Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 8

Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 I Í lok kreppunnar miklu komu danskir blaðaritstjórar til Ís- lands. Þá langaði til þess að kynnast landi og þjóð. Ferðuðust þeir um, meðal annars í fylgd Valtýs Stefánssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Í lok ferðar hitti Ólafur Thors dönsku ritstjór- ana að máli. Voru þeir hinir ánægðustu með ferðina. Þrennt var þeim hugstæðast: fegurð landsins, gestrisni þjóðarinnar og al- hliða þekking Valtýs Stefánssonar. Þeir sögðu að það hefði ver- ið alveg sama um hvað þeir hefðu spurt, alls staðar hefði Valtýr verið heima, hvort sem spurnarefnið var jarðfræði, gras og gróður eða saga Íslands í fortíð og samtíð. „Allt veit þessi Val- týr ykkar!“ sögðu dönsku ritstjórarnir. „Mér þótti vænt um þessi orð,“ sagði Ólafur síðar. „Þau voru sönn.“ Fróðleiksfýsn Valtýs endurspeglaðist á síðum Morgunblaðs- ins. Hann vildi að blað sitt væri „eins konar skóli fyrir íslensku þjóðina,“ eins og Bjarni Benediktsson komst að orði. Gild rök má færa fyrir því að Valtýr Stefánsson (1893–1963) sé áhrifamesti blaðamaður sem Ísland hefur alið. Hann var frumkvöðull nútímalegrar og sjálfstæðrar blaðamennsku í landinu og gerði Morgunblaðið að „blaði allra landsmanna“. Valtýr var ritstjóri og stærsti eigandi Morgunblaðsins um fjörutíu ára skeið, frá 1924 til 1963. Á þessum árum var blaðaútgáfa í landinu meira eða minna á forræði stjórnmálaflokka. Morgunblaðið var stóra undantekn- ingin — og það skýrði öðrum þræði hinar geysimiklu vinsældir blaðsins. Í anda fyrsta ritstjóra Morgunblaðsins, Vilhjálms Fin- sens, var það hugsjón og markmið Valtýs Stefánssonar að blað hans væri áreiðanlegasta og fjölbreyttasta fréttablað landsins. II Valtýr Stefánsson fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal 26. jan- úar 1893, sonur hjónanna Steinunnar Frímannsdóttur og Stef- áns Stefánssonar skólameistara. Möðruvellir voru stórbú og fast heimilisfólk var jafnan 20–30 manns. Í skólanum, sem þar var starfræktur, voru um 40 nemendur hvaðanæva af landinu. Möðruvellir voru í þjóðleið og því mikið um gestakomur, auk þess sem messað var í kirkjunni á hverjum sunnudegi. Það var því jafnan mikið um að vera á æskuheimili Valtýs og margt þjóðfrægra manna sem átti þangað erindi. Faðir Valtýs naut mikillar virðingar sem skólamaður, en hann var jafnframt einn fremsti náttúrufræðingur landsins. Hann vann að umfangsmiklum gróðurrannsóknum meðfram skólastörfum sínum og skrifaði m.a. bókina Flóra Íslands (1905). Þá var hann atkvæðamikill í félagslífi og stjórnmálabar- áttu samtímans. Hann var alþingismaður um hríð og nánasti samherji dr. Valtýs Guðmundssonar, fóstbróður síns úr skóla. Gerðist Valtýr ungur handgenginn nafna sínum, hinum virðulega doktor. Í æsku varð Valtýr einnig fyrir miklum áhrif- um frá tveimur öðrum þjóðþekktum heimilisvinum á Möðru- völlum, Ólöfu skáldkonu frá Hlöðum og Ólafi Davíðssyni nátt- úru- og þjóðfræðingi. Að loknu stúdentsprófi 1911 stundaði Valtýr búnaðarnám í Hólaskóla en hélt síðan til framhaldsnáms í búnaðarfræðum við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Kristínu Jónsdóttur listmálara, sem hann reyndar þekkti frá æskuárum. Eignuðust þau tvær dætur, Helgu leikkonu og Huldu blaðamann og borgarfulltrúa. Eftir háskólanám vann Valtýr ýmis störf tengd landbúnaði bæði á Íslandi og í Danmörku. Meðal annars var hann um nokk- urra ára skeið ráðunautur Búnaðarfélags Íslands og ritstýrði búnaðarblaðinu Frey. Auk þess að vera ritstjóri Morgunblaðsins frá 1924 til dán- ardægurs 1963 gegndi Valtýr ýmsum trúnaðarstörfum utan blaðsins. Hann sat í útvarpsráði á árunum 1935–1943, var bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1938–1946 og for- maður Menntamálaráðs á árunum 1943–1956. Þá var hann einn ötulasti skógræktarfrömuður landsins. Hann var meðal stofn- enda Skógræktarfélags Íslands á Alþingishátíðinni 1930 og for- maður félagsins á árunum 1940–1961. Til að treysta stöðu sína á Morgunblaðinu fór Valtýr snemma að kaupa hlutabréf í Árvakri, útgáfufélagi blaðsins. Þau voru dreifð og á lágu verði, en fjölmargir einstaklingar í bænum höfðu keypt þau til að leggja blaðinu lið á erfiðleikatímum. Eignaðist Valtýr á skömmum tíma yfir 