Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 M argréti Heinreks- dóttur er illa við stöðnun. Þess vegna hætti hún á Mogg- anum eftir fimmtán ára starf um miðjan áttunda áratug- inn. Hún fór í háskólanám í lögfræði sem hún lauk fimmtug að aldri, en vann inni á milli hjá RÚV, fyrst hljóð- varpi og síðan sjónvarpinu. Eftir fjórtán ára starf sem lögfræðingur, framhaldsnám í þjóðarétti og mann- réttindum og ársdvöl hjá UNIFEM í Kósóvó flutti hún til Akureyrar 68 ára og tók að sér kennslu við laga- deild háskólans þar. Borgarbarnið Margrét er hætt að kenna en unir sér vel fyrir norðan. Býr í Vaðlaheiðinni, gegnt Akureyri, með dásamlegt út- sýni yfir fjörðinn og bæinn. Henni var boðið starf á Morgun- blaðinu í desember 1959 með einu skilyrði: „Ég var gift og átti barn og skilyrðið var að slægi hagsmunum Morgunblaðsins og heimilisins sam- an yrði ég að taka hagsmuni Mogg- ans fram yfir.“ Eftir á að hyggja segist Margrét ekki undrast skilyrðið sem sett var, en annað kom henni á óvart. „Það var algjört launajafnrétti á ritstjórn blaðsins, sem var athyglisvert á þess- um tíma. Konur og karlar fengu sömu laun fyrir fulla fréttamennsku, og bónusa fyrir sérverkefni. Mér hef- ur æ síðan fundist þetta blaðinu mjög til sóma “ Margrét hafði starfað á skrifstofu Verslunarmannafélags Reykjavíkur í tvö ár. Þar réð ríkjum Sverrir Her- mannsson, síðar alþingismaður og ráðherra. Henni líkaði vistin þar vel en þegar Sverrir flutti sig um set vildi hún líka breyta til. „Ég vann fyr- ir manni sem var að læra læknisfræði en kunni ekki nógu vel við sig í deild- inni og var óráðinn. Við höfðum sam- ið um að ég færi í nám þegar hann væri búinn en ég sá að einhver bið byrði á því og var orðin vansæl, fannst ég eiga fárra kosta völ.“ Hún segir að Morgunblaðið hafi í raun bjargað henni. „Þetta var spennandi málamiðlun.“ Matthías Johannesson var nýorð- inn ritstjóri og var Margrét einn fyrsti blaðamaðurinn sem hann réð til starfa. „Seinna heyrði ég að Sverr- ir hefði farið út á Mogga og sagt við ritstjórana: Þið ráðið nú hana Mar- gréti mína. Ég get fullvissað ykkur um að hún hefur mannsvit! Á betri meðmæli varð víst ekki kosið!“ Áhugi á erlendum fréttum Margrét byrjaði á að skrifa í Dag- bókina, eins og aðrir, fór svo í inn- lendar fréttir en skrifaði síðan lengstum fréttar af erlendum vett- vangi. „Ég var mjög ánægð þegar mér bauðst að fara í erlendu frétt- irnar, hafði á þeim áhuga; þegar sem barn fylgdist ég með fréttum á stríðsárunum, afi minn hlustaði alltaf á fréttir og á meðan var dauðaþögn við matarborðið.“ Á námsárunum fylgdist hún m.a. með upphafi kalda stríðsins, Kóreu- stríðinu, kjarnorkuvopnakapphlaup- inu, uppreisninni í Ungverjalandi og Súezdeilunni. Um það bil sem hún snéri sér að erlendum fréttum á blaðinu fékk hver nýlendan af annarri sjálfstæði og atburðarás á alþjóðavettvangi var hröð og spennandi. Margréti er vita- skuld ógleymanlegt sem öðrum þeg- ar John F. Kennedy Bandaríkja- forseti var myrtur og einnig þegar Gagarín hinn sovéski fór fyrstur manna út í geim, en þann dag var hún einmitt á vakt. „Það er óskaplega margt minn- isstætt, en sá atburður sem hæst ber í minningunni er samt, þó að ég hafi verið hálfgerður áhorfandi vegna þess að ég var í erlendu fréttunum, þegar togarinn Úranus fannst í jan- úar 1960. Stemningin var ólýsanleg. Íslendingar höfðu misst marga tog- ara og allir voru búnir að telja skipið af. Þvílík gleði!