Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 STOFNAÐ 2 . NÓVEMBER 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Útgefandi: Óskar Magnússon Karl Blöndal Þ að var mjög fátítt hér áður að menn næðu því að verða hundrað ára gamlir. Slíkum „hundraðshöfðingjum“ hefur fjölgað mikið síðustu áratugina. En það er enn mjög sjaldgæft að dagblöð nái því að verða hundrað ára gömul. Morgunblaðið er fyrsta íslenska dagblaðið sem lifir slíkan áfanga. En vonir prentmiðils um slíkt langlífi hafa sjálfsagt versnað fremur en hitt á þessum sömu síðustu áratugum sem langlífum hefur fjölgað vegna betri aðbúnaðar og lífsskilyrða. Blaðið ykkar, lesendur góðir, er bratt þegar það fagnar í dag aldarafmæli og á þá von í brjósti að fá að koma út alla daga vikunnar lengi enn. Það kæmi þó ekki á óvart þótt einhverjum þættu það óraunhæfar væntingar, vegna þeirra öru breytinga sem tæknin býr nú blöðum. Enda rígbinda morgunblaðsmenn þessar væntingar sínar ekki endilega við óumbreytanlegt form. Þeir hafa þegar lagað útgáfu sína að breyttum skilyrðum og munu halda áfram að gera það auk þess sem vefur Morgunblaðsins er sá öflugasti í landinu. En þyki einhverjum framtíðin vera óárennileg fyrir blaðaútgefendur gæti verið hollt að horfa til þess tíma, þegar Morgunblaðið lagði úr vör. Þá var enn flest fátæklegt í landinu, vegir fáir og flestar ár óbrúaðar. Háskóli aðeins tveggja ára gamall og deilir húsi með alþingismönnum og enn mánuðir í að Eimskipafélag Íslands verði formlega stofnað, en það auglýsir þó skrifstofu sína í eindálki á forsíðu fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins. Segir það skrifstofuna opna kl. 5-7 og talsíminn sé 409. Það eru enn tvö ár þar til konur fá kosningarétt, en það er samt hugur í Íslendingum, konum sem körlum. Þótt flest væri ógert skynjaði þjóðin að það miðaði. Heimastjórnin hafði staðið í næstum áratug og þegar sannað að það munaði öllu að þjóðin hefði sem mest forræði eigin mála. Fyrsti heimastjórnarráðherrann, Hannes Hafstein, var aftur við völd á fyrsta útkomudegi Morgunblaðsins. Fyrsti ritstjóri blaðsins, Vilhjálmur Finsen, segir í forsíðugrein: „Dagblað það, sem hér byrjar starf sitt, á fyrst og fremst að vera áreiðanlegt, skemtilegt og lipurt ritað fréttablað. Reykjavíkurbær hefir enn eigi eignast slíkt blað, þó þörfin hafi verið mikil um mörg ár og mörg nauðsynleg skilyrði hafi þegar verið fyrir hendi.“ En þótt Reykjavík sé þar sérstaklega nefnd er blaðið ekki bundið við bæinn: „Fréttir hvaðanæfa af landinu mun og eigi skorta,“ segir ritstjórinn. „Símfréttir munu við og við birtast frá öllum stærri bæjum og kauptúnum landsins, og úr sveitum, þegar þess gefst kostur.“ Blaðamenn Morgunblaðsins og tugir fréttaritara hafa í heila öld staðið við þessi fyrirheit í fyrsta tölublaðinu og vel það. Lögð hefur verið þung áhersla á það allt afmælisárið að undirstrika sérstaklega öflug tengsl lands og blaðs. Það þurfti kjark og stórhug til að standa fyrir útgáfu nýs dagblaðs á Íslandi árið 1913. Landsmenn voru þá tæplega 90 þúsund og aðeins um 12 þúsund bjuggu í höfuðstaðnum. Og því fór fjarri að fjárhagslegur grundvöllur útgáfunnar, sem duga myndi til nokkurrar framtíðar, hefði örugglega verið lagður. Í grein á 50 ára afmæli Morgunblaðsins skrifar ritstjórinn, Matthías Johannessen: „Fyrsti ritstjóri Morgunblaðsins, Vilhjálmur Finsen, hefur í æfisögu sinni, „Alltaf á heimleið“, lýst allítarlega þeim erfiðleikum, sem við var að etja, þegar blaðið hóf göngu sína fyrir 50 árum. Þeir félagar, hann og Ólafur Björnsson, fengu 2.500 króna víxil í Landsbankanum, líklega vegna tengsla Ólafs við Ísafold. En bankastjórinn var hvorki bjartsýnn né trúaður á fyrirtækið: „Þið farið á hvínandi hausinn, piltar“, sagði hann.