Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Fundur! Einhver kallaði yfir salinn að tím-inn væri kominn. Ritstjórnarfundur aðhefjast. Minnti svolítið á sjómennsku: Ræs, klárir á dekk. Nema að nú var aflinn fréttir og frásagnir. Ritstjórnarfundirnir í stóra fundarherberg- inu í Aðalstræti voru að mínu mati mjög merkilegir. Við annan borðsendann sat Matt- hías. Hrifnæmur, jafnvel ákafur, stundum nokkuð orðmargur. Við hinn endann var Styrmir, íhugull, rólegur og greindi málin af skarpskyggni. Sannarlega áhugavert jafnvægi við borðið. Umhverfis borðið voru svo fram- úrskarandi blaðamenn: Sigtryggur, Björn Vignir, Árni Þórarins, Jóhanna Kristjóns- dóttir, Guðmundur Halldórsson, o.fl o.fl. Að ógleymdum ljósmyndurunum. Mér fannst við finna æðaslátt samfélagsins. Þetta var óvenju viðburðaríkur vetur á Ís- landi. Guðmundar- og Geirfinnsmál voru til rannsóknar og menn voru dæmdir í gæslu- varðhald sem síðar kom í ljós að voru saklaus- ir. Landhelgisstríð við Breta stóð yfir eftir að Íslendingar höfðu lýst yfir 200 mílna fiskveiði- lögsögu. Deilan var afar hörð og fyrirferðar- mikil í fréttum. Freigátan Andromeda sigldi á varðbátinn Þór. Síðar lék freigátan Leander sama leikinn, fleiri árásir annarra skipa fylgdu í kjölfarið. Átökin voru hörð og hættuleg. Morgunblaðið fjallaði ítarlega um málið og fylgdi því eftir með afar harðorðum leiðurum. Töluverðir jarðskjálftar voru við Kröflu og á Kópaskeri. Mikil ólga var einnig í stjórnmálum þennan vetur og miklar og þungar deilur á Al- þingi. Í sveitarstjórnarmálum var deilt um Reykjavíkurflugvöll. Landhelgisdeilan var leidd til farsælla lykta en einhvern veginn tókst ekki að klára þetta flugvallarmál! Ég var nítján ára og mitt í öllu þessu róti skrifaði ég glaður mína fyrstu frétt. Hún fjallaði um fallega gjöf sem kirkju í litlu bæj- arfélagi var gefin. Og fullur eftirvæntingar las ég svo fréttina í Morgunblaðinu daginn eftir. Svart á hvítu. Stoltur. Ég velti aðeins fyrir mér hvers vegna Morgunblaðið hefði ekki nöfn blaðamanna undir svona fréttum! Þetta var svolítið til umræðu á þessum tíma þar sem önnur blöð voru oft með slíkar undirskriftir. En ég var alveg sáttur við niðurstöðuna: Morgunblaðið stendur sjálft við sínar fréttir! Næst skrifaði ég um fyrsta barn ársins og tók viðtal við foreldrana. Afar skemmtilegt. Í framhaldinu var mér svo hrint fram af brún- inni og fékk ég mörg verkefni, stór og smá. Ég fór með Matthíasi upp að Sigöldu að kynnast órtúlega miklum virkjunarframkvæmdum þar. Ég fór í flug með Ólafi K. Magnússyni til að greina frá hertöku varðskipsins á breskum togara sem varðskipið var með í togi á leið til hafnar. Og ég var sendur austur á firði til að skrifa nokkra pistla um loðnuvertíðina. Í fram- haldinu fór ég með Eldborginni á loðnumiðin. Ógleymanleg ferð þar sem ég fékk að kynnast Gunnari Hermannssyni. Mánuðirnir á Mogganum voru einstakur skóli og mikilvæg reynsla og skemmtilegur tími. Ég á margar góðar minningar frá starf- inu og skemmtilegum og faglegum starfs- félögum. Í kjölfarið á blaðamannsstarfinu réð ég mig svo á Eldborgina til loðnuveiða. Klárir á dekk. Og nótinni kastað með von um góðan afla. Ágæta Morgunblað, til hamingju með af- mælið. Takk fyrir mig. Einstakur skóli Ásgeir Haraldsson barnalæknir Morgunblaðið/Golli Ásgeiri Haraldssyni barnalækni var „hrint fram af brúninni“ þegar hann byrjaði á Morgun- blaðinu og fékk mörg verkefni, stór og smá. Ásgeir fór um borð í Eldborgina og skrif- aði um loðnuvertíð- ina. Í kjölfarið var hann munstraður í áhöfn skipsins. Starf mitt á Morgunblaðinu spannaðiheilan aldarfjórðung. Ég byrjaði semsumarstarfsmaður 1984, á ritstjórn- inni í Morgunblaðshúsinu við Aðalstræti. Mér finnst ég ævaforn þegar ég hugsa til þess að fyrsta kastið vann ég allar fréttir á ritvél. Það var hins vegar góð þjálfun í að móta fréttir í huganum áður en þær voru settar á blað og nýttist mér vel þegar fram í sótti. Ég gekk fréttastjóravaktir á innlendri fréttadeild í nokkur ár. Laugardagsvakt- irnar voru oft skrautlegar. Þá þurfti að klára helstu fréttasíður á hádegi og þegar gúrkutíðin var allsráðandi, á miðju sumri, voru fréttalistar oft ákaflega rýrir og stund- um tæpt að ná að fylla síðurnar. Ljósmynd- arar voru ánægðir, því myndirnar þeirra fengu miklu betra pláss en ella. Tvívegis man ég eftir að hafa klórað mér í hausnum rétt fyrir hádegi, búin að þurrausa alla lista og enn var eyða á baksíðu. Í annað skiptið greip ég til þess ráðs að fletta upp í árs- gömlu blaði og sá þá að ári fyrr hafði verið settur upp símklefi í Flatey. Lesendur Morgunblaðsins fengu því frétt um hvernig blessaður símklefinn hafði reynst fyrsta árið – og mikið var nú hægt að teygja úr bless- uðum símklefanum á hárri, eindálka mynd. Í annað skipti fékk ómerkileg frétt um verð- hækkun á mjólkurvöru töluvert vægi þegar ljósmyndari rétti mér rjómafernu og smellti af mynd á meðan ég hellti úr henni. Úr varð önnur há og glæsileg mynd, sem lokaði síð- asta gati á baksíðu. Ekki held ég að les- endur hafi almennt áttað sig á því hvernig sumar áherslur í fréttum fæddust fyrir tóma neyð í gúrkutíð. Eftir fjórtán ára starf á fréttadeild flutti ég mig í greinaskrif. Um tveggja ára skeið starfaði ég sem blaðamaður Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. Það voru ákaflega góð ár. Ég vann greinar fyrir Sunnudagsblaðið um allt sem mér fannst áhugaverðast í Kali- forníu, þar sem ég bjó, hvort sem það var Kísildalurinn, orkumál, stjórnmál, erfðavís- indi, fjölmiðlar eða gullgrafaraæðið sem dró svo marga þangað vestur. Morgunblaðið sendi mig út og suður, á íslenska kvik- myndahátíð í Los Angeles, málþing um Ís- lendingasögurnar í Washington og ég fór á milli framboðsfunda í forkosningum í New Hampshire. Mér þótti nú ekki líklegt að George sem ég hitti á hamborgarabúllu yrði síðar Bush forseti, enda laut hann í lægra haldi fyrir John McCain í kosningum daginn eftir. Styrmir Gunnarsson var áhugasamur um þessa tilraun með blaðamann í Banda- ríkjunum og studdi mig með ráðum og dáð. Þegar ég hugsa til baka er ein lexía mér efst í minni. Matthías Johannessen ritstjóri var allra manna flinkastur blaðamaður og aldrei kom það betur í ljós en þegar mest á reyndi. Þegar náttúruhamfarir eða hörmu- leg slys urðu var hann vakinn og sofinn yfir fréttaflutningi blaðsins. Ég man vel þegar hann brýndi fyrir okkur að lífið gengi alltaf framar dauðanum. Ef bátur fórst þá var áherslan í fréttunum alltaf fyrst á þá sem komust af, svo á þá sem fórust. Enginn bar meiri virðingu fyrir harmi eftirlifenda, en lexían var skýr: Lífið fyrst, dauðann svo. Ég vona að Morgunblaðið haldi þá reglu hans áfram í heiðri. Lífið fyrst Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Morgunblaðið/Kristinn Ragnhildur Sverrisdóttir segir að Matthías Johannessen hafi verið allra manna flinkastur blaðamaður og aldrei hafi það komið betur í ljós en þegar mest á reyndi: „Enginn bar meiri virðingu fyrir harmi eftirlifenda, en lexían var skýr: Lífið fyrst, dauðann svo.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.