Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 G uðrún Hálfdánardóttir hóf störf á mbl.is í október 1997 sem fyrsti blaðamaðurinn þar þegar undirbúningur að því að hleypa mbl.is af stokkunum stóð yfir. Í október ári síðar færði hún sig um set og tók við starfi fréttastjóra við- skipta á Morgunblaðinu, en í október 2004 sneri hún aftur á netið í fréttastjórn og er nú fréttastjóri á mbl.is ásamt Sunnu Ósk Logadóttur. „Net og blað eru í raun mjög ólíkir miðl- ar,“ segir Guðrún. „Á netinu er sagt frá hlutum um leið og þeir gerast. Í blaðinu er nálgunin önnur, lengri tími liðinn og oft um leið kafað dýpra en á netinu.“ Hún segir að það sé þó að breytast og sjáist best í erlendum fréttum: „Nú er ekki mikil áhersla á erlend málefni í Morgun- blaðinu. Við leggjum miklu meiri áherslu á erlendar fréttir á netinu en blaðið gerir í dag.“ Guðrún telur að mbl.is hafi undanfarið færst að vissu leyti frá blaðinu. „Við höfum tekið öðru vísi mál fyrir en Morgunblaðið,“ segir hún. „Þar má nefna dómsmál og mannréttindamál. Málefni inn- flytjenda og réttindi samkynhneigðra hafa verið ofarlega á baugi hjá okkur, staða karla, kvenna og barna.“ Dægurmál ráða ekki för Lestur frétta má nú mæla í rauntíma þannig að hægt er að sjá hversu mikið hver frétt er lesin. Guðrún segir að ekki sé hægt að láta það stjórna fréttaflutningnum. „Þetta hefur í raun ótrúlega lítil áhrif,“ segir hún. „Það er fullt af fréttum, sem skipta miklu máli án þess að þær fái mikinn lestur, en við skrifum þær samt. Ef við ætt- um að hætta að segja frá stríðinu í Sýrlandi vegna þess að lesturinn er ekki mikill væri illa komið fyrir okkur sem fjölmiðli. Auk þess held ég líka að fólk fái alveg nóg af dægurfréttum á borð við að maður hafi bitið hund eða dægurstjarna hafi fengið sér fyll- ingar í varirnar. Þetta eru fínar fréttir til að hafa með, en fjölmiðill, sem á að hafa breiða skírskotun, verður ekki rekinn á svona frétt- um. Slíkur miðill er sjálfdauður.“ Vefur í stöðugri þróun Guðrún er þeirrar hyggju að vefmiðill sé frekar í samkeppni við ljósvakamiðla, en dagblöð. „Mbl.is er í samkeppni við aðra vefmiðla og ljósvakamiðlana, en samkeppnin við dag- blöðin er mjög lítil,“ segir hún. „Við gerum ráð fyrir að fréttastreymið sé stöðugt á mbl.is og regluleg hreyfing sé á forsíðunni. Við sjáum að margir fara mjög oft inn á síð- una, kannski átta til tíu sinnum á dag að meðaltali. Við viljum ekki að fólk sjái alltaf sömu fréttina efst því þá er eins og ekkert hafi gerst. Með því að hafa svona mikla hreyfingu verður mbl.is að vissu leyti eins og fréttaveita eða fréttastofa. Efnið á mbl.is er gríðarlega mikið. Við erum með marga undirvefi og fréttirnar á þeim sjást á forsíð- unni hjá okkur, ólíkt því sem gerist á vefj- um eins og BBC. Vefurinn hefur þróast á þann hátt að frá hálf sex á morgnana til miðnættis er hreyfing á mbl.is og komi eitt- hvað upp um miðja nótt förum við af stað.“ Að nýta hljóð, mynd og grafík Mbl.is er vefur í stöðugri þróun. Guðrún segir að undanfarið ár hafi átt sér stað breyting frá stuttum fréttum yfir í frétta- skýringar, viðtöl og myndasyrpur. „Ég vona að við eigum eftir að halda áfram að þróa þetta,“ segir hún. „Minn draumur er að ná lengra í að nýta saman hljóð, mynd og grafík og virkja skynjunina meira þannig að notandinn sé ekki bara með texta fyrir framan sig, heldur geti kynnt sér efnið eftir ýmsum leiðum. Það þarf þó að fara varlega í þeim efnum og vanda til verka því að annars er hætt við að lesandinn þreytist. En það er bara bull að fólk nenni ekki að lesa mikið á skjá, þess vegna sé ekki hægt að bjóða upp á langar greinar á netinu. Ég hélt þetta sjálf, en maður finnur í dag að þetta á sér enga stoð. Fólk les heilu bækurnar á skjá, háskólanemar í dag lesa nánast allt náms- efnið á skjá. Fólk er orðið vant því að skjárinn er miðillinn. Ég finn það sjálf eftir að hafa unnið bæði á blaði og neti að nú finnst mér ekkert mál að lesa af skjá þótt mér hafi fundist það fyrst og ég held að það eigi við um stóran hluta þjóðarinnar.“ Þegar vefmiðlar voru að hefja göngu sína var takmörkuð virðing borin fyrir þeim og þeir voru hálfgerð olnbogabörn á þeim fjöl- miðlum, sem þeir tengdust. Nú er öldin önn- ur. „Ég held að margt hafi breyst í þessum efnum,“ segir Guðrún. „Lestrartölurnar segja sína sögu og viðbrögðin við því sem maður skrifar undir nafni á mbl.is segir sína sögu. Það sem skiptir hins vegar mestu er að ritstjórn mbl.is er skipuð frábærum hópi sem leggur metnað sinn í að skila vönduðu og áhugaverðu efni til lesenda sinna. Sú vinna skilar þeim árangri að mbl.is er mest lesni fjölmiðill landsins og sá fjölmiðill sem nýtur næst mest trausts meðal almennings á eftir RÚV.