úr Ínu. „Ína vildi leyfa mér að ganga með bæði börnin, það hentaði okk- ur mjög vel. Það er enginn faðir, bara sæðisgjafi. Það er eitt af því sem fólk skilur ekki alltaf, að það séu bara tvær mömmur,“ segir Kidda. Plötusnúður í hjáverkum Þær Ína og Kidda hafa verið sam- an síðan 2002 og giftu sig ári síðar. „Við tókum svona Hollywood style á þetta,“ segir hún og hlær, en Ína rekur fyrirtæki sem sér um fjár- mála- og rekstrarráðgjöf. Kidda er með BA próf í félagsráðgjöf og stundar nú meistaranám í þeirri grein. Einnig er hún smiður og plötusnúður í hjáverkum. Í sumar hefur hún starfað fyrir Pegasus á tökustað fyrir „Game of Thrones“ þar sem hún vann í fram- leiðsludeildinni. Kidda spilar í brúðkaupum, afmælum og veislum en hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á tónlist. Hún spilaði sem barn á ýmis hljóðfæri, en þeytir nú skífum af miklum móð. Hún segist gera það aðallega af áhuga. „Ég er dálítið partídýr og hef ánægju af að hlusta á tónlist, og það er enda- laust hægt að þróa sig í þessu og verða betri,“ segir hún. Mest spilar hún tónlist á Kiki á Laugavegi, hin- segin bar sem eitt sinn hét 22. Baráttan heldur áfram Kidda lætur sig varða mannréttindi hinsegins fólks. Hún skrifaði BA- ritgerð sína um hinsegin fólk og stefnir á að skrifa meistararitgerð um hinsegin konur og aukna hættu á áfengis- og fíkniefnanotkun. „Þannig að ég legg áherslu á að gera rannsóknir um hinsegin fólk hér á Íslandi og ég held að það sé mjög mikilvægt að sjá svona raun- verulega stöðu þess. Ég hef lesið mikið um hvernig samfélagið tekur á minnihlutahópum, og hvernig hið gagnkynhneigða ríkir yfir. Þó svo að það sé búið að leiðrétta mann- réttindi okkar lagalega séð, þá er enn langt í land. Það eru enn margir sem eiga erfitt með að sætta sig við okkur,“ segir Kidda. „Samfélagið er búið að búa til ákveðna kassa, svona kynjakassa, og þeir sem falla ekki inn í þetta norm verða utanveltu og eiga sér ekki stað. Þá erum við að tala um til dæmis fjölskyldur, hinsegin fjöl- skyldur. Og ég tala nú ekki um þá sem eru „transgender“,“ segir hún. Kidda er í Samtökunum ’78 og tók nýverið þátt í verkefni á þeirra vegum sem hét Samtakamátturinn. „Ég efldist öll við það, og það kom í ljós að það þarf að vinna að mörgu og ef ekki verður haldið áfram núna eru allar líkur á að það komi bakslag í baráttuna,“ segir Kidda. Hún bendir á að Ísland standi mjög framarlega í við- urkenningu á hinsegin fólki, en ekki megi gleyma alþjóðasamfélag- inu. „Ég er mjög þakklát fyrir það, fyrir Íslendinga og það hugrekki sem þjóðin sýnir, og ráðamenn þjóðarinnar. En það er önnur og alvarlegri staða annars staðar, eins og í Rússlandi, Ameríku og Úg- anda þar sem samkynhneigðir eru beinlínis í lífshættu,“ segir hún og bætir við: „það er okkar hér að axla líka ábyrgð á því að berjast gegn kúgun og ofbeldi vegna kyn- hneigðar“. Fyrirmyndir skipta máli Kidda er þakklát fyrir að vera hinsegin á Íslandi. „Það er auðvitað æðislegt að eiga borgarstjóra eins og Jón Gnarr, sem er bara sannur baráttumaður hinsegin fólks, jafn- réttis og réttlætis, og hann sýnir það í verki, sem er mjög skemmti- legt líka,“ segir hún. „Auðvitað skiptir líka máli að hafa konu eins og Jóhönnu Sigurðar. Þegar ég horfi til baka sem ung samkyn- hneigð kona hugsa ég til þess að þá voru engar fyrirmyndir fyrir mig, og engin umræða. Það gaf manni þau skilaboð að maður væri á röng- um stað, en nú er allt breytt. Krakkar eru að koma yngri út úr skápnum, og sumir eru ekki einu sinni að koma út úr skápnum, þetta þykir ekkert mál.“ Tárast niður Laugaveginn Það mun ekki fara fram hjá þjóð- inni að Gay Pride hátíðin er haldin með pomp og prakt á laugardag þegar tugþúsundir Íslendinga munu koma saman í miðbæ Reykjavíkur. „Þetta er svo mikil gleði, allir sem vilja geta komið og fagnað með okkar fjölbreytileik- anum. Þetta er svo merkilegt og fallegt. Skilaboðin eru bara, eins og í laginu, við erum bara eins og við erum. Ég er svo þakklát fyrir hug- arfar Íslendinga, sem koma svo niður í miðbæ og sýna stuðninginn í verki, ég meina: það koma stund- um sextíu þúsund manns og ekki eru þeir allir hinsegin,“ segir Kidda og hlær. Kidda segir að þessi dag- ur skipti miklu máli fyrir allt hin- segin fólk. „Á þessum degi er ég meyr og ég labba niður Laugaveg- inn með tárin í augunum. Þarna Gott að vera hinsegin á Íslandi KIDDA ROKK ER ÁNÆGÐ AÐ VERA HINSEGIN OG HEFUR ALDREI GRÁTIÐ ÞAÐ. HÚN ER ÞAKKLÁT ÍSLENSKU ÞJÓÐINNI SEM SÝNIR SAMSTÖÐU Í VERKI ÞEGAR TUGÞÚSUNDIR KOMA SAMAN Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Á GAY PRIDE TIL AÐ FAGNA FJÖLBREYTILEIKA MANNLÍFSINS. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.