Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Page 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Page 45
þvert gegn stjórnarskrá landsins. Því að óbreyttri stjórnarskrá er óheimilt að afsala lagasetningarvaldi þingsins annað, rétt eins og dómsvaldinu. Erindrekar hverra? Stundum er á það bent að ráðuneytin hafi fjölda manna á sínum snærum í Brussel til að gæta hagsmuna Ís- lands við tilskipunarvinnuna þar á frumstigi. Það verð- ur að segja það eins og er að af slíkum er minna en ekkert gagn. Það var rétt hjá frú Thatcher að slíkir sendifulltrúar líta furðu fljótt á sig sem „innfædda“ í Brussel og taka að halda að hlutverk þeirra sé að gæta hagsmuna búrókratana gagnvart eigin þjóð. Helsta verkefni þeirra og oft það eina, ef eftirmiðdagsboð eru talin frá, er því gjarnan það, að hotta á sína eigin heimamenn, stjórnkerfið og þingið að innleiða sér- hverja tilskipun eins og skot, en auðvitað ekki fyrr en eftir sjálfstæða athugun, sem sérhver blindur kett- lingur gæti verið stoltur af. Óskiljanlegt er að núver- andi ríkisstjórn skuli ekki hafa skoðað úrslit síðustu kosninga og vilja kjósendanna þegar hún leit svo á að í Evrópumálum bæri að stýra eins og bílstjóri sem teldi heppilegast að langferðabíllinn til Ísafjarðar færi Krýsuvíkurleiðina og svo austur eftir og hringinn, af því að einn áttavilltur farþegi af 50 væri í rútunni, þætti felast í því mest sanngirni og fáránleikanum þeim hefði ekki verið andmælt á kosningafundi í Sand- gerði. Sú óvænta uppákoma hefði breytt niðurstöðu landsfunda flokkanna. En ekki batnaði það þegar talsmenn ríkisstjórn- arinnar bættu því við að í öllum þeim niðurskurði sem yrði að framkvæma í landinu væru þeir ákveðnir í að fjölga (!) í hópi íslenskra innfæddra í Brussel, til að styrkja kórinn sem hrópaði yfir hafið til að hotta á inn- leiðingu tilskipana. Sjálfsagt er það líka eitthvert yf- irskilvitlegt tillit til þessa framantalda farþega, sem fékk að ráða ferðinni austur um land og áleiðis til Ísa- fjarðar. Hver skyldi hann vera, þessi maður? Alþingi er ekki einangrunarstöð frá almenningi Þingmönnum þykir flestum þeir vera illa haldnir í launum. Séu þau kjör borin við það sem tíðkast í ná- lægum löndum er það vafalaust rétt mat. En þar sem þingmenn teljast nærri helmingi betur settir kjaralega en meðaljóninn í landinu og eins og traustið á þinginu mælist núna, er ekki líklegt að neitt rætist úr þessum þætti á kjörtímabilinu. Hitt er hins vegar rétt og satt að búið er að lengja viðveru þingmanna í þinghúsinu mikið síðustu árin. Það er þó eingöngu gert út frá sjón- armiði færibandsins, en ekki með heill og hamingju þjóðarinnar í huga og því síður heilbrigð tengsl fulltrúa hennar við umbjóðendur þingmanna. Ekki hefur hin meinta aukningu á viðveru og væntanlega vinnuskyldu aukið traust á þingheimi. Öðru nær. Vera má að nú sé rétti tíminn til að snúa af þeirri braut sem mörkuð var fyrir hálfri öld eða svo, að þing- menn skyldu verða atvinnuþingmenn og alls ekki gegna jafnframt í öðrum störfum. Vafalítið er að sú breyting studdist við margvísleg rök sem engin ástæða er að gera lítið úr. En reynslan síðan hefur borið önnur og síst veigaminni rök á borð. Tenging þings við þjóð hefur sjaldan verið losaralegri en nú er orðið. Þing- menn verða svo lafhræddir um afkomu sína og sinna þegar kosningar nálgast að það hefur slæm áhrif á framgöngu þeirra og heilindi í þinginu. Enginn getur gleymt því hvernig nokkrir þingmenn í fleirum en ein- um flokki höguðu sér á síðasta þingi, þegar ein versta ríkisstjórn þingsögunnar hékk áfram, engum til gagns, án stuðnings þings eða þjóðar, því þeir vildu fram- lengja eigin framfærslu með því að láta ríkisstjórnina dingla áfram verklausa og umboðslausa, þegar síst skyldi. Nýlega upplýsti Össur Skarphéðinsson að hon- um og nokkrum samþingsmönnum og flokksbræðrum hans, sem höfðu verið taldir standa framarlega, hefði verið þetta þvert um geð, en ekki hafst að. Ógæfuleg grautargerð Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur þróunin orðið sú að jafnvel borgarfulltrúar hafa allir breyst í atvinnumenn og munur á flokkum í ráðhúsinu hefur nánast þurrkast út, þótt hann sé enn mikill utanhúss. Hatur á bílum og ökumönnum þeirra, andstyggð á vel hirtu umhverfi, á landsbyggðinni og mikilvægum flugsamgöngum virð- ist helst hafa dugað til að stofna þennan borgarstjórn- arflokk allra flokka. Hann ætti helst að sjá sóma sinn í að bjóða sig fram í einu lagi undir hatti Hofsvallagöt- unnar, svo aðrir fengju svigrúm til að gefa kost á sér til að gæta hagsmuna venjulegra Reykvíkinga. Fyrir mörgum mánuðum voru embættismenn látnir taka á sig fíflaganginn við Hofsvallagötuna og taka sér- staklega fram að hvorki borgarstjórinn né borgarfull- trúarnir hefðu vitað eitt né neitt um það sem þar fór fram, jafnvel þótt þeir byggju í næsta húsi. Það er sér- lega illa gert að láta ekki borgarstjórann vita þegar álitlegur fíflagangur er í boði, því í slíkum efnum hefur hann þó aldrei brugðist. En þótt þessi ævintýralega yf- irlýsing hafi verið gefin fyrir mörgum mánuðum hefur ekkert gerst í óreiðunni á Hofsvallagötu og enginn borgarfulltrúi borgarstjórnarflokksins hefur sagt múkk eða gert neitt, frá Jóni Gnarr og upp úr. Hvernig skyldi standa á því? Morgunblaðið/Golli Vestmannaeyjar séðar úr Þrengslum. 10.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.