“ Þegar fyrsta blaðið kom úr prentsmiðjunni voru tryggir áskrifendur aðeins orðnir 38 en voru komnir í 300 áður en dagur var allur. En eftirvæntingin var samt mikil og um 1.000 eintök seldust í lausasölu. Þótt þeim ágæta bankastjóra, sem víxilinn keypti, skjöplaðist í hrakspá sinni, sem betur fer, var útgáfan ekki samfelldur dans á rósum. Sex árum eftir að útgáfan hófst var blaðið prentað í rúmum 4.000 eintökum en fáum árum síðar hafði sú tala skroppið saman um fjórðung. En svo tók landið að rísa á ný og Morgunblaðið náði smám saman góðri stöðu, þótt önnur dagblöð kæmu til sögunnar. Margt leiddi til þeirrar niðurstöðu og hefur sú saga verið rakin og er kunn. Það gefur augaleið að þeir sem starfa við blaðið á þessum miklu tímamótum hafa margt að þakka fyrir blaðsins hönd. Framsýnir menn og djarfir stofnuðu til blaðsins. Eftir því sem blaðið stækkaði úr sínum fyrstu fjórum síðum daglega (helmingi fleiri um helgar) fjölgaði mjög starfsmönnum útgáfufélagsins. Þeir störfuðu margir lengi fyrir fyrirtækið og unnu því af afli og heilindum. Það er næstum sama hvar borið er niður. Tugþúsundir Íslendinga hafa borið út Morgunblaðið þessa öld sem liðin er. Lengi vel voru æði smáir fætur á ferð um borg og bý tiplandi með blaðið í lúgurnar árla morguns, í öllum veðrum, og rukkuðu svo inn einu sinni í mánuði. Margir hafa nefnt að fyrir þau störf fengu þeir í fyrsta sinn greitt í beinhörðum peningum. Margir áhrifamiklir og öflugir menn völdust til að ritstýra Morgunblaðinu. Sumir þeirra voru lengi við stjórnvölinn á ritstjórninni og höfðu mikil áhrif á vöxt og viðgang blaðsins og á þau viðhorf sem mestu hafa ráðið um ritstjórnarstefnu. Ýmsir þeirra sem skemur stóðu við lögðu einnig mikið til þessa þáttar, en samheldni ritstjóra hefur verið einkennandi fyrir blaðið. Smám saman byggðist upp mjög öflug ritstjórn og sú langfjölmennasta á landinu og á það enn við. En þótt þáttur ritstjórnar sé sá sem snýr mest að lesandanum þarf fleira að koma til. Framkvæmdastjórar hafa verið öflugir og fylgnir sér. Þeir sem halda utan um áskrift, auglýsingar, dreifingu og prentun eru í lykilhlutverki. En svo vill til að þeir sem utan við þennan hóp standa eru mikilvægustu morgunblaðsmennirnir. Áskrifendur hafa margir átt samleið með blaðinu í áratugi. Þeir gegna meira leiðbeinenda- og prófdómendahlutverki við Morgunblaðið en blasir við. Sjálfsagt eru fæstir þeirra alltaf og ætíð sáttir við allt sem gengur á prent á síðum Morgunblaðsins. En þeir vita og mega vita að það er mjög hugsað til þeirra og hugleitt hvernig þeim líki það sem á borð er borið. Morgunblaðið er eina dagblaðið sem eftir er í landinu, sem er í slíku sambandi við sína lesendur. Aðrir geta boðið upp á hvað sem er. Það er ekki eftirsóknarvert. Aldamót í lífi blaðs Davíð Oddsson 2009 Ólafur Stephensen 2008-2009 Haraldur Johannessen 2009 Sigurður Bjarnason 1956-1970 Ritstjórar Morgunblaðsins Valtýr Stefánsson 1924-1963 Þorsteinn Gíslason 1921-1924 Bjarni Benediktsson 1956-1959 Einar Arnórsson 1919-1920 Jón Kjartansson 1924-1947 Vilhjálmur Finsen 1913-1921 Einar Ásmundsson 1956-1959 Matthías Johannessen 1959-2000 Eyjólfur Konráð Jónsson 1960-1974 Ólafur Björnsson 1919 Styrmir Gunnarsson 1972-2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.