“ Mbl.is fór í loftið 2. febrúar 1998, á þeim tíma sem fyrstu fréttavefirnir voru að verða til á Íslandi. Öll vinnsla og forritun var þá miklu þunglamalegri en í dag auk þess sem markaðurinn var minni vegna þess að þetta var nýjung. „Nú leggjum við áherslu á að auka fjölbreytni og dýpt þannig að fólk þurfi ekki að leita annað til að fá upplýsingar.“ Áhersla á fjöl- breytni og dýpt Mbl.is hefur forustu meðal íslenskra vefmiðla. Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri mbl.is, segir ritstjórn mbl.is leggja áherslu á stöðugt fréttastreymi og fjölbreytni. Morgunblaðið/Golli Guðrún Hálfdánardóttir er annar tveggja fréttastjóra mbl.is. Áherslan er á stöðugt frétta- streymi og fjölbreytni, allt frá fyrstu frétt til fréttaskýringa og myndasyrpa. Allt undir sama þaki „Morgunblaðið var á þessum árum í Aðal- stræti 6. Allt var undir sama þaki, ritstjórn, skrifstofa, blaðaafgreiðsla, auglýsingar og prentsmiðja. Það voru mikil samskipti á milli deilda og maður kynntist þess vegna fólki sem var að vinna ólík störf á blaðinu, blaðamönnum, skrifstofufólki og prenturum. Það var gott andrúmsloft á blaðinu og margt brallað þegar tími gafst til frá skyldustörfunum. Við vorum eiginlega eins og ein fjölskylda,“ segir Lilja. Hún rifjar upp að kaup prentara hafi ver- ið greitt út vikulega og alltaf í seðlum. „Þá var nú stundum farið yfir á Naustið þegar halla tók á daginn. Það voru ekki margir veitingastaðir í borginni fyrr á tíð. Naustið var steinsnar frá vinnustaðnum og því auð- velt að rölta þangað,“ segir hún. Bætir við að sér finnist það mikið menningarslys þeg- ar innréttingarnar í Naustinu voru fjar- lægðar fyrir nokkrum árum. Allir með seðla Greiðslukort voru ekki í notkun fyrstu tvo áratugina sem Lilja starfaði á Morgun- blaðinu. „Flestir voru með seðla eða ávís- anir. Innheimtumenn okkar og blaðberarnir sem rukkuðu fyrir áskriftina komu með heilu seðlabúntin til mín,“ segir Lilja. Aldr- ei fylgdu þessi nein vandamál. Þótt ungling- ar og börn væru með stórar fjárhæðir á sér minnist hún þess ekki að þeir hafi orðið fyr- ir ónæði eða einhver hafi reynt að ná af þeim peningunum. „Þjóðfélagið var allt öðruvísi þá en nú. Það væri óhugsandi að standa svona að inn- heimtu áskriftar eða auglýsingar núna,“ segir Lilja. Með róna í vinnu Samstarfsmenn Lilju í gegnum tíðina eru orðnir fjölmargir. Hún man ekki eftir öðru en ánægjulegum kynnum. Af starfsmönnum frá elstu tíð man hún best eftir Aðalsteini Ottesen sem var í blaðaafgreiðslunni. „Lág- vaxinn, fyndinn og skemmtilegur,“ segir hún þegar hún hugsar til hans. „Mér er líka minnisstæður Gunnar Eggertsson sem var innheimtumaður á skrifstofu blaðsins. Hann hafði líka það starf að koma stóru blaðarúll- unum, sem Morgunblaðið var prentað á, inn í prentsmiðjuna í kjallara hússins í Að- alstræti. Þeim var ekið í húsasund bakdyra- megin og síðan fór Gunnar á stúfana að finna burðarkarla til að hjálpa sér. Oft fékk hann rónana sem höfðust við í grenndinni sér til aðstoðar. Þeir fengu greitt fyrir við- vikið, enda voru menn að bjástra við þetta í marga klukkutíma. Ég vildi ekki koma ná- lægt þessum körlum,“ segir Lilja hlæjandi. Hún samdi við Gunnar um að setja launin í umslag og hann annaðist síðan útborgun. „Það voru glaðir og hraðstígir menn sem gengu á brott eftir puðið,“ segir Lilja. Tæknin breytir öllu Þegar Morgunblaðið varð í hópi fyrstu fyrirtækja til að taka tölvur í notkun voru Lilja og samstarfsmenn hennar send á nám- skeið. Gekk vel að tileinka sér hina nýju tækni og hefur hún létt störfin í bókhaldinu svo að um munar. „Ég man eftir því að hafa verið að vélrita í sexriti kvittun fyrir um- boðsmann okkar í Kópavogi í gamla daga. Kalkipappír var settur á milli blaðanna í rit- vélinni og maður varð að passa upp á að gera aldrei villu, því það var mikil fyrirhöfn að leiðrétta,“ segir hún. Störfin í bókhaldinu hafa orðið léttari og öruggari með tölvunum og netinu. En nú koma menn ekki lengur á skrifstofuna til að borga auglýsingar og áskrift í reiðufé. Bein samskipti við fólk og kynni hafa því ger- breyst. Lilja segist sakna gamla tímans að þessu leyti með sínum fjölbreyttu sam- skiptum við fólk alls staðar að úr þjóðfélaginu. Lilja að störfum á Morgunblaðinu undir lok áttunda áratugarins. Vinnuumhverfið var talsvert öðruvísi en nú er og kveðst hún sakna beinu samskiptanna sem áður fylgdu viðskiptunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.