Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 102

Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 102
102 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Landakirkja og Eldfell Tímatal í Vestmannaeyjum miðast við eldgosið í Heimaey 1973, fyrir og eftir gos. Útlitið var svart þegar bærinn kaffærðist í hrauni og ösku en Eyjamenn misstu ekki vonina og Vestmannaeyjar risu á ný. S jósókn og fiskvinnsla, lundaveiðar og rollustúss í úteyjum. Eldgos, litfög- ur náttúrufyrirbæri og Eyjamenn í dagsins önn. Allt þetta hefur Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins í Vest- mannaeyjum, skráð af kostgæfni á löngum ferli sínum sem ljósmyndari. Sigurgeir fæddist í Vestmanna- eyjum 19. september 1934 og hefur búið þar alla ævi. Hann byrjaði ungur að taka ljósmyndir og birtust fyrstu myndir Sigurgeirs á prenti þegar hann var 13 ára gamall. Fyrstu fréttamyndir Sigurgeirs í Morgunblaðinu birtust í nóvember 1959. Þá var myndefnið síldveiðar í Vestmannaeyjahöfn og smölun í Áls- ey. Ferill hans sem fréttaljósmyndari hófst í ágúst 1958 þegar myndir hans af hvalskurði í Vestmannaeyjahöfn birtust í Tímanum. Fréttaljós- myndun Sigurgeirs til þessa dags spannar því meira en 55 ár. Auk þess að taka myndir var Sigurgeir frétta- ritari Morgunblaðsins um tíma og hann og kona hans, Jakobína Guð- laugsdóttir, voru umboðsmenn Morg- unblaðsins í um 30 ár. Sigurgeir hefur verið iðinn við að skrá hinar ýmsu hliðar atvinnulífsins, náttúrunytja og mannlífsins. Mynda- safnið geymir heimildir um vinnu- brögð og lífsbaráttuna síðustu tæpa sex áratugina. Sigurgeir var í návígi við tvö stór eldgos, Surtseyjargosið 1963 - 1967 og Heimaeyjargosið 1973, og tók af þeim hundruð þúsunda ljós- mynda. Margar þeirra birtust í víð- lesnum dagblöðum og tímaritum um allan heim. Auk þess tók Sigurgeir myndir af þremur Heklugosum frá sjónarhóli Eyjamanna. Fuglamyndir og aðrar náttúrulífs- myndir Sigurgeirs eru kafli út af fyrir sig. Myndasyrpur hans af fjöl- breyttum litbrigðum og formum kletta, hella og fuglabjarga, lita- veislum í þangpollum og öðrum mó- tívum í ótrúlega fjölbreyttri náttúru Vestmannaeyja glöddu oft augu les- enda Morgunblaðsins. Áætlað er að mynda- og filmusafn Sigurgeirs geymi 3-5 milljónir ljós- mynda. Lítið brot af þessu gríðar- stóra safni hefur verið skannað og myndirnar skráðar með upplýsingum um myndefnið. Félagið Sigurgeir ljósmyndari ehf. var stofnað 2005 af Sigurgeir og fjölskyldu hans í þeim tilgangi að varðveita og skrá ljós- myndasafnið. Myndir úr ljós- myndasafninu eru aðgengilegar á vefnum sigurgeir.is. Frægasta ljósmyndin Þekktasta ljósmynd Sigurgeirs var tekin að kvöldi 1. desember 1963 þeg- ar Surtseyjargosið hafði staðið í hálf- an mánuð. Hún var valin fréttamynd desembermánaðar 1963 hjá Associat- ed Press (AP) fréttastofunni og síðar var hún valin í hóp bestu frétta- ljósmynda ársins 1963 hjá AP. Sigurgeir kvaðst hafa farið með Yasicha Mat 6x6 myndavél og þrífót út á Breiðabakka þaðan sem vel sást til gossins. Jakobína, kona Sigur- geirs, og börnin þeirra voru með. Risastór gosmökkurinn stóð upp úr hafinu og í honum leiftruðu eldingar milli himins og jarðar. „Ég hafði ekki tekið mynd á tíma fyrr en þarna,“ sagði Sigurgeir. Jak- obína skráði ljósopið og tímasetn- inguna á hverri mynd og hvað hún var lýst lengi. „Það var frá einni mín- útu og upp í fimmtán mínútur sem ég var með vélina opna. Ég reyndi að meta það hverju sinni eftir því hvað eldingarnar voru sterkar hvað lengi vélin þyrfti að vera opin svo eitthvað kæmi fram í myndinni.“ Verðlauna- myndin var tekin nákvæmlega klukk- an 19.25.00 til klukkan 19.26.30. Sig- urgeir sagði að enn þann dag í dag, tæpum 50 árum síðar, sé óskað eftir leyfi til að nota þessa víðfrægu mynd. gudni@mbl.is Surtseyjargosið Víðförulasta ljósmynd Sigurgeirs var tekin að kvöldi 1. desember 1963, rúmlega hálfum mánuði eftir að gosið hófst í Surtsey. Sigurgeiri tókst að fanga hrikalegan ljósagang í gosmekkinum. Myndin var valin fréttamynd desember 1963 hjá Associated Press og ein af bestu fréttamyndum ársins 1963. Litadýrð náttúrunnar Fjölbreyttir litir og form í náttúrunni hafa orðið Sigurgeiri að yrkisefni. Þörungagróður í sjávarhellum og þang í pollum geta verið litskrúðug. Fiskverkakona Guðrún Þórðardóttir var þekktur borgari í Eyjum. Hún bjó í Framnesi við Vesturveg og vann í fiski. Aflahrota í Vestmannaeyjum Þegar allar þrær og fiskmóttökur voru orðnar fullar var aflanum keyrt út á Heimaey. Hér þekur loðna 16. braut á golfvellinum. Sigurgeir var valinn bæjarlista- maður Vestmannaeyja 2006. Milljónir ljósmynda Ljósmyndir | Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson ljósmyndari í Vestmannaeyjum og Morgunblaðið hafa lengi átt samleið. Hann hefur myndað eldgos og eyjalíf, sjómenn og fiskverkakonur og ótrúlega fjölbreytni náttúru Vestmannaeyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.