Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Minn tími á Morgunblaðinu Margir hafa haft viðkomu á Morgunblaðinu í áranna rás, starfað þar í lengri eða skemmri tíma og síðan haslað sér völl á öðrum vettvangi. Í viðtali í þessu blaði talar Matthías Johannessen um „morgunblaðseggin“ og segir þau jafn margvísleg og svartfuglseggin. Nokkur þeirra minnast hér tíma síns á Morgunblaðinu. Ég sagði eitt sinn við ungan blaðamann,sem nú er fjármálaráðherra, að efhann vildi sleppa við að gera eitthvað sem honum líkaði ekki yrði hann að hætta í blaðamennsku. Og hann hætti í blaða- mennsku og varð fjármálaráðherra.“ Þetta sagði Matthías Johannessen, fyrrver- andi ritstjóri, á ráðstefnu í Edinborg 2004. Hann var að vísa í samskipti okkar sumarið 1973. Ég var sumarblaðamaður á Mogganum og ósáttur við að hafa verið falið að hafa uppi á þáverandi utanríkisráðherra í sumarbústað hans út af því sem ég taldi vera lítið tilefni. Matthías reiddist og ég fékk skammir. En ég talaði ekki við ráðherrann. Daginn eftir sagði Matthías við mig að það hefði sennilega verið rétt að leyfa ráðherran- um að vera í friði í sínu fríi. Ég sagði þá eitt- hvað á þá leið á fundi ritstjórnar að ég myndi framvegis gera það sem ég væri beðinn um. Þá sagði hann glettnislega: „Má ég þá ekki biðja þig að hoppa út um gluggann?“ Þar með var málinu lokið. Ég var heppinn að vera ekki rekinn en lærði mína lexíu. Hún var sú að það var ritstjórinn sem réð hvað stæði í Morgunblaðinu en ekki 22 ára sum- arstrákur. Eftir þetta mat ég Matthías enn meira en áður og var viðloðandi blaðið í tíu ár eftir þetta. Mogginn er skemmtilegasti og líflegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Ég var á blaðinu í sex sumur og tók síðan erlendar fréttavaktir í önnur sex ár þar til ég fór til starfa á pólitískum vettvangi. Öll námsár mín í Bandaríkjunum skrifaði ég einnig pistla í blaðið. Ég sóttist eftir sumarstarfi eftir stúdentspróf 1971 en fékk ekki. Betur gekk árið eftir og kom ég til starfa í byrjun júní. Hef ég ætíð verið ritstjórunum þakklátur fyrir það tækifæri. Fyrsta sumarið er mér minnisstæðast. All- ar deildir blaðsins voru þá til húsa í Að- alstræti 6 og ritstjórnin á 2. hæð var mikil mannlífskvika. Allt sem einhverju máli skipti í þjóðfélaginu kom til umfjöllunar og einnig margt annað. Á ritstjórnarfundum eftir há- degið var rætt um margt fleira en fréttir og efni í blaðið, einkum ef Matthías var í stuði. Gátu fundirnir þá dregist langt fram eftir degi. Mér fannst ótrúlega skemmtilegt að vera þátttakandi í þessari hringiðu og við yngra fólkið hentum á lofti hnyttilegar setn- ingar sem Matthías lét út úr sér. Björn heitinn Jóhannsson var eini frétta- stjórinn, kröfuharður en jafnan léttur í lund. Á blaðinu unnu ýmsir kunnir jaxlar úr blaða- mennsku sem gaman var að kynnast. Margir þeirra urðu góðir vinir mínir og eru enn. Frá fyrsta sumri mínu á blaðinu er tveir atburðir eftirminnilegastir: Skákeinvígi Fischers og Spasskys, sem ég fylgdist vel með, og út- færsla landhelginnar í 50 mílur 1. september 1972. Þá vorum við Brynjólfur Helgason ljós- myndari sendir með skipi frá Ísafirði til að fylgjast með breskum landhelgisbrjótum sem breitt höfðu yfir nafn og númer. Einn tog- arakarlinn hrópaði til okkar: „We are from Uganda!“ Þetta rataði í fyrirsögn mína í mið- opnu blaðsins daginn eftir. Þessi setning rifj- aðist upp fjórum árum síðar þegar Matthías ákvað á ritstjórnarfundi að Morgunblaðið skyldi reyna að ná símtali við Idi Amin, for- seta Úganda. Það var ekki eftirsótt verkefni en Guðmundur heitinn Halldórsson tók það að sér. Stúlkurnar á „talsambandi við útlönd“ rak í rogastans þegar Guðmundur bað þær að hjálpa sér að ná í karlinn. Allt kom þó fyr- ir ekki, Idi Amin lét ekki ná í sig. Það þótti ekki drengileg framkoma við Morgunblaðið. Óneitanlega hefur margt á mína daga drif- ið á þeim 40 árum sem síðan eru liðin. En alltaf er þó gaman að rifja upp minningar af Mogganum með gömlum félögum þaðan. „Erum frá Úganda“ Morgunblaðið/Golli Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra Geir Haarde byrjaði á Morgunblaðinu hið viðburðaríka sumar 1972 og upplifði þorskastríð og einvígi aldarinnar. Ristjórnin „var mikil mannlífskvika,“ segir Geir. Frásögn Geirs af bresku landhelgisbrjótunum sem sögðust vera frá Úganda. Það var fyrir orðastað Matthíasar skáldsað ég tók að mér að rita tónlistar-gagnrýni í Morgunblaðið. Margt mætti til tína um sögu gagnrýninnar, því marg- víslegir og merkilegir viðburðir áttu sér stað, þar sem heimsfrægir listamenn komu fram, er með listfengi sínu höfðu mikil áhrif á þróun tónlistar hér á landi. Viðfangsefni dagblaðs er að fjalla um pólitík, birta aðsendar greinar um menn og málefni, auglýsingar, flytja fréttir, en ekki síst að fjalla um listir og menningu. Það var mér töluverður lærdómsauki að starfa við Morgunblaðið og á ég þar þakk- arskuld ógreidda starfsmönnum blaðsins. Af- mælisósk mín til Morgunblaðsins er að í öngu verði til sparað að gera það sem best úr garði, þjóðinni til gagns og fróðleiks. Viðfangsefni dagblaðs ekki síst listir og menning Jón Ásgeirsson tónskáld Morgunblaðið/Golli Jón Ásgeirsson tónskáld var listgagnrýnandi Morgunblaðsins frá 1970 till 2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.