Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 fræði sem réð þessari baráttu. Ég hef sagt það áður, að ég skildi hann Matthías ekki fyrstu árin, þegar hann var að tala um að það væri komið á lénsskipulag á Íslandi. Ég held að hvorugur okkar Björns Bjarnasonar, sem þá var aðstoðarritstjóri blaðsins, hafi skilið almennilega hvað Matthías var að fara. Smátt og smátt fór ég að skilja hugsun Matthíasar, og svona fimm árum eftir að kvótalögin voru sett, fór ég að taka undir með Matthíasi og skrifa með honum um kvótann. Þetta voru auðvitað gríðarlega hörð átök og erfið, ekki síst vegna þess, að pólitískir samherjar okkar að öðru leyti, innan Sjálfstæðisflokksins, voru mjög óánægðir með þessi skrif okkar. Og við vorum víða uppnefndir sósíalistar á þessum árum. Niðurstaðan varð hins vegar sú, rúmum áratug eftir að Morg- unblaðið hóf þessa baráttu, að gjaldtaka vegna nýtingar auðlind- arinnar var samþykkt sem stefnumál Sjálfstæðisflokksins á landsfundi. Það tel ég að hafi verið mikill sigur fyrir okkar mál- stað, þótt því hafi að vísu ekki verið mikið hampað af Sjálfstæðis- flokknum eða forystumönnum hans eftir það. Núna er ekki lengur deilt um hvort eigi að taka gjald fyrir veið- arnar, það er bara deilt um hversu hátt eða lágt gjaldið eigi að vera. Mér fannst gjaldið vera sett of lágt í upphafi, en mér hefur fundist seinni árin, að það væri farið of hátt með það og ég hef sér- staklega haft áhyggjur af því að það væri verið að ganga of langt í gjaldtöku, gagnvart litlum og meðalstórum fyrirtækjum í sjávar- útvegi, sem eru auðvitað ein af undirstöðunum í okkar atvinnulífi.“ – Hvað um framhaldið? Er baráttunni um rentuna lokið? „Ég held að baráttunni um hvort eigi að taka gjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina sé lokið. Það verður ekki aftur snúið með gjaldtökuna, en það er svo annað mál að átökin um það hversu hátt gjaldið eigi að vera og hvernig eigi að taka það, munu örugglega halda áfram lengi.“ Líkti fréttaflutningnum við Heklugos – Undir þinni ritstjórn, frá því í nóvember 2005 og fram á árið 2008, var mikið fjallað í fréttum og ritstjórnargreinum um stöðu ís- lensku viðskiptabankanna, við afar lítinn fögnuð þeirra sem áttu og stjórnuðu bönkunum á þessum tíma. Hver var kveikjan að þessum skrifum okkar og viltu lýsa þessu tímabili og því viðmóti sem Morg- unblaðið mætti í kjölfar skrifanna? „Kveikjan var sú, að ungur blaðamaður á viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins, Arnór Gísli Ólafsson, kom og sagði okkur á rit- stjórnarfundi síðari hluta nóvember 2005 að hann hefði verið að tala við kunningja sinn, sem vann hjá fjármálafyrirtæki í London. Hann hefði rekist á mjög neikvæða umsögn frá greiningardeild bresks fjármálafyrirtækis um íslensku bankana og þá sér- staklega Kaupþing, ef ég man rétt. Arnór Gísli útvegaði þessa umsögn og við áttuðum okkur á því, að þetta var alvarlegt mál og slógum þessu því mikið upp á forsíðu blaðsins. Uppslátturinn var slíkur að Hreiðar Már Sigurðsson, þá bankastjóri Kaupþings, líkti honum við Heklugos á síðum Morg- unblaðsins. Síðan héldu þessar fréttir áfram að streyma inn næstu fjóra til fimm mánuði. Það sem gerði mér auðveldara að átta mig á að það var eitt- hvað að gerast, var það, að eftir að Davíð Oddsson fór í Seðla- bankann, talaði ég töluvert mikið við hann. Þótt hann segði mér aldrei neitt sem hann ekki mátti segja, þá heyrði ég alveg á því hvernig hann talaði, að það gat verið mikið alvörumál, sem þessar erlendu greiningardeildir voru að fjalla um. Þessi samtöl við Dav- íð urðu til þess að ég lagði miklu meiri áherslu en ella á þessar fréttir og frásagnir. Við fengum fagmann til þess að þýða sumt af þessum álits- gerðum, til þess að það færi ekkert á milli mála, að við værum að fara rétt með og þýða þetta rétt. Við birtum töluvert af þessu efni í heilum köflum, svo ekki væri hægt að segja að við værum að slíta úr samhengi. Viðbrögðin frá bönkunum voru mjög harkaleg. Ann- ars vegar gagnrýndu