Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Þ egar ég byrjaði á Tímanum var ég sett á ritvél, og lærði ekki á tölvu fyrr en ég kom hingað,“ segir Agnes Bragadóttir, einn af reyndari blaða- mönnum Morgunblaðsins. Á næsta ári verða liðin þrjátíu ár frá því að hún hóf störf á blaðinu. Á þeim tíma hefur tækninni fleygt fram, en Agnes segir kröfurnar til blaðamanns- ins ekki hafa breyst. „Hann þarf að ná í fréttina, hafa hana rétta og staðreyna, það er óbreytt, en vissulega var þetta meiri handavinna í þá daga.“ Agnes er nú í annað sinn um „stundarsakir tímabundið“ fréttastjóri viðskiptafrétta, eins og hún orðar það. Hún segir að í upphafi ferilsins hafi hún fjallað mest um stjórnmál og síðar um sjávarútveg. „Svo þegar ég kom heim frá Srí Lanka, þar sem ég starfaði hjá friðargæslulið- inu, árið 2004 var mikil bóla í uppsiglingu. Styrmir Gunnarsson ritstjóri ræddi þá við mig og bað mig um að taka við viðskiptaritstjórninni tímabundið. Viðskiptafréttir Morgunblaðsins höfðu þá gjörbreyst frá því sem var,“ segir Agnes. „Þegar ég byrjaði að vinna á blaðinu voru í raun engar sérstakar viðskiptafréttir. Það breyttist þegar Björn Vignir Sigurpálsson kom til baka árið 1985. Þá var hann sérstaklega fenginn til þess að byggja upp viðskiptaum- fjöllun Morgunblaðsins, fyrst á afmörkuðum fréttasíðum og síðar með vikulegu við- skiptablaði,“ segir Agnes og bætir við að Björn Vignir hafi, ásamt öflugum viðskiptablaða- mönnum, byggt upp umfjöllun blaðsins. „Ég tók við mjög góðu búi frá þeim,“ segir Agnes en þá voru í vændum mestu bóluárin í aðdraganda hrunsins. Agnes segir að ástæða þess að Styrmir hafi beðið sig um að taka við stjórninni hafi líklega verið greinaflokkur eftir hana sem birtist í árs- byrjun 2003 sem fjallaði um baráttuna um Ís- landsbanka. „Þar fékk ég bæði innsýn í við- skiptalífið og dýrmæt tengsl við heimildarmenn. Ég fékk því tækifæri til þess að rækta þau tengsl og efla á ný þegar ég tók við.“ Meira og fyrr á varðbergi Mikið hefur verið fjallað um ábyrgð aðila á hruninu og gjörðum eða aðgerðaleysi í aðdrag- anda þess. Agnes telur að Morgunblaðið geti verið fullsæmt af því hvernig blaðið tók á mál- um. „Styrmir Gunnarsson ákvað í árslok 2005, eftir að hafa fengið í hendur neikvæða skýrslu bresks fjármálafyrirtækis um íslensku bank- ana, sem Arnór Gísli Ólafsson, þá blaðamaður á viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins, hafði útveg- að, að láta okkur í fréttum, bæði innlendum og viðskiptafréttum afla frétta frá erlendum grein- ingardeildum banka og fleirum. Morgunblaðið var því meira á varðbergi gagnvart því sem var að gerast en aðrir fjölmiðlar og jafnframt fyrr, og Styrmir átti frumkvæðið að því.“ Agnes minnist þess og segir rétt að halda því til haga að áhrifamiklir menn í viðskiptalífi landsins hafi verið ósáttir við fréttaflutning blaðsins. „Þessar fréttir, sem enduðu iðulega á forsíðunni, þær vöktu gríðarlega óánægju í bankakerfinu, bæði hjá stjórnendum og eig- endum.“ Helst í hendur við viðskiptalífið Spurð um framtíð viðskiptafrétta Morgun- blaðsins segir Agnes að þær haldist mjög í hendur við það sem sé að gerast í viðskiptalífi landsins. Þannig hafi sérblaðið um viðskipti sem kemur út á fimmtudögum verið orðið mjög stórt á sínum tíma. „Það var svo mikið að gerast og vikulega blaðið fór hátt upp í fjörutíu síður þeg- ar mest var.