Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Þ egar Morgunblaðinu bauðst árið 1994 að senda blaðamann til hinnar stríðshrjáðu Júgóslavíu varð Elín Pálmadóttir fyrst til að gefa kost á sér. Það stoppaði hana hvorki að þetta gæti orðið hættuleg ferð né að hún var komin undir sjötugt. Lýsandi fyrir kjark henn- ar, dugnað og eldmóð, segja gamlir samstarfs- menn. Elín hóf störf á Morgunblaðinu árið 1958 eftir að hafa verið í fimm ár á Vikunni. „Þar lærði ég blaðamennsku af Gísla J. Ástþórssyni sem þá var eini Íslendingurinn sem var há- skólalærður í faginu,“ segir hún. Á Morgunblaðinu var hún í fjóra áratugi, hætti í árslok 1997 fyrir aldurs sakir. Ekki settist hún þá „helgan stein“, hélt áfram að skrifa greinar og viðtöl fyrir Morgunblaðið og sendi frá sér bækur. Stórfróðlegar og skemmtilegar endurminningar hennar, Eins og ég man það, komu út árið 2003. Setti skilyrði Elín kveðst hafa sett tvö skilyrði fyrir því að koma á Morgunblaðið þegar Sigurður Bjarna- son ritstjóri bauð henni starf. Annað var að lækka ekki í kaupi og missa uppsöfnuð réttindi á Vikunni. Hitt að fá að ganga í öll fréttastörf á Morgunblaðinu á sama hátt og karlarnir. „Það tíðkaðist enn á þessum tíma að konur væru látnar fá öðruvísi verkefni en karlar. Þær sáu um kvennasíðu og lesendasíður, þýddu fram- haldssögur og voru jafnvel ritarar karlmann- anna,“ segir Elín. Slíkt kom ekki til mála af hennar hálfu. Vinnudagurinn á Morgunblaðinu gat verið langur á þessum árum, ekki síst fyrir þá sem gengu vaktir, eins og Elín gerði stundum þrisvar í viku. Þá hófst dagurinn á hádegi með sameiginlegum fundi blaðamanna, ljósmyndara og ritstjóra. Ekki var haldið heim fyrr en blaðið var komið í prentun í kringum miðnætti. Þegar stórfréttir voru í vinnslu þurfti að vinna fram á nótt. Braut í blað Með ákveðni sinni og ósérhlífni ruddi Elín Pálmadóttir nýjar brautir fyrir kynsystur sín- ar í blaðamannastétt. Í blaðamennskunni sjálfri bryddaði hún upp á nýjungum með vandaðri umfjöllun um ýmis vanrækt viðfangs- efni fjölmiðla. Í 20 ár hélt hún til dæmis uppi kynningu á rannsóknum íslenskra fræðimanna á sviði náttúruvísinda sem fjölmiðlar höfðu tal- ið að væri of flókið efni fyrir almenning. Hún sýndi að hægt var að skrifa um þessi efni á mannamáli. Reyndar skrifaði hún ekki bara um efnið heldur var samferðakona helstu vís- indamanna þjóðarinnar þegar umbrot áttu sér stað í íslenskri náttúru, jafnan fyrst á vettvang eldgosa og annarra hamfara, og voru það oft háskaferðir. Komið víða við Margir muna eflaust eftir pistlum Elínar í sunnudagsblaðinu sem birtust undir heitinu Gárur. Þar fjallaði hún um allt á milli himins og jarðar, jós úr brunni lífsreynslu og þekk- ingar sem ekki var aðeins bundin við fjölbreytt störf í blaðamennsku. Ung hafði Elín starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í New York sem þá voru nýstofnaðar. Einnig var hún í nokkur ár ritari við sendiráð Íslands í París og sá um vörusýningu í Brussel. Árið 1967 fékk hún leyfi frá störfum á Morg- unblaðinu til að vera framkvæmdastjóri ís- lensku deildarinnar á Heimssýningunni í Montreal í Kanada. Eru þá ótalin félagsstörf hennar á Íslandi meðfram blaðamennsku, en Elín sat m.a. í borgarstjórn Reykjavíkur og fjölda nefnda á vegum ríkis og borgar. Frömuður í umhverfismálum Elín skrifaði mikið um umhverfismál í Morg- unblaðið. Í störfum sínum utan blaðsins var hún í hópi frumkvöðla að stofnun Blá- fjallafólkvangs og Reykjanesfólkvangs. Fyrir skrif sín og framlag til þessara mála hlaut hún árið 2004 sérstaka viðurkenningu allra helstu félagasamtaka á sviði umverfismála og nátt- úruverndar. „Ég hafði aldrei tíma til að hugsa um það að vera hrædd. Það var alltaf svo mikið að gera,“ segir Elín þegar hún er spurð hvort hún hafi ekki stundum verið smeyk þegar hún var stödd í miðri atburðarás styrjaldar eða nátt- úruhamfara. En hurð hefur skollið nærri hæl- um. Í Bosníu lenti hún til dæmis í skothríð. Segist ekkert hafa skilið í því þegar þrifið var í hana og henni ýtt í skyndi inn í bíl norsku frið- argæslunnar. „Hver ætti svo sem að fara að skjóta á mig?“ segir Elín. „Þannig hugsum við Íslendingar í sakleysi okkar.“ Góðar minningar Elín segist eiga mjög góðar minningar frá Morgunblaðsárunum. Efst í huga hennar er gott andrúmsloft á ritstjórninni og samheldni og vinátta blaðamannanna. Það er ekki hægt að ganga að því vísu að þannig sé það á vinnu- stöðum. „Ég var heppin og er þakklát fyrir það,“ segir hún. Morgunblaðið/Ómar Jafnan fyrst á vettvang Viðtal Guðmundur Magnússon | gudmundur@mbl.is Elín Pálmadóttir er frumkvöðull í íslenskri blaðamennsku. Á Morgunblaðinu krafðist hún að fást við það sama og karlarnir og segist ekki hafa haft tíma til að vera smeyk þegar hún var á vettvangi hamfara og styrjalda. Morgunblaðið/Ól. K.M. Elín Pálmadóttir með tveimur ritstjórum Morg- unblaðsins, Bjarna Benediktssyni og Sigurði Bjarnasyni. Myndin er tekin vorið 1960. Elín Pálmadóttir í Bosníu 1994 þar sem hún lenti í skothríð og var í skyndi ýtt inn í bíl norsku friðargæslunnar. „Það tíðkaðist enn á þessum tíma að konur væru látnar fá öðruvísi verkefni en karlar,“ segir Elín Pálmadóttir og bætir við að það hafi ekki komið til greina af sinni hálfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.