Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 26
sé vandað. Ástæðan er einföld. Fólk ber orðið svo gott skynbragð á form og innihald ljós- mynda að séu myndirnar ekki vandaðar og áhugaverðar flettir fólk framhjá þeim. Þetta er mjög einfalt.“ Einar Falur segir að ljósmyndadeildin sé einn helsti styrkur Morgunblaðsins. „Hér á blaðinu hefur verið safnað saman sterkasta hópi ljósmyndara, sem nokkurn tím- ann hefur unnið saman á Íslandi,“ segir hann. „Það hefur verið gæfa blaðsins hvað hæft fólk hefur ráðist hingað inn á ljósmyndadeildina – og gæfa lesenda.“ um í bæinn. Tengslin hafa haldist síðan og ýmist hefur hann verið fastur starfsmaður eða frétta- ritari. Hann nam bókmenntafræði við H.Í., er með meistaragráðu í ljósmyndun frá New York, varð myndstjóri á Morgunblaðinu þegar hann sneri þaðan 1995 og gegndi þeirri stöðu þar til hann fór á menningarritsjórnina 2007. Þáttur ljósmyndarinnar í að segja sögu eða frétt er honum því mjög hugleikinn. „Það hefur margoft verið rannsakað hvernig fólk les prentmiðla,“ segir hann. „Fyrst tekur fólk eftir fyrirsögn. Ef hún er áhugaverð skoðar fólk myndefnið. Ef það heldur athyglinni les fólk myndatextann. Haldi þetta þrennt áhug- anum les fólk textann. Þetta virðist vera mynstrið. Það er gríðarlega mikilvægt í þessum myndlæsa heimi á 21. öld að myndefni í blöðum L ykilatriði í menningarumfjöllun er það sama og verið hefur síðan ég kom til leiks inn á Morgunblaðið og það er að endurspegla breidd og dýpt íslensks menningarlífs, ætíð með það í huga að þjónusta áskrifandann sem best,“ segir Einar Falur Ingólfsson, fréttastjóri á menningarrit- stjórn Morgunblaðsins. „Hlutverk blaðamanns hlýtur á hverjum tíma að vera að benda á helstu viðburði. Vitaskuld fer alltaf fram ákveðið val í því ferli. Það byggist á því að á menningarrit- stjórn Morgunblaðsins starfar sérmenntað fólk á þessu sviði, blaðamenn með góða menntun á ólíkum sviðum menningar, sem eru í stakk bún- ir til að fjalla á vandaðan og lifandi hátt um það sem efst er á baugi á hverjum tíma, og ég vona að lesendur njóti góðs af því.“ Einar Falur segir að skipta megi menningar- umfjöllun í tvennt, fréttir og rýni. „Í fréttaflutningi okkar reynum við að fylgj- ast með því sem er í gangi, einkum hér á Íslandi þótt við bendum líka á það sem er mikilvægt og efst á baugi erlendis. Hin hliðin er rýni. Við ger- um okkar besta til að rýna í helstu menningar- viðburði með því að birta gagnrýni,“ segir hann og leggur áherslu á gagnið í rýninni þegar hann talar. „Hér áður fyrr var rýnt í fleiri verk og við- burði, en það hefur breyst með breyttu efna- hagsástandi í útgáfunni. Nú þurfum við að velja þá atburði, sem fjallað er um á gagnrýninn hátt, hvort sem það eru leikhús, tónleikar, myndlist- arsýningar eða bækur. Engu að síður reynum við að sinna því, sem efst er á baugi.“ Að umfjöllun sé sanngjörn, heiðarleg og fagleg Í menningarumfjöllun þarf að draga fram bæði það viðtekna og vaxtarbroddinn. „Á menningarritstjórninni ræðum við á hverjum degi hvað er að gerast og erum mjög meðvituð um að bæði þurfi að benda fólki á það sem er nýstárlegt og forvitnilegt og sinna um leið þeim reyndu listamönnum, sem þegar hafa sannað sig,“ segir Einar Falur. „Í þeirri vinnu hjálpar ólík reynsla okkar blaðamanna gríðar- lega og hjálpar okkur að ná yfirsýn yfir strauma og stefnur. En því má ekki gleyma að íslenskt menningarlíf er – blessunarlega – það blómlegt og margt í gangi að við náum aldrei að komast yfir það allt. Vitaskuld geta lesendur verið mis- sáttir við það val sem á sér stað, en við verðum að standa og falla með okkar vali og gæta þess að öll umfjöllun sé sanngjörn, heiðarleg og fag- leg. Og lykilatriðið er alltaf að þjónusta áskrif- andann, lesandann.“ Einar Falur byrjaði sem fréttaritari fyrir Morgunblaðið og íþróttaljósmyndari í apríl 1981. Þá var hann fjórtán ára. Í þrjú ár fór hann með filmur og fréttir á puttanum eða með rút- Morgunblaðið/Golli Einar Falur Ingólfsson, fréttastjóri menningarritstjórnar, segir mikilvægt að sinna jafnt hinu nýja og þeim reyndu listamönnum, sem hafa sannað sig. Lesandinn alltaf lykilatriðið Myndir Einars Fals Ingólfssonar hafa birst í Morgunblaðinu í rúma þrjá áratugi og hann hefur getið sér orð fyrir að vera jafnvígur á ritmál og myndmál. Nú stýrir hann menningarumfjöllun blaðsins. Morgunblaðið/Einar Falur Louisa Matthíasdóttir Stór hluti af starfi Einars Fals hefur verið að ljósmynda og ræða við listamenn. Louisa Matthíasdóttir listmálari var einn þeirra. „Ég hringdi í hana þegar ég bjó í New York og spurði hvort ég mætti koma og taka af henni mynd,“ segir hann. „Það var auðsótt, hún var þá nýorðin ekkja og var ein í sínu stóra húsi. Ég heimsótti hana nokkrum sinnum, sem var gaman, því þótt Louisa væri sögð orðvör þá hafði hún frá mörgu að segja.“ Metfjöldi Í janúar árið 2001 safnaðist mesti mannfjöldi sem sögur fara af, saman á trúarhátíðinni Kumbh Mela við Allahabad á Indlandi. Einar Falur fylgdist með hátíðarhöldunum og tók mynd af mannþrönginni þegar um 30 milljónir komu saman við ármót fljótanna Jamuna og Ganges í birtingu á helgasta degi hátíðarinnar. 26 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.