Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 36

Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 36
36 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 var hræddur við hann, þar sem hann gekk á milli herbergja, mjög þungbúinn á svip! Þegar ég horfi til baka tel ég að í nóvember 1956 hafi orðið ákveðin breyting á blaðinu. Þá kemur Bjarni hingað inn sem rit- stjóri og þeir Valtýr verða saman aðalritstjórar. Ég hef verið að skoða skrif blaðsins frá þessum tíma og við það að Bjarni verður ritstjóri verður mjög skýr og athyglisverð breyting á stjórnmálaskrifum blaðsins. Stjórnmálaskrifin verða breiðari og það fer að skjóta upp kollinum jákvætt umtal um póli- tíska andstæðinga með ýmsum hætti, ekki síst í Reykjavíkur- bréfum. Eins og margoft hefur komið fram í þessu blaði, þegar fjallað er um liðna tíð varð breyting á þingfréttamennsku blaðs- ins á þessum árum. Matthías Johannessen var farinn að vinna á blaðinu á þessum árum og bryddaði upp á nýjungum, sem komu í opna skjöldu í andrúmi þeirra ára og hann var svo ráðinn rit- stjóri, síðla sumars 1959, þegar Bjarni Benediktsson var að hætta til þess að taka sæti í ríkisstjórn, Viðreisnarstjórninni.“ Matthías átti mestan þátt í að gjörbreyta blaðinu „Ég tel að Matthías hafi átt mestan þátt í því að gjörbreyta Morgunblaðinu. Hann er náttúrlega kornungur maður á þessum tíma, innan við þrítugt, þegar hann verður ritstjóri. Hann opnaði Morgunblaðið upp á gátt og loftaði út, ef svo má segja, þannig að Morgunblaðið varð alvörublað í nútímalegum skilningi. Þetta held ég að sé stærsta framlag Matthíasar til Morgunblaðsins. Ég veit að þið Matthías töluðuð saman um þátt hans í sambandi við menningarskrif Morgunblaðsins og ég ætla ekki að gera lítið úr því. En ég held að þetta sé hans stærsta framlag og það sem meira er, ég held að sú breyting sem varð á Morgunblaðinu á þessum ár- um, hafi átt þátt í því að sambærileg breyting, eða a.m.k. breyting í sömu átt, hafi orðið á öðrum fjölmiðlum í landinu. Ég held að Matthías hafi átt mikinn þátt í að breyta íslensku samfélagi að þessu leyti. Það er hans stærsta framlag til þessa blaðs að mínum dómi. Hann naut auðvitað trausts Valtýs, sem skipti máli og m.a. byggðist á því að faðir Valtýs og móðurafi Matthíasar voru einkavinir. Auðvitað hefur þetta verið erfitt. Það var verk Matthíasar árið 1960 að fá hingað til liðs við sig Eyjólf Konráð Jónsson, sem tók svo þátt í þessari miklu breytingu með honum. Ég var byrjaður að koma hingað í reglulegar heimsóknir á há- skólaárum mínum og talaði mikið við þessa heiðursmenn, ekki síst Eykon og fylgdist því með þessari þróun. Mér fannst mjög gaman að kynnast þessum mönnum. Annars vegar þeim tveimur, sem voru fulltrúar yngri kynslóðarinnar á þessum árum og hins vegar Sigurði Bjarnasyni frá Vigur, sem var ritstjóri með þeim til ársins 1970. Þótt Matthías og Eykon þættust þekkja vel til stjórnmála fann ég fljótt að Sigurður vissi sínu viti og hafði kannski svolítið meira jarðsamband en þeir tveir, í sambandi við það hvað væri hægt í pólitík og hvað ekki. Hann kallaði sjálfan sig gamlan, vitran lappa. Það var mjög lærdómsríkt að kynnast þess- um þremur mönnum í starfi. Þessi breyting finnst mér vera eitt af stærstu málunum í hundr- að ára sögu Morgunblaðsins, af því að ég tel að hún hafi verið al- gjör forsenda fyrir velgengni blaðsins næstu áratugina á eftir. Auk þeirra áhrifa sem hún hafði á samfélagið. Hvers vegna skyldi ekki vera sjálfsagt að pólitískir andstæðingar Morgunblaðsins lýstu skoðunum sínum á síðum blaðsins? Hvers vegna taldist það til stórtíðinda að viðtal birtist við Halldór Laxness í Morgunblaðinu? Annað sem ég tók eftir, svona innanbúðar, eftir að ég hóf hér störf, var að blaðinu var stjórnað með geðþótta ritstjóranna. Þeir