Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 S tyrkur Morgunblaðsins felst ekki síst í því að við getum boðið upp auglýsingar innan um vandað efni. Við erum að framleiða áhugavert efni sem fólk borgar fyrir að lesa og ver meiri tíma í en það lesefni sem það fær óbeðið inn um lúguna.“ Þetta segir Magnús E. Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölumála, þegar hann er spurður um stöðu Morgunblaðsins á auglýsingamarkaði á 100 ára afmælinu. Hann kveðst vera bærilega sáttur við hlut blaðsins í veltunni á markaðnum miðað við þá stöðu sem nú er í fjölmiðlaheiminum, en segir stefnt að því að auka hann enn frekar. Tveir ólíkir miðlar „Við erum að gefa út dagblað með aldarsögu og ríkar hefðir,“ segir Magnús. „En svo höld- um við líka úti öðruvísi miðli, mbl.is, sem er öflugasti og vinsælasti netmiðill landsins með fréttum, afþreyingu, margvíslegum upplýs- ingum og þjónustuauglýsingum. Fasteignavef- urinn er til dæmis mikið skoðaður. Við erum með öflugasta fasteignavefinn.“ Magnús rifjar upp að á netinu hér heima eru Morgunblaðsmenn frumkvöðlar að fréttaflutn- ingi. Þetta var ekki auðvelt á sínum tíma. Var mikið brautryðjandastarf með ærnum til- kostnaði. Það tók langan tíma að byggja þenn- an vef upp og festa hann í sessi, en nú er hann mest sótti netmiðill landsins og besti vett- vangur íslenskra auglýsenda á netinu. „Æ fleiri auglýsendur eru að sjá þá kosti sem aug- lýsingar á netinu bjóða upp,“ bætir hann við. Tölur frá óháðum aðila um notkun mbl.is og annarra vefja staðfesta orð Magnúsar. Yf- irburðirnir eru miklir og ekki furða að vef- urinn sé eftirsóttur auglýsingavettvangur. Heimsækja um 190 þúsundir notendur á aldr- inum 12 til 80 ára mbl.is í hverri viku. Allir Ís- lendingar á þessum aldri eru 239 þúsund. Miklar breytingar Gífurlegar breytingar hafa orðið í íslenskum fjölmiðlaheimi á örfáum árum. „Hvað auglýs- ingar varðar snúa þessar breytingar ekki bara að Morgunblaðinu, heldur öllum miðlum og al- veg sérstaklega áskriftarmiðlum. Hjá Árvakri höfum við þurft að aðlaga okkur þessum nýja heimi sem er kröfuharður og sífellt að breyt- ast. Auglýsendur standa hvergi í biðröðum hjá fjölmiðlum, við þurfum öll að hafa fyrir því að fá auglýsingar og rökstyðja hvernig og hvers vegna okkar miðill hentar. Við kvörtum ekki. Þetta er krefjandi starf, en mjög ánægjulegt,“ segir Magnús. Kaupgetan ræður úrslitum „Það hefur verið stöðug aukning í auglýsinga- viðskiptum Morgunblaðsins og mbl.is und- anfarin ár,“ segir Magnús. En framboð á aug- lýsingum er háð efnahagsástandi í landinu hverju sinni. „Kaupgeta fólks skiptir auðvitað öllu máli,“ segir Magnús. „Um leið og fólk getur keypt vörur eykst þörf verslana og framleiðenda til að auglýsa. Þetta hangir saman.“ Magnús kveðst bærilega sáttur við stöðu Morgunblaðsins á auglýsingamarkaði eins og hún er núna. „En við viljum að sjálfsögðu stækka okkar hlutdeild enn frekar,“ segir hann. Hann segir menn vongóða um að senn fari að birta til í efnahagslífinu. Öflugur hópur Magnúsi er ofarlega í huga hve öflugur hópur vinnur á auglýsingadeild Morgunblaðsins og mbl.is. „Þetta er hæfileikaríkt fólk með mikla þekkingu og reynslu af markaðnum. Hvaða fyrirtæki sem er væri öfundsvert af þessum hópi,“ segir hann. „Okkar aðalmarkmið er að veita viðskiptavinunum framúrskarandi þjón- ustu.“ Gera kannanir Á vegum Árvakurs eru reglulega gerðar kannanir um notkun Morgunblaðsins. „Niðurstaðan er alveg ótvíræð,“ segir Magnús. „Fólk les áskriftarblöð betur og lengur og það hefur áhrif á hvernig það upplifir auglýsingar og bregst við þeim. Kannanirnar sýna að lesendur verja að jafnaði 169 mínútum á viku í lestur Morgun- blaðsins, en 112 mínútum í lestur Frétta- blaðsins. Stöðugar breytingar „Það eru miklar tæknibreytingar í gangi,“ seg- ir Magnús. Hann segir að þær hafi áhrif á framsetningu auglýsinga. Báðir aðilar, þeir sem auglýsa og hinir sem miðla þeim, þurfi stöðugt að vera vakandi yfir þróuninni. „Stutt er síðan auglýsingagerð fyrir netið miðaðist við stóra tölvuskjái, fartölvur eða borðtölvur. En nú hefur notkunin verið að færast yfir í snjallsíma og spjaldtölvur. Það breytir því hvernig auglýsingar eru settar fram,“ segir hann. „Mér finnst þetta gera starf okkar spennandi og örvandi,“ segir Magnús E. Krist- jánsson. Bjóðum auglýs- ingar innan um vandað efni Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, er sáttur við hlut blaðsins á auglýs- ingamarkaði, en hyggst auka hann enn frekar. Morgunblaðið/Golli „Auglýsendur standa hvergi í biðröðum hjá fjölmiðlum, við þurfum öll að hafa fyrir því að fá auglýsingar,“ segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Árvakurs. Flettingar fréttamiðla 2013 Meðaltal síðustu tólf vikna samkvæmt mælingum Modernus mbl.is 11.582.967 visir.is 6.835.415 dv.is 4.845.544 fotbolti.net 2.141.171 pressan.is 2.075.094 ruv.is 1.652.515 vb.is 289.094 Vikulestur dagblaða Lestur í mínútum á viku í september 2013 Morgunblaðið Fréttablaðið 169 122 Þ að hefur margt breyst á Morg- unblaðinu og í þjóðfélaginu frá því að ég byrjaði að vinna á blaðinu haustið 1966,“ segir Lilja Leifsdóttir sem á lengstan starfsaldur þeirra sem nú vinna á blaðinu, þegar hún rifjar upp gamla tíma í tilefni af aldarafmælinu. Faðir Lilju, Leifur Sveinsson lögfræð- ingur, var meðal eigenda Morgunblaðsins og föðurbróðir hennar, Haraldur Sveinsson, var stjórnarformaður og síðar fram- kvæmdastjóri blaðsins um langt árabil. Þeg- ar hún kom heim frá verslunarnámi á Eng- landi 18 ára gömul og leitaði fyrir sér um vinnu, var því ekki nema eðlilegt að hún spyrðist fyrir á blaðinu. Sigfús Jónsson var þá framkvæmdastjóri og réð hana. Fyrstu verkefnin sem hann fól henni sneru að sam- skiptum við áskrifendur blaðsins. Gjaldkeri 19 ára Lilja var ekki búin að vera lengi á blaðinu þegar Sigfús spurði hana hvort hún vildi ekki verða gjaldkeri. „Mér brá svolítið, fannst þetta ansi mikið starf fyrir mig, 19 ára gamla,“ segir Lilja. Henni er minn- isstætt að Sigfús sagði þá: „Viljið þér ekki ræða þetta við föður yðar.“ Sigfús var af þeirri kynslóð sem þéraði alla. Lilja varð gjaldkeri og við tók fjölbreytt starf sem leiddu til kynna við fjölda fólks, við starfsmenn og viðskiptavini. Hún starf- aði með fimm framkvæmdastjórum, auk Sigfúsar og Haraldar, þeim Hallgrími Geirssyni, Einari Sigurðssyni og nú Óskari Magnússyni. „Viljið þér ekki ræða þetta við föður yðar“ Lilju Leifsdóttir hóf átján ára störf á Morgun- blaðinu og er nú með lengstan starfsaldur þar. Morgunblaðið/Kristinn „Ég man eftir því að hafa verið að vélrita í sexriti kvittun fyrir umboðsmann okkar í Kópavogi í gamla daga,“ segir Lilja Leifsdóttir og bætir við að tæknin hafi auðveldað margt. Sjá næstu opnu 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.