“ Síðla hausts 1968 lét Margrét af störfum um hríð til að eignast yngri dóttur sína en með síðustu stór- viðburðum sem hún fékk á sína vakt áður en hún hætti, var innrás Sov- étmanna í Tékkóslóvakíu sem var mikið áfall. „Það höfðu allir bundið svo miklar vonir við „vorið í Prag“ – þessi innrás var hvílík svívirða. Rit- stjórnin fékk aðstoð ungra manna frá tékkneska sendiráðinu við að þýða frásagnir tékknesku blaðanna af því sem gerðist og þeim fannst svolítið skrítið að sjá við fréttaskrifin kas- ólétta konu reykjandi pípu. Það var eini tími ævinnar sem ég reykti …“ Margrét hafði í tvígang farið til Sovétríkjanna, fyrst á eigin vegum sem túristi vorið 1965 og síðan í mán- aðarlanga ferð ári síðar, þegar sov- éska blaðamannasambandið bauð þremur íslenskum kollegum austur. Með henni í för voru Gunnar Berg- mann og Sigurður A. Magnússon. „Ég var óskaplega vonsvikin á þessum tíma, Rússanna vegna. Ég hafði fylgst náið með þíðutímabilinu þegar Krússjeff var við völd, en þarna var Brezhnev tekinn við og byrjaður að loka samfélaginu á ný. Við hittum margt skemmtilegt og at- hyglisvert fólk í þessari ferð, m.a. Aleksandr Tvardovsky, ritstjóra tímaritsins Novy Mir, sem birti Dag í lífi Ivans Denisovich eftir Aleksandr Solzhenitsyn. Tvardovsky var afar sjarmerandi maður, en þarna var farið að þrengja að honum aftur og hann var orðinn mjög þreyttur og dapur. “ Áður hafði hún farið í mán- aðarreisu vestur um haf á vegum bandarísku upplýsingaþjónustunnar og fylgst með kosningabaráttu John- sons og Goldwaters haustið 1964, ásamt Eiði Guðnasyni og Jóni Há- koni Magnússyni. Það var ekki ýkja mikið um ferðir til útlanda á vegum Morgunblaðsins á þessum árum en Margrét reyndi að nýta sumarleyfi sín til námsferða ut- an landsteinanna þegar færi gafst. Á árum þorskastríðsins fór hún þó þrisvar utan á vegum blaðsins, 1967, 1972 og 1974, einnig til Kaup- mannahafnar 1973 til undirbúnings komu Margrétar Danadrottningar til Íslands, til Norður-Írlands þegar átökin þar stóðu sem hæst 1972 og á Hafréttarráðstefnuna í Caracas í Venesúela 1974. Þetta sumar átti Margrét langt frí. „Ég fór að hitta fólkið mitt í Mið- Ameríku og talaði um það við rit- stjórana að gaman væri að fara á haf- réttarráðstefnuna í leiðinni. Matthías og Eykon [Eyjólfur Konráð Jónsson] stukku á hugmyndina, borguðu fyrir mig flugið sem ég þurfti að bæta við til Venesúela og uppihald þar í hálfan mánuð. Þetta var stórfróðlegt og skemmtilegt viðfangsefni, gaman að sjá hvað Ísland stóð framarlega á þessu sviði og þá virðingu sem borin var fyrir okkar frábæra þjóðrétt- arfræðingi, Hans G. Andersen. Ég heillaðist þarna af þjóðaréttinum, Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Margrét heima í Vaðlaheiði, kvöldljósin á Akureyri í fjarska. „Þetta var spennandi málamiðlun. Mig hafði áður langað í blaðamennsku,“ segir hún um upphafið á Mogganum, haustið 1959. Launajafnrétti var blaðinu til sóma Viðtal Skapti Hallgrímsson | skapti@mbl.is Margrét Heinreksdóttir hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 23 ára árið 1959, vann þar í 15 ár og skrifaði lengst af erlendar fréttir. Margrét ber blaðinu að flestu leyti afskaplega vel söguna þó að hún hafi ekki alltaf verið sátt. Margrét á ritstjórninni í Aðalstræti árið 1964. Við hlið hennar eru dóttirin Anna Heiður Oddsdóttir, ljóshærð, og Friðrik, sonur Sonju Diego.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.