gáfu bara fyrirmæli og skipanir og menn hlýddu þeim, gerðu það sem þeim var sagt og spurðu einskis eða harla lítils. Þannig var þetta fyrstu árin sem ég starfaði hér og áfram þegar ég varð að- stoðarritstjóri og einnig fyrstu árin eftir að ég varð ritstjóri við hlið Matthíasar og Eykons árið 1972. Á fyrstu árum mínum sem ritstjóri var stúdentspróf lágmarks- krafa um menntun í sambandi við ráðningu blaðamanna. En næstu árin fór að koma hingað betur menntað fólk, fólk með BA- gráðu og fólk með meistaragráðu. Vel menntað og upplýst fólk sem hafði verið í námi bæði hér heima og erlendis og hafði víðari sýn og aðrar skoðanir og önnur viðhorf en þau sem viðtekin voru. Ég fann það í mínu starfi, að það var ekki lengur hægt að stjórna blaðinu með sama hætti og áður. Ritstjórarnir höfðu auðvitað síðasta orðið, en krafan um það að þeir gerðu grein fyrir því af hverju þeir vildu að hlutirnir væru gerðir svona en ekki hinsegin og að þeir hefðu rök fyrir máli sínu, var orðin svo sterk að það var ekki hægt annað en laga sig að því breytta andrúmslofti, sem þessi hópur ungs, vel menntaðs fólks kom með með sér inn á ritstjórn Morgunblaðsins. Auk þess kom að því að hætt var að hugsa um pólitík í sambandi við ráðningar og við fórum að ráða inn nýja blaðamenn samkvæmt inntökuprófum. Hér voru ráðnir blaðamenn sem höfðu aðrar skoðanir en blaðið sjálft hafði og með allt aðrar skoðanir en Sjálfstæðisflokkurinn hafði. Ég held að á síðasta aldarfjórðungi eða svo, hafi orðið ákveðin lýðræðisbylting á ritstjórn Morgunblaðsins, svo að ég orði það á svolítið pópúlískan hátt. Það var ekki lengur hægt að stjórna blaðinu án þess að gera grein fyrir því með hvaða rökum maður vildi gera þetta en ekki hitt og það var ekki heldur hægt að stjórna blaðinu, nema með opnum samræðum við blaðamennina. Síðustu árin sem ég var hérna, fann ég að það var nauðsynlegt að upplýsa allt starfsfólk Morgunblaðsins, ekki bara blaðamenn- ina, um það sem var að gerast, a.m.k. í grófum dráttum. Þetta fannst mér vera orðið algjört grundvallaratriði í starf- semi ritstjórnarinnar. Ég kynnti mér þetta svolítið í öðrum löndum. Ég fór m.a. að heimsækja The Guardian, í Bretlandi og hitti þar merkan ritstjóra sem heitir Alan Rusbridger, sem enn er ritstjóri blaðsins. Ritstjórn Guardian er rekin með þessum hætti, sem ég var að lýsa, á opinn hátt, með opnum fundum, þar sem málin sem til umfjöllunar eru, eru rædd fram og til baka, áður en ákvarðanir eru teknar. Mér fannst þetta á margan hátt til eftirbreytni. Þótt ég sé ekki sammála stjórnmálastefnu The Guardian, þá er ég sammála þeirri hug- myndafræði sem svona vinnubrögð á ritstjórn byggjast á. Þessi afstaða náði líka inn í leiðaraskrif blaðsins. Hér var hóp- ur fólks, eins og þú þekkir, sem kom saman á hverjum morgni, og ræddi fram og til baka um helstu mál sem verið var að fjalla um og hvaða afstöðu blaðið ætti að taka. Auðvitað hafði ritstjóri blaðsins síðasta orðið um það, en það fór ekki á milli mála, að þeir sem voru í þessum leiðarahópi, höfðu áhrif á afstöðu blaðsins og stefnu á þeim sviðum sem þeir þekktu best til. Svo ég nefni sem dæmi, umfjöllun okkar um menningarmál, þá tel ég að bæði Fríða Björk Ingvarsdóttir, núverandi rektor Listaháskóla Ís- lands, og Þröstur Helgason, sem lengi var ritstjóri Lesbókar- innar, hafi á þeim tíma sem ég var hér einn ritstjóri, eftir að Matthías hætti, átt mestan þátt í að móta menningarumfjöllun Morgunblaðsins. Ég taldi að þau væru miklu betur til þess hæf, heldur en ég sjálfur, enda kunni ég ekkert til menningarmála, þótt ég hefði hins vegar áhuga á þeim málaflokki.“ Getur lifað með glæsibrag næstu 100 árin – Hver heldur þú að verði sess Morgunblaðsins í íslensku samfélagi að öðrum hundrað árum liðnum? „Hvorugt okkar getur sagt nokkuð um það, en þó vil ég segja að það er eitt sem ég hef áttað mig á, þegar ég horfi til baka. Ég kveikti ekki á mikilvægi netsins að nokkru ráði, á meðan ég var hér. Ég hef áttað mig miklu betur á því, eftir að ég hætti. Mér urðu á alvarleg mistök með því að kveikja ekki á mikilvægi nets- ins en við sem ólumst upp við blý og pappír, vorum kannski ekki besta fólkið til þess að átta okkur á því sem var að gerast. Hins vegar voru tveir menn sem gerðu sér grein fyrir þessu. Það var Hallgrímur Geirsson, sem þá var framkvæmdastjóri blaðsins, sem tók ákvörðun um að setja mbl.is upp. Ég tel að það sé merkasta framlag Hallgríms Geirssonar til sögu Morgun- blaðsins og að sú ákvörðun muni hafa mikil áhrif á framtíð þess. Þetta segi ég vegna þess að þú ert að spyrja um næstu hundrað ár. Netið og mbl.is munu leika mjög stórt hlutverk í næstu hundrað árum Morgunblaðsins. Hinn maðurinn er Guðbrandur Magnússon, sem hafði með ým- is tæknimál að gera. Hann og Hallgrímur unnu mest í því að koma netútgáfunni upp. En hin ritstjórnarlega uppbygging mbl.is fyrstu árin er verk Guðmundar Sv. Hermannssonar og samstarfsmanna hans. Það er lítil, forvitnileg saga á bak við nafnið á mbl.is, því við Hallgrímur vorum algjörlega á móti því að kalla netmiðilinn mbl.is og ákváðum að hann skyldi heita Morgunblaðið á netinu. Hvernig markaðsstjóri Morgunblaðsins á þessum tíma, Margrét K. Sigurðardóttir, fór að því að komast framhjá þessari ákvörðun okkar Hallgríms og koma þessu heiti á mbl.is veit ég ekki. En hún hafði rétt fyrir sér og við rangt! Spurningin um pappírinn er stór spurning og við getum ekkert áttað okkur á því hvað pappírsútgáfan lifir lengi, en ég er þeirrar skoðunar að prentvélin hérna hinum megin í Hádegismóum, sé síðasta blaðapressan sem verði keypt til Íslands. Möguleikarnir sem netið opnar fyrir svona ritstjórn eins og hér, eru gríðarlegir. Áður fyrr var það mikið vandamál að koma blaðinu til kaup- enda úti á landi, að ekki sé talað um til kaupenda úti í heimi. Núna er alveg sama hvar þú ert í heiminum, þú getur alltaf nálgast blaðið. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir nokkrum vikum og fyrstu viðbrögðin sem ég fékk við þeirri grein, voru frá Dakar í Senegal og þau bárust klukkan átta um morguninn. Raunverulega er kominn nýr markaður fyrir afurðir rit- stjórnar eins og Morgunblaðsins. Sá markaður er íslenskumæl- andi fólk um allan heim. Ég held því að netvæðingin sér gríðar- lega mikilvæg fyrir fyrirtæki eins og þetta. Ef rétt er á haldið held ég að Morgunblaðið geti lifað með glæsibrag næstu hundrað ár ef það kann að nýta sér þessa tækni. Þar koma náttúrlega spjaldtölvurnar mjög mikið við sögu.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Yfirmenn rit- stjórnar fjalla um útlitsmál í maí 2006. Styrmir Gunnarsson, Ólafur Steph- ensen, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Björn Vignir Sigurpálsson, Agnes Bragadótt- ir, Árni Jörgensen og Karl Blöndal. Morgunblaðið/FRIKKI Styrmir og nokkrir afkomenda Valtýs Stefánssonar á ritstjórn blaðsins í maí, 2008. Frá vinstri: Styrmir, Hulda Valtýsdóttir og dætur hennar og Gunnars heitins Hans- sonar, Hildigunn- ur, Helga Guðrún og Kristín. Morgunblaðið/Golli Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra og for- maður Alþýðu- bandalagsins, og Styrmir hafa verið vinir frá bernsku, en lengst af póli- tískir andstæð- ingar - nú sam- herjar í andstöðu sinni við aðild Ís- lands að ESB. Morgunblaðið/Ómar Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráð- herra og formaður Alþýðuflokksins, og Styrmir Gunn- arsson voru sem börn og unglingar saman í Laugar- nesskólanum. All- ar götur síðan hafa þeir verið vinir en ávallt á öndverðum meiði í pólitík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.