Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
Vorheftið
komið út
Þjóðmál— tímarit um stjórnmál og
menningu — hefur nú komið út í tíu ár
í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar.
Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári
— vetur, sumar, vor og haust.
Tímaritið fæst í lausasölu í helstu
bókabúðum og nokkrum stórmörkuðum,
en ársáskrift kostar aðeins 5.000 kr.
Áskriftarsími: 698-9140.
Snorra Óskarssyni var vikið úrstarfi kennara á Akureyri
vegna skoðana sem hann lét í ljós
utan skólans. Innanríkisráðuneytið
hefur úrskurðað að brottreksturinn
stríði gegn lögum. Ráðuneytið tók
sér heila 20 mán-
uði til að komast
að þeirri nið-
urstöðu. Bæjarráð
Akureyrar þurfti
á hinn bóginn að-
eins augnablik til
að bregðast við
úrskurðinum og
samþykkti:
Þrátt fyrir niðurstöðu innanrík-isráðuneytisins telur bæjarráð
að rétt hafi verið að víkja Snorra
Óskarssyni frá störfum þar sem
fordómafull skrif hans um samkyn-
hneigða samrýmast ekki stöðu hans
sem kennari barna í skyldunámi.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að
kanna næstu skref.“
Hefði ekki verið eðlilegra aðbæjarráðið hefði falið lög-
manni sínum að leggjast yfir úr-
skurð ráðuneytisins, gefa sitt skrif-
lega álit og ráðið hefði svo ályktað í
kjölfarið? Skrif verða ekki for-
dómafull þótt lesandi þeirra sé
þeim ósammála, enda er hvergi
meitlað í stein hvað sé fordómafullt
og hvað ekki og því síður hvort öll
„fordómafull“ skrif utan vinnu-
staðar eigi að leiða til brottrekstrar
úr starfi.
Ekkert skal fullyrt um hvortfordómastimpillinn hafi átt
við í tilviki Snorra. Hitt sést þó dag-
lega að kennarar skrifa sem ein-
staklingar í athugasemdadálka
bloggheims og nafn þeirra er þar
iðulega tengt skólanum, þar sem
þeir starfa. Ef reglan um „for-
dómalaus“ skrif á að gilda um aðra
en Snorra Óskarsson og um önnur
mál en þau sem hann gerði að um-
talsefni kynni því að fækka eitthvað
í kennarastétt á næstunni.
Fordómalaust
bæjarráð
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 10.4., kl. 18.00
Reykjavík 4 léttskýjað
Bolungarvík -2 skýjað
Akureyri -1 skýjað
Nuuk 5 skýjað
Þórshöfn 7 skúrir
Ósló 2 alskýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 5 heiðskírt
Helsinki 2 heiðskírt
Lúxemborg 17 heiðskírt
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 12 skýjað
Glasgow 11 léttskýjað
London 16 heiðskírt
París 20 heiðskírt
Amsterdam 13 léttskýjað
Hamborg 12 skýjað
Berlín 8 skýjað
Vín 10 skýjað
Moskva 2 heiðskírt
Algarve 20 heiðskírt
Madríd 27 léttskýjað
Barcelona 17 heiðskírt
Mallorca 18 heiðskírt
Róm 17 heiðskírt
Aþena 15 skýjað
Winnipeg 2 léttskýjað
Montreal 7 skýjað
New York 12 heiðskírt
Chicago 17 alskýjað
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
11. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:10 20:49
ÍSAFJÖRÐUR 6:07 21:01
SIGLUFJÖRÐUR 5:50 20:44
DJÚPIVOGUR 5:38 20:20
„Samstarfið hefur verið gefandi og
skemmtilegt. Á þessum stutta tíma
höfum við unnið að ýmsum verk-
efnum sem tengjast menningu, máli
og læsi. Við höfum m.a. lagt áherslu
á að þróa samstarf leik- og grunn-
skóla til að tryggja að börnin fari vel
undirbúin á milli skólastiga,“ segir
Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Okkar máli, verkefni
sem hlaut styrk frá skóla- og frí-
stundaráði Reykjavíkurborgar ný-
verið í þriðja sinn, en ráðið afhenti
styrki til fagstarfs í skólum og frí-
stundastarfi í borginni í vikunni. Um
þrjátíu milljónir króna fóru í 54
verkefni.
Okkar mál er þróunarverkefni í
Fellahverfi. Það hefur staðið yfir í
tvö ár og er til fimm ára. Megin-
markmið verkefnisins er að auka
samstarf skóla í Fellahverfi og
stofnana í Breiðholti með það að
leiðarljósi að efla félagslegan jöfn-
uð, námsárangur og vellíðan barna í
hverfinu.
Í því skyni hefur heimsóknum
leikskólabarna í grunnskólann
fjölgað og samráð kennara aukist
mikið. Foreldrasamstarfið hefur
verið eflt, t.d. hefur verið boðið upp á
íslenskunámskeið fyrir foreldra í
skólahverfi þar sem 60-80%
barnanna eru með annað móðurmál
en íslensku.
Mikil gerjun í Breiðholti
„Við njótum þess líka í verkefninu
að það er mikil gerjun í Breiðholti og
fjölmörg verkefni í gangi sem hlúa
m.a. að fjölskyldunum, málrækt og
fjölmenningunni sem svo sannarlega
lífgar upp á veruleika okkar,“ segir
Þorbjörg en hópurinn sem stendur
að verkefninu kemur reglulega sam-
an og ber saman bækur sínar. Það
hefur styrkt alla aðila verkefnisins
til muna. thorunn@mbