Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Þ egar Þorbjörn Guðmundsson, handhafi blaðamannaskírteinis númer 1, hóf störf á Morgun- blaðinu árið 1942 var útgáfa blaðs- ins með nokkuð öðru sniði en nú er. Það var yfirleitt aðeins átta síður að stærð með auglýsingum á forsíðu, einni síðu undir innlendar fréttir og annarri undir er- lendar. Blaðamenn voru þrír auk ritstjóra, og önnuðust tveir þeirra innlendar fréttir og einn erlendar. Þorbjörn var á Morgunblaðinu í hálfa öld, gekk í öll störf og var orðinn fulltrúi ritstjóra þegar hann lét af störfum í árslok 1992. Hann verður níræður í lok desember, en er eins og unglamb að sjá, ern og minnugur. Pikkaði með einum putta „Þetta var eins og fornöld í samanburði við það sem nú tíðkast á fjölmiðlum,“ segir Þor- björn þegar hann rifjar upp fyrstu ár sín á blaðinu. Ritvél fékk hann, en enn tíðkaðist þá víða að blaðamenn handskrifuðu fréttir og prentarar settu textann í blý. „Ég hafði aldr- ei notað ritvél áður og pikkaði bara með ein- um putta,“ segir Þorbjörn. Hann komst þó fljótt upp á lag með að nota þetta undratæki. Enginn ljósmyndari var á blaðinu og sjald- gæft að birtar væru innlendar fréttamyndir. Það breyttist eftir að fyrsti fastráðni ljós- myndarinn var ráðinn 1947, Ólafur K. Magn- ússon. „Vinnudagurinn var langur,“ segir Þor- björn. „Við byrjuðum um hádegisbil og vor- um yfirleitt að fram yfir miðnætti þegar blað- ið fór í prentun. Það var ekki eins einfalt að ná í fréttir og nú er. Við komum okkur upp samböndum við menn sem voru fróðir eða voru víða á ferð, kölluðum þá „tippara“ og höfðum reglulega samband við þá til að leita fregna. Erlendu fréttirnar fengum við með loftskeytum og frá útvarpsstöðvum eins og BBC en oft voru hlustunarskilyrði erfið og hafði það áhrif á möguleika okkar til að afla nýrra frétta.“ Fréttir af veðri bannaðar Þorbjörn rifjar upp að á stríðsárunum hafi ritskoðun verið í gangi. Ekki mátti birta neitt sem bresku og bandarísku hernaðaryfirvöldin töldu stofna öryggi lands og þjóðar í hættu. Voru blaðafulltrúar herliðanna í sambandi við blöðin og útvarpið til að passa upp á þetta. Á vegum Bandaríkjahers sáu vestur-íslenskir menn um samskiptin. Einn þeirra varð mikill vinur Morgunblaðsmanna, Valdimar Björns- son, síðar fjármálaráðherra í Winnipeg í Kan- ada. „Það mátti ekkert skrifa um veðrið á þess- um árum,“ segir Þorbjörn. „Það var sann- arlega ekki auðvelt fyrir þjóð þar sem allar samræður ganga út það hvernig veðrið sé. En með þessu var verið að koma í veg fyrir að óvinurinn í stríðinu fengi fréttir sem kæmu honum að gagni. Stundum fórum við í kringum þetta,“ segir Þorbjörn og rifjar upp skondna frétt úr Morgunblaðinu snemma árs 1943. Í miklu roki í Reykjavík gerðist það að skúr Skauta- félagsins í Hljómskálagarðinum fauk um koll og skemmdist. Þetta var auðvitað frétt, en ekki mátti neitt nefna rok þegar frá þessu var sagt. Morgunblaðsmenn brugðu þá á það ráð að setja í fyrirsögn „Höfuðskepnurnar skeyta skapi á skúr skautafjelagsins“. Í frétt- inni sjálfri var sagt að fyrir „tilverknað æðri máttarvalda“ hefðu endaskipti verið höfð á skúrnum! Var þetta látið átölulaust af hern- aðaryfirvöldum. Ævintýranleg myndaöflun Í dag senda menn ljósmyndir heimshorna á milli á örfáum sekúndum. Tæknin jókst smám saman á þeim árum sem Þorbjörn var á Morgunblaðinu en náði ekki því stigi sem nú þegar hann hætti 1992. Honum er í minni mikið ævintýri við að afla mynda fyrir blaðið um miðjan sjöunda áratuginn þegar Tunnu- verksmiðja ríkisins á Siglufirði brann til kaldra kola. Þetta var stórfrétt enda misstu um 40 Siglfirðingar atvinnu sína við brunann. Veður var afar vont á Siglufirði þegar þetta gerðist. Morgunblaðsmenn fréttu af eldsvoðanum eldsnemma að morgni og hófu þá þegar að gera ráðstafanir til að afla mynda. Ekki var hægt að fljúga norður og ekki var fært landveginn. Var ákveðið að Steingrímur Kristinsson, ljósmyndari á Siglu- firði, sem fest hafði fjölda mynda af brun- anum á filmu, kæmi filmunum með mótorbát til Haganesvíkur þar sem Björn á Bæ, frétta- ritari blaðsins á Höfðaströnd, ætlaði að ná í þær og aka með til Sauðárkróks, en fréttarit- arinn þar, Guðjón Sigurðsson, átti að flytja þær með hraði í Varmahlíð í veg fyrir Ak- ureyrarbíl. Veður reyndist svo slæmt í Haganesvík að mótorbáturinn frá Siglufirði gat ekki komist að landi. Var þá tekið það ráð að setja film- urnar í gúmmíbát sem skotið var út og tókst að draga hann að landi. „Þegar þarna var komið sögu var klukkan orðin 4 síðdegis,“ segir Þorbjörn og menn skiljanlega orðnir stressaðir fyrir sunnan. En nú gat Björn í Bæ ekið með filmuna til Sauð- árkróks og Guðjón fréttaritari þaðan með þær í Varmahlíð. Þar beið vörubíll á leið suð- ur til Reykjavíkur og hafði fréttaritari Morgunblaðsins á Akureyri, Sverrir Pálsson, fengið hann til að taka filmuna. Til vonar og vara var ákveðið að senda tvo blaðamenn á léttara ökutæki til móts við vörubílinn og mættust þeir á Holtavörðu- heiði. Þegar komið var suður framkallaði Ólafur K. Magnússon filmurnar í snarheitum og síðan voru gerð af þeim myndamót áður en hægt var að nota þær í blaðið. Prýddu þær forsíðu blaðsins og baksíðu blaðsins dag- inn eftir. Fréttin sem aldrei kom Svona fyrirhöfn við að afla fréttamynda þekkist ekki í dag, en sagan er til marks um vinnubrögðin á Morgunblaðinu fyrr á tíð, vinnubrögð sem urðu þess valdandi að blaðið varð fremsti fréttamiðill þjóðarinnar. Þegar Þorbjörn er spurður um minn- isstæðustu fréttina á ferlinum svarar hann brosandi að það hafi líklega verið fréttin sem aldrei var skrifuð. „Menn voru stöðugt að bíða eftir Kötlugosi eins og varð 1918 og okk- ur var lengi fyrirlagt að vera mjög vakandi yfir öllum vísbendingum um reykjarmökk að austan eða einkennileg ljós á lofti. Áttum við að halda þá uppi fyrirspurnum um allt slíkt. Morgunblaðið ætlaði ekki að missa af Kötlu- gosi! Maður var alltaf með þetta á bak við eyrað,“ segir Þorbjörn, „en aldrei rumskaði Katla.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þetta var algjör fornöld Viðtal Guðmundur Magnússon | gudmundur@mbl.is Þorbjörn Guðmundsson hóf störf á Morgunblaðinu 1942. Hann starfaði á blaðinu í hálfa öld, eða til ársloka 1992. Þorbjörn gekk í flest störf hér á blaðinu og síðustu árin í starfi var hann fulltrúi ritstjóra, þeirra Matthíasar og Styrmis. Morgunblaðið gerði sér mikinn mat úr frétta- myndunum sem það fékk á næsta ævintýra- legan hátt frá Siglufirði eftir að Tunnuverk- smiðja ríkisins á staðnum brann 1964. Þorbjörn Guðmundsson var blaðamaður á Morgunblaðinu í hálfa öld, frá 1942 til 1992. Hann er að verða níræður, en er ern og hress og fer létt með að rifja upp sögur frá starfsferli sínum. ’Við komum okkur upp sam-böndum við menn sem vorufróðir eða voru víða á ferð, köll- uðum þá „tippara“ og höfðum reglulega samband við þá til að leita fregna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.