þeir fréttaflutning Morgunblaðsins og töldu að við færum offari í honum og þegar spurt var á móti, hvort þeir teldu að Morgunblaðið ætti ekki að segja frá þessum fréttum, svör- uðu þeir og sögðu: Nei, við erum ekki að segja það. Okkur finnst þið eigið að segja frá þessu á innsíðum blaðsins en ekki útsíðum. Mér er það minnisstætt að hingað kom hópur starfsmanna úr einum bankanna í kynningarheimsókn. Fólk í þessum hópi sagði við okkur: Okkur finnst að þið eigið að standa með bönkunum, en ekki taka þátt í því að gagnrýna þá. Mér er það líka minnisstætt að Björgólfur Guðmundsson hringdi í mig og sagði að hann vildi að ég vissi það að hann hefði ekkert við þennan fréttaflutning að athuga og honum fyndist þetta sjálfsagt. Björgólfur var, þegar þetta var, orðinn einn af eigendum Morgunblaðsins og mér fannst gott að vita að slík af- staða væri til í bankakerfinu hér. Ég tel að þessi fréttaflutningur okkar þennan vetur og fram á vor 2006 hafi verið til marks um að ritstjórn Morgunblaðsins hafi skilið hvað var að gerast. Og aftur, eftir að fréttir bárust frá Bandaríkjunum um undirmálslánin svokölluðu sumarið 2007, kveiktum við mjög rækilega á því hvað um var að vera, eins og sjá má á skrifum blaðsins seinni hluta árs 2007. Það var m.a. vakin athygli á því í Reykjavíkurbréfi í júlílok 2007 að það sem væri að gerast í Bandaríkjunum gæti þýtt erfiðleika fyrir íslensku stór- fyrirtækin, sem voru með mikil umsvif í öðrum löndum. Vitanlega sáum við ekki hrun bankanna fyrir, ekki frekar en aðrir og höfðum engar forsendur til þess. En ég held að frétta- flutningur okkar á þessum árum hafi skorið sig úr, þegar við horfum á íslensku fjölmiðlana. Reyndar er það svo, að Hulda Þórisdóttir, sem skrifaði eina af fylgiskýrslum Rannsóknarnefndar Alþingis, hafði sérstaklega orð á því í skýrslu sinni að fréttaflutningur Morgunblaðsins á þessum tíma hefði skorið sig úr. Hún sagði: „Það sem einkennir einnig fréttaumfjöllun af skýrslunum (þ.e. þeim erlendu skýrslum greiningadeilda, sem hér er fjallað um, innskot Mbl.) í febrúar og mars árið 2006 er að lítið er um ítarleg- ar frásagnir af innihaldi þeirra. Þess í stað virðast fréttir oft byggjast á fréttatilkynningum og viðbrögðum hagsmunaaðila við þeim … Áberandi undantekning frá viðbragðafréttamennskunni er umfjöllun Morgunblaðsins sem var allítarleg og tekið í mörgu undir varnaðarorð skýrsluhöfunda. Raunar var Morgunblaðinu talsvert legið á hálsi fyrir þessa umfjöllun …“ Var hræddur við Bjarna Benediktsson! – Þegar þú horfir inn á við, á ritstjórn Morgunblaðsins, þá áratugi sem þú varst hér, hverjar eru merkustu breytingarnar í þínum huga? „Fyrst kom ég inn á ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins í Aðalstræti haustið 1958 og var nú svo heppinn þá að ég sá Valtý Stefánsson á göngum blaðsins, en ég talaði aldrei við hann. En af því að ég sá Valtý í þessu umhverfi, finnst mér að ég hafi fengið einhverja tengingu við fortíðina. Að vísu hafði ég líka aðra tengingu við fortíð Morgunblaðsins, sem var allt annars eðlis. Hún var sú að hér var ritstjóri í 24 ár með Valtý, sem hét Jón Kjartansson. Föðuramma mín, Vilborg Runólfsdóttir, sem var sveitastúlka úr Vestur-Skaftafellssýslu, hafði unnið hjá kaupmanninum í Vík í Mýrdal. Jón Kjartansson var skyldur því fólki og amma þekkti hann og hafði í meiri háveg- um en aðra menn, það sem ég heyrði til. Mér fannst ég því alltaf hafa ákveðin tengsl við Jón Kjartansson og í mínum huga var það einn merkasti áfanginn á mínum starfsferli hér á Morgunblaðinu, þegar ég var búinn að vera lengur ritstjóri en hann. Í þessari fyrstu heimsókn 1958 á ritstjórnina sá ég líka Bjarna heitinn Benediktsson í fyrsta sinn í eigin persónu og man hvað ég Morgunblaðið/Kristinn Hjónin Styrmir Gunnarsson og Sigrún Finnbogadóttir (lengst til vinstri) voru meðal gesta þegar Haraldur fimmti Noregskon- ungur sæmdi Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, stórriddarakrossi hinnar konunglegu norsku heiðursorðu. Kjell H. Halvorson, sendiherra Noregs á Íslandi, afhenti Matthíasi orðuna 19. desember 2002. MORGUNBLAÐIÐ OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN – Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið hafa átt samleið í mörgum málum í gegnum árin. Hver hefur þróunin verið í sam- skiptum flokks og blaðs, og hvaða breytingar hafa verið mark- verðastar? „Þegar ég kom hér inn á Morgunblaðið voru þeir Matthías og Eykon búnir að marka nýja stefnu um samskipti Morgunblaðs- ins og Sjálfstæðisflokksins og draga úr tengslum flokks og blaðs. Sigurður Bjarnason hreyfði engum andmælum við þeirri stefnu, sem Matthías og Eyjólfur Konráð mörkuðu, þótt hann hefði kannski svolítið aðrar skoðanir á því hvernig samskipt- unum ætti að vera háttað, enda voru tilfinningar Sigurðar til Morgunblaðsins rosalega sterkar. Þessi nýja stefna var ekki bara verk þeirra Matthíasar og Ey- kons. Því má aldrei gleyma að eigendur blaðsins á þessum tíma kröfðust þess að tengsl Morgunblaðsins við Sjálfstæðisflokkinn yrðu rofin. Það var ekki bara að þeir færu kurteislega fram á það, þeir kröfðust þess. Þar voru fremstir í flokki Haraldur Sveinsson og Gunnar heitinn Hansson, eiginmaður Huldu Val- týsdóttur. Skoðun eigendanna var sú að Morgunblaðið ætti að verða sjálfstætt dagblað, óháð Sjálfstæðisflokknum. Partur af því að þetta gekk vel framan af var náin vinátta Matt- híasar og Bjarna heitins Benediktssonar. Þó að Morgunblaðið gerði eitthvað sem fór í taugarnar á Bjarna vissi Bjarni að hann gat treyst ritstjórunum. Síðan kemur Geir Hallgrímsson við sögu, bæði sem stjórnar- formaður útgáfufélagsins og sem formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Þar af leiðandi var mjög mikið samband á milli okkar og Geirs sem formanns sem þýddi það að hann treysti okkur þó að við værum að gera hluti sem hann var skammaður fyrir innan Sjálfstæðisflokksins. Tengsl Matthíasar og Bjarna heitins annars vegar og svo tengsl Eykons og Matthíasar við Geir hins vegar, (Eykon og Geir voru nánir samherjar og vinir) auðvelduðu okkur mjög að þróa blaðið áfram frá því að vera málgagn Sjálfstæðisflokksins eins og það var um skeið. Þetta var gert smám saman, hægt og rólega, en eftir sem áður átti blaðið alltaf fulltrúa á þingflokksfundum Sjálfstæðisflokksins. Ég sat þar um tíma, áður en ég varð ritstjóri, bæði sem þing- fréttaritari og líka sem leiðarahöfundur í nokkur ár. Bjarni ákvað að það skyldu ekki bara vera ritstjórar blaðsins sem hefðu setu- rétt á þingflokksfundum, heldur líka leiðarahöfundar. Sumarið 1983 sátum við Matthías saman ásamt eigendum Morgunblaðsins í veiðihúsi við Þverá í Borgarfirði og skrifuðum þar undir bréf til þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem við höfð- um fengið bréf frá og afþökkuðum formlega boð um að tilnefna fulltrúa á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Við litum svo á að þar með væri formlega slitið þessum nánu tengslum við flokk- inn, sem höfðu verið til staðar. Síðan koma nýjar kynslóðir inn í formennsku Sjálfstæðis- flokksins, sem höfðu haft mikil tengsl við Morgunblaðið og unn- ið á eða fyrir ritstjórn blaðsins, eins og Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson og Geir H. Haarde. Það voru auðvitað mjög skiptar skoðanir og meiri sviptingar á milli okkar og flokksins en höfðu verið áður. En allt hefur það þó endað vel og vináttutengslin hafa ekki rofnað. Vináttutengslin hafa ekki rofnað Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Árni Sæberg Þeir hittust á skrifstofu Matthíasar í Aðalstræti rétt fyrir flutn- inginn í Kringluna 1993. Frá vinstri: Bergur G. Gíslason, Styrmir, þá ritstjóri, Sigurður Bjarnason og Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrverandi ritstjórar, Matthías , þá ritstjóri og Har- aldur Sveinsson, þá framkvæmdastjóri Árvakurs. Styrmir með Bergi G. Gíslasyni, í nóvember 2002. Bergur var einn af forystumönnum Ávakurs í hartnær hálfa öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.