“ Eftir hrun hafi eðlilega fækkað síðunum í sérblaðinu, enda ákveðinn doði ríkt yfir viðskiptalífinu. En þó eru jákvæð teikn á lofti. „Það eru merki þess að líf sé að færast á ný í vissa afkima viðskiptalífsins og ein helsta undirstöðugreinin, sjávarútvegur, gengur vel í dag. Fari viðskipta- lífið aftur á flug, og vonandi ekki bóluflug að þessu sinni, mun þess sjá stað í viðskipta- umfjöllun Morgunblaðsins,“ segir Agnes. „Við munum þá byggja á góðu gildunum, afla frétt- arinnar, staðreyna hana og flytja hana á eins skiljanlegu mannamáli og hægt er.“ Íslenskukunnátta lykilatriði Talið berst að því hvaða kosti blaðamenn þurfi að hafa. „Almennur blaðamaður þarf að vera góður í íslensku, ég tel það lykilatriði fyrir alla sem ætla sér að vinna á fjölmiðlum. Í öðru lagi þarf maður að hafa eðlislæga forvitni, vilja til að læra og fræðast um hvað er að gerast.“ Að lok- um segir Agnes að blaðamaðurinn þurfi að vera með ákveðinn og mikinn áhuga á málum til þess að „ná fréttinni“ og geta komið textanum frá sér á góðu og skiljanlegu máli. „Þegar kemur að viðskiptablaðamönnum, skiptir höfuðmáli fyrir mig sem fréttastjóra að hafa blaðamenn sem eru sérmenntaðir í hag- fræði og viðskiptafræði,“ segir Agnes, þar sem þeir geti þá nýtt sér menntun sína og fræði til þess að auka skilning fólks á umfjöllunarefni fréttanna. Hlutverk hennar sem fréttastjóra verði þá einfaldlega að laga textann ef þeir verða of fræðilegir í umfjölluninni, og gera hann læsilegan fyrir almenning. „En ég þarf ekki að gera mikið af slíku í dag, ég er með af- burðamenn með mér,“ segir Agnes að lokum. Byggjum á góðu gildunum Agnes Bragadóttir er einn reyndasti blaðamaður landsins og fréttastjóri viðskiptafrétta á Morgunblaðinu. Morgunblaðið/Golli Agnes Bragadóttir segir að umfang viðskiptablaðsins haldist í hendur við viðskiptalífið. Þ að hafa orðið miklar breytingar á þessum tíma. Þegar ég kom í jan- úar 2000 var hérna sex manna deild sem hafði verið í nokkurn tíma, og sá hópur skrifaði bara í blaðið. Starfsum- hverfið var því allt öðruvísi en í dag,“ segir Víðir Sigurðsson, umsjón- armaður íþróttadeildar Morg- unblaðsins. Hann segir að þar muni mest um tilkomu internetsins. „Á þeim tíma var öll íþróttaumfjöllun á mbl.is mun minni og einfaldari, þeir sem voru á vakt þar skrifuðu tilfall- andi íþróttafréttir, þetta var hlið- arbúgrein þeirra,“ segir Víðir, „en eftir því sem leið á áratuginn tókum við íþróttaumfjöllun mbl.is smám saman yfir.“ Víðir segir erfitt að mæla nákvæm- lega hversu mikill hluti starfs íþrótta- blaðamanna Morgunblaðsins sé tengdur mbl.is „Starfið er jöfnum höndum á hvorumtveggju víg- stöðvum. Við erum á vakt frá sjö á morgnana til tólf á kvöldin, og á þeim tíma eru menn að dekka netið, auk þess að koma út blaðinu,“ segir Víðir. Það má því segja að 17 tíma sólar- hringsins séu íþróttafréttamenn Morgunblaðsins á vaktinni. „Við er- um í raun alltaf á netinu,“ segir Víðir kíminn og bætir við að það þýði ákveðið skipulag að koma hlutunum saman og við útdeilingu verkefna. Sérblaðið með betri hugmyndum Á níunda og tíunda áratugnum var íþróttaumfjöllun Morgunblaðsins ekki í sérstöku blaði nema á þriðju- dögum. „Ég held að sérblað Morg- unblaðsins hafi verið með því besta sem blaðið fann upp á. Það gefur íþróttunum mjög sterkt vægi,“ segir Víðir sem bætir við að það hafi einnig virkað sem ákveðinn