Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 88
88 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Það var mikið gæfuspor að fátækifæri til að vinna áMorgunblaðinu í tæpan ald- arfjórðung. Þá voru höfuðstöðvar blaðsins og öll starfsemi undir einu þaki í Aðalstræti 6 sem var og er kjarni borgarinnar. Hjarta stjórn- málanna, fjármálanna og viðskipta var í miðborginni og mikið var um gestagang á öllum deildum blaðs- ins sem ávallt voru opnar og vel tekið á móti þeim sem áttu erindi við starfsfólk blaðsins hvort sem var ritstjórn, auglýsingum eða dreifingu blaðsins. Húsakynnin í Aðalstrætinu voru þannig úr garði gerð að það mynd- aðist afar gott og náið samband á milli starfsfólks af öllum deildum og fyrir bragðið var um góðan og gagnkvæman skilning að ræða á milli allra deilda. Þetta nána sam- band og tryggð starfsfólks lagði grunn að því stórveldi sem Morg- unblaðið varð jafnt í dreifingu sem og á auglýsingamarkaði. Það hafði algera yfirburðastöðu sem hafði svo aftur þau áhrif að á herðum starfólksins hvíldi mikil ábyrgð. Starfsfólkið er dýrmætasta eign blaðsins. Þegar litið er yfir farinn veg þá var það mikil lífsreynsla og góð að fá að vinna hjá Morgunblaðinu. Sá sem hefur þá reynslu er fær í flestan sjó. Þar var samankomin spegilmynd af samfélaginu sem birtist í fjölbreyttum hópi starfs- manna blaðsins. Eigendur blaðsins treystu á starfsfólkið og það gerðu lesendur og viðskiptavinir þess einnig . Það birtist svo í styrkleika þess sem hefur svo lifað með þjóð- inni. Ég vil nota tækifærið og óska Morgunblaðinu innilega til ham- ingju með aldarafmælið og vona svo sannarlega að starfsmönnum blaðsins takist að halda því áfram ungu og fersku á tímum óvissu á fjölmiðlamarkaðnum sem kemur einkum til af síbreytilegri tækni og endalausum möguleikum á að koma sönnu, traustu efni til al- mennins. Þetta mun verða mikil áskorun og jafnframt tækifæri til að við- halda þeirri stöðu sem blaðið hefur í hugum lesenda sinna. Með trausti, tryggð og dyggð mun blað- ið halda áfram að dafna. Ham- ingjuóskir. Mikil lífsreynsla að vinna á Morgunblaðinu Morgunblaðið/Rósa Braga „Þegar litið er yfir farinn veg þá var það mikil lífsreynsla og góð að fá að vinna hjá Morgunblaðinu,“ segir Baldvin Jónsson. „Sá sem hefur þá reynslu er fær í flestan sjó.“ Baldvin Jónsson framkvæmdastjóri Það er eðlilega margs að minnast ámeira en fjórum áratugum sem list-rýnir, pistla- og greinaskrifandi og varla vinnandi vegur að tína út það helsta, nema einkum hvað lýtur að samvinnu minni við ritstjórnina og þá starfsmenn blaðsins, sem ég átti farsæl samskipti við. Eitt gnæfir þó yfir sem er, að allan þennan tíma kom að- eins einu sinni til alvarlegs áreksturs milli okkar Matthíasar og Styrmis, þannig að þak- ið ætlaði að fjúka af Morgunblaðshöllinni, eins og orða má sennuna, en það var að mín- um dómi fyrir misskilning og náðum við full- um sáttum og héldum allir höfði. Nefni þetta helst vegna þess að ritstjór- arnir gáfu okkur rýnunum fullt málfrelsi og skiptu sér lítt sem ekkert af skrifum okkar, þótt fjarri hafi verið að þeir væru alltaf sam- mála. Einnig var mikilvægt að þeir fóru ekki fram á að við sýndum flokksskírteini við ráðningu okkar enda ekki ætlast til pólitískr- ar hollustu né að vera málpípur hags- munahópa, það var önnur ella. Var þó ekki laust við að ýmsir rugluðu þessu saman þannig að ami varð af, en það var einkum frá þeim sem voru svo geirnegldir og samans- úrraðir skoðunum sínum og skoðanabræðr- um/-systrum, að blaðið rataði helst aldrei inn í þeirra rann, var algjör bannvara. En næsta fróðlegt hvernig þeir sem þann- ig lásu ekki, þóttust vita betur en við sjálfir hvernig skoðunum og skrifum okkar væri háttað og töldu sig geta skotið á okkur úr moldugum vígahreiðrum sínum. Einnig ber að nefna að ég var aldrei sendur eitt né neitt hvorki innan- né utanlands, mér var full- komlega treyst í þeim efnum, enda kom mér alltaf jafn mikið á óvart ef viðkomandi lista- maður/kona spurði hvort ég væri „sendur“ til að skrifa um sig, og svaraði því helst aldrei. Mér leið einna best í skrifunum þegar blaðið var til húsa í Aðalstræti og ritstjór- arnir voru allt í öllu, jafnvel svo jarðbundnir að maður kom stundum að þeim við að raða efni í blaðið í prentverkinu, til viðbótar var stemningin á ritstjórninni lengstum einstök. Samskiptum okkar Styrmis og Matthíasar væri kannski best lýst með táknrænni frá- sögn af sérstæðu atviki: Sat á skrifstofu Styrmis sem var búinn að samþykkja sautján daga dagpeninga í utan- landsferð en ég var ekki fullkomlega sáttur, enda mikið og kostnaðarsamt ferðalag fram- undan en þá segir Styrmir: „Matthías kemur eftir augnblik og reyndu að vera sniðugur og fá hann til að fjölga dögum og ég skal vera samþykkur.“ Fljótlega kemur Matthías ábúðarmikill að venju, og ég spyr: Mikla skáld, getur þú ekki fallist á nokkra daga fram yfir þessa sautján sem Styrmir er þegar búinn að samþykkja? Þá lítur Matthías með forundran á okkur til skiptis, gengur svo að borðinu slær krepptum hnefa á borðplötuna og endurtekur brúnaþungur „sautján“ og síðan: „Við mót- mælum allir.“ Okkur Styrmi brá, litum hver á annan í forundran, og leist í sanni sagt ekki á blik- una, en þá hvessir Matthías á mig augum og segir: „Gerir þú þig ánægðan með tuttugu og tvo?!“ Nei, þessu gleymi ég aldrei … Stemningin á ritstjórninni einstök Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður Morgunblaðið/Kristinn Bragi Ásgeirsson skrifaði um listir í Morgunblaðið í rúma fjóra áratugi og segir að lengstum hafi verið einstök stemning á ritstjórninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.