46% hlut í blaðinu. Hann var því lengst af í ritstjóratíð sinni langstærsti eigandi Morgunblaðsins. Valtýr sendi frá sér sjö bækur sem fengu góðar viðtökur. Það voru Minningar Thors Jensens í tveimur bindum og fimm bæk- ur með viðtalsþáttum Valtýs úr Morgunblaðinu og Lesbókinni, en viðtöl hans voru lengi meðal vinsælasta lesefnis blaðsins. Af þessu yfirliti má ljóst vera að Valtýr Stefánsson var mjög fyrirferðarmikill maður í íslensku þjóðlífi á sínum tíma. III Hrein tilviljun réð því að Valtýr varð ritstjóri Morgunblaðsins. Blaðið átti erfitt uppdráttar um þær mundir og eigendur þess vildu skipta um ritstjóra. Þeir höfðu augastað á ungum lögfræð- ingi, sem var nýorðinn þingmaður Vestur-Skaftfellinga, Jóni Kjartanssyni. Hann borðaði á matsölustað stúdenta, Mensa academica í Lækjargötu. Svo vildi til að það gerði Valtýr líka þegar hann dvaldi í Reykjavík, en hann var þá búsettur í Kaup- mannahöfn og löngum utanbæjar þegar hann var á Íslandi. Tókust með þeim Jóni góð kynni. Jón treysti sér ekki til að taka einsamall við Morgunblaðinu og fór fram á að Valtýr yrði ráðinn sér við hlið. Stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morg- unblaðsins, féllst á það. Jón hafði fyrst og fremst áhuga á stjórnmálahlið blaðamennskunnar og vildi að Valtýr sæi að mestu um aðrar hliðar hennar. Óhætt er að segja að það hafi reynst gæfuspor að fá Jón Kjartansson og Valtý Stefánsson til að taka við ritstjórn Morg- unblaðsins 1. apríl 1924. Þeir voru saman ritstjórar blaðsins til 1947 eða í nær aldarfjórðung. Þeir skiptu bróðurlega með sér verkum og bættu hvor annan upp. Árni Óla, sem vann á Morgunblaðinu í sex áratugi, sagði að það væri ein af hugljúfustu endurminningum sínum frá Morg- unblaðs-árunum „hin snurðulausa og alúðlega sambúð og sam- vinna þeirra ritstjóranna Jóns og Valtýs. Á henni byggðist og heill blaðsins,“ bætti Árni við. — Þetta var grundvöllurinn að hinum einstaka Morgunblaðsanda sem ríkti á ritstjórn blaðsins lengst af. IV Á tuttugu ára afmæli Morgunblaðsins, 2. nóvember 1933, skrif- aði Valtýr hugvekju um blaðamennsku í blað sitt. Hann vakti athygli á því að enskumælandi þjóðir nefndu dagblöð sín „newspapers“ eða fréttablöð og Þjóðverjar „Zeitungen“, tíð- indi. Nöfnin fælu í sér meginhlutverk blaðanna, fréttaflutning- inn. En hér á landi legðu menn almennt annan skilning í blaða- mennsku og settu „skammir og rifrildi“ skör hærra en frétta- flutninginn. Íslensk blöð hefðu aðallega verið gefin út sem „pólitísk flugurit“ og „bardagavopn pólitískra flokka“ en minni rækt lögð við önnur viðfangsefni blaðanna. Valtýr sagði að hlutverk raunverulegra dagblaða væri ekki aðeins að greina frá því sem gerðist heldur ekki síður að skýra með hvaða hætti það gerðist. Við hvern atburð vöknuðu ótal spurningar hjá áhugasömum blaðamanni. Þær væru nauðsyn- legar til að geta skýrt lesendum sem gleggst frá atburðarás og öllum málavöxtum. Aðalvandi blaðamannsins væri að segja rétt og skipulega frá einstökum atburðum. Blaðamaðurinn yrði að hafa snarar hendur þar sem hann skrifaði samdægurs um það sem gerðist og væri að gerast og þótt ekki skorti sjónarvotta gæti verið mjög erfitt að fá rétt samhengi í frásögnina. Ívar Guðmundsson, sem vann á Morgunblaðinu í 17 ár, sagði að Valtýr hefði haft einstakt fréttanef. Hann hefði iðulega séð fréttir þar sem aðrir komu ekki auga á þær. Sá háttur var við- hafður á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins í litla skúrnum í Austurstræti að hengja fréttir á snaga — sem kallaður var dagbókarnagli — áður en þær fóru í prentun. Einn daginn þeg- ar Valtýr var að glugga í þetta safn rauk hann upp og sagði: „Nei, nei, nei! Þetta gengur ekki!“ Höfundur Morgunblaðsins Jakob F. Ásgeirsson Nærri lætur að upplag Morgunblaðsins hafi tífaldast í ritstjóratíð Valtýs Stefánssonar. Valtýr var frumkvöðull í blaðamennsku á Íslandi, þekktur fyrir viðtöl sín og fréttanef. Undir hans stjórn varð Morgunblaðið áreiðanleg- asta dagblað landsins, laust við æsifréttamennsku og þó stærsta og vinsælasta blað þjóðarinnar. Valtýr Stefánsson ritstjóri með blað dagsins í höndunum. Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, Valtýr Stefánsson ritstjóri og Jón Kjartansson ritstjóri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.