friðarstillir. „Það hefur stundum komið upp í um- ræðunni að fella íþróttirnar aftur inn í blaðið, en menn hafa alltaf rekið sig strax á hávær mótmæli yfir því að þá yrði ófriður við morgunverðarborðið þegar menn gætu ekki tekið út sínar íþróttasíður og lesið þær án þess að hafa allt blaðið með. Þetta er sérstaða sem Morgunblaðið hefur haft og mun vonandi hafa lengi enn,“ segir Víðir. Íþróttafréttamenn Morgun- blaðsins hafa reynt að sinna sem flestum þeim íþróttum sem stund- aðar eru hérlendis og eru innan lög- sögu íþróttahreyfingarinnar. „Við höfum það að leiðarljósi að gera sem best við stærstu viðburðina í sem flestum greinum,“ segir Víðir. Bolta- íþróttirnar eru þó alltaf fyrirferð- armestar, og segir Víðir að auk vin- sældanna eigi mótafyrirkomulagið sinn þátt í því. Í mörgum íþrótta- greinum sé kannski bara eitt stórt Ís- landsmót á ári og viðkomandi grein því ekki mikið í sviðsljósinu utan þess tíma, en tímabilin í knattspyrnu, handbolta og körfubolta nái yfir stóran hluta ársins. Leik ekki lokið fyrr en í blaðinu Internetið hefur breytt íþrótta- umfjöllun nokkuð. „Það var sagt í gamla daga ef leikurinn fór fram klukkan tvö á laugardegi að þá væri honum ekki lokið fyrr en umfjöllunin hafði birst í Mogganum á þriðjudegi. Þá var kannski skrifuð um hann lærð og löng ritgerð með ítarlegum lýs- ingum á því sem gerist í leiknum. Það er gaman að bera saman blöðin frá sérstaklega svona 1970-1980 við það sem gerist í dag,“ segir Víðir. Núna sé staðan hins vegar þannig að það sé hægt að gera ráð fyrir því að allir viti hvernig leikar fóru um leið og flautað er af, þökk sé netinu. „Þetta hefur kallað á allt aðra nálgun og allt önnur vinnubrögð. Það er ekki lengur sagt í umfjöllun í blaðinu að einhver hafi brunað upp hægri kantinn á 24. mín- útu, gefið fyrir markið og skotið hafi verið rétt framhjá. Nú fer öll sú um- fjöllun fram á netinu jafnóðum og hlutirnir gerast,“ segir Víðir. Íþróttafréttamaðurinn þarf því að sinna ýmsum hlutverkum, vera með upphitun í aðdraganda leiksins, lýsa honum beint á netinu, taka viðtöl, oft- ast myndbandsviðtöl, sem flest birt- ast á mbl.is. „Svo þurfa menn að setj- ast niður og skrifa sína sýn á leikinn fyrir blaðið, hvað þeim fannst áhuga- verðast og þar hafa menn nokkuð frjálsar hendur.“ Eðli íþróttafréttanna í dagblaði hefur því breyst frá því að vera stað- reyndamiðlun yfir í meiri greiningu. „Þegar lesandinn veit hvernig leik- urinn fór og hverjir skoruðu er áherslan lögð á að fá eitthvað frá eig- in brjósti, eitthvað sem er spennandi að lesa daginn eftir, hvaða sýn hefur þessi íþróttafréttamaður á það sem gerðist?“ Víðir segir að íþróttafréttirnar séu ennþá í mikilli þróun. „Þetta mun allt þróast áfram, en meðan þörf er á dagblaði verður þörf fyrir íþrótta- fréttir í dagblaði. Það mun haldast í hendur.“ Víðir segir að þetta samspil nets og blaðs muni skipta þar meg- inmáli. „Í blaðinu þarftu að kasta meira ljósi á hlutina með umfjöllun, viðtölum og fréttaskýringum frekar en að miðla bara staðreyndum um úr- slit leikja.“ Greining í stað lýsingar Víðir Sigurðsson segir alla íþróttaumfjöllun Morgunblaðsins hafa tekið breytingum. Morgunblaðið/Rósa Braga Víðir Sigurðsson gekk til liðs við blaðið árið 2000. Hann segir íþrótta- umfjöllun hafa breyst mjög síðan þá, einna helst vegna internetsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.