Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Page 33
Morgunblaðið/Eggert
Vinkonurnar eru duglegar að bjóða hver annarri í mat.
Frá vinstri: Heiðrún Ingvarsdóttir, nemi
í hjúkrunarfræði, Sara Lind Sölvadóttir
og Sandra Gunnarsdóttir sem eru báð-
ar í fæðingarorlofi, Signý Rún Péturs-
dóttir, nemi í viðskiptafræði og Anna
Lóa Kjerúlf viðskiptafræðingur.
10.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
Framleiðendur bresku Rowlett brauðristanna
hafa aldrei verið sammála því að brauðristar eigi
að vera ódýrar, ónákvæmar og ónýtar alltof snemma.
Þær hafa verið handsmíðaðar í tæp 70 ár og hvert
einasta tæki er prófað áður en það fer úr húsi. Það
hlýtur að vera öfundsvert starf að sjá um gæða-
eftirlitið með öllu þessu ristaða brauði.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Brauðristar-
gæðaeftirlit
BOTN:
250 g suðusúkkulaði
180 g smjör
180 g sykur
4 egg
1 dl hveiti
½ tsk. lyftiduft
1 tsk. vanilludropar
Byrjið á að bræða súkkulaðið og
smjörið saman yfir heitu vatnsbaði
eða í örbylgju. Þeytið saman egg og
sykur og blandið vanilludropunum
saman við. Því næst er þurrefn-
unum og svo súkkulaðinu blandað
varlega saman við eggjablönduna.
Deiginu er hellt í vel smurt form, til
dæmis 26 cm smelluform, og kakan
bökuð við 175°C í ca. 45 mínútur.
Leyfið kökunni að kólna svolítið
áður en kremið er sett á.
KREM:
150 g 56% súkkulaði
100 g Milka súkkulaði með
karamellu
160 ml rjómi
25 ml hunang
örlítið af salti
Saxið 56% súkkulaðið og
Milka súkkulaðið fínt
og setjið saman í
skál. Setjið
rjóma, hun-
ang og salt
í pott og
hitið að
suðu.
Hellið
rjóma-
blöndunni
yfir súkku-
laðið, aðeins litlu í einu, og hrærið
vel á milli. Hellið yfir kökuna og
jafnið út.
Kemur æðislega vel út að bera
kökuna fram með berjum og rjóma
eða ís.
Súkkulaðidraumur með Milka karamellusúkkulaði