Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 95

Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 95
Óeirðirnar við Alþingishúsið þegar aðild að NATO var samþykkt 1949. Meðal minnisstæðra forsíðna um erlenda atburði er fréttin um morðið á John F. Kenn- edy, forseta Bandaríkjanna, í nóvember 1963 og tunglferðin 1968. Leiðtogafundurinn í Höfða var í senn innlend og alþjóðleg frétt og viðbúnaður blaðsins vegna hans var meiri en í aðra tíð. Forsíðan um árásina á tvíbura- turnana í New York 11. september er áhrifa- mikil svo og um hryðjuverkið í Noregi áratug síðar. Af minnisverðum forsíðum af innlendum vettvangi á seinni hluta 20. aldar fyrir utan það sem áður er nefnt eru hér dregnar fram sem sýnishorn forsíða með Heklugosinu 1947, veitingu nóbelsverðlaunanna í bókmenntum til Halldórs Laxness 1955, brunanum á Þing- völlum 1970 þegar Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra, kona hans og dóttursonur lét- ust, afhendingu handritanna ári síðar, kjöri Vigdísar í forsetaembætti 1980, snjóflóðinu á Flateyri 1995 og bankahruninu haustið 2008. Á vefnum timarit.is er hægt að skoða öll tölublöð Morgunblaðsins fram til ársloka 2009. Er þar hægt að kynna sér betur þær forsíður ssem hér eru birtar og aðrar sem les- endur hefðu áhuga á að kynna sér. Skipt var um forsíðu að næturlagi þegar Hekla gaus í mars 1947. Varnarliðið kemur til Íslands vorið 1951. Komið var upp varnarstöð í Keflavík. John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, myrtur í Dallas í Texas í nóvember 1963. Fyrsta ferð mannaðs geimfars til tunglsins 1969 var mesta tækniafrek sögunnar. Aðfaranótt 26. október 1995 féll snjóflóð á Flateyri. Tuttugu létust. Ódæðisverkið í New York 11. september 2011 sem breytti heiminum. Neyðarlög sett á Íslandi haustið 2008 í kjöl- far þess að viðskiptabankarnir hrundu. Öfgamaðurinn Anders Breivik fremur hryðjuverk í Útey við Osló í Noregi. LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 95 Þegar gos hófst í Heimaey um miðnætti 23. jan- úar 1973 voru blaðamenn Morgunblaðsins farnir heim af vaktinni. Prentun blaðsins var hafin. En viðbrögðin voru snögg þegar hringt var til blaðsins og látið vita af því hvað var að gerast. Prentvélarnar voru stöðvaðar og blaðamenn ræstir út. Forsíða blaðsins og ein innsíða voru þegar teknar frá til að rýma fyrir fréttinni. Að morgni var Morgunblaðið eina dagblaðið sem flutti þjóðinni fréttir af atburðunum. Margir urðu agndofa þegar blaðið kom inn um lúguna, enda fáir að fylgjast með útvarpsfréttum að næt- urlagi. Blaðið bætti um betur og um hádegi var gefin út tólf blaðsíðna aukaútgáfa með nánari fréttum af gosinu, viðtölum við Vestmannaeyinga, lög- reglu, björgunarmenn, jarðfræðinga og for- ystumenn þjóðarinnar. Enga ljósmynd var unnt að birta í blaðinu sem unnið var um nóttina, en öll forsíða aukaútgáf- unnar var lögð undir mynd af eldgosinu. Næstu daga gerði Morgunblaðið gosinu ríkuleg skil, fjallaði um björgunarstörf og brottflutning íbúanna sem voru um 5.000, viðtökur á meginlandinu og síðan tilraunir þær sem gerðar voru til að hefta útbreiðslu hraunsins með kælingu. Gosið setti mikinn svip á þjóðlífið næstu mánuði. Vestmannaeyjar voru helsta verstöð landsins á þessum tíma og margir höfðu þungar áhyggjur af áhrifum gossins á efnahags- lífið. Erlendis vakti gosið mikla athygli og nágrannaþjóðirnar buðu fram aðstoð. Eftir á að hyggja er með ólíkindum hvernig tókst að virkja krafta og samheldni þjóðarinnar á þessum tíma. Enginn lét lífið af völdum hamfaranna og ekki leið á löngu þar til Vestmannaeyingar gátu snúið aftur til síns heima. Tók þá við mikið uppbyggingarstarf. STÖÐVIÐ PRESSUNA! Einir með gosfréttina Prentun var stöðvuð þegar fréttin barst. Halldór Kiljan Laxness fær Nóbels- verðlaunin í bókmenntum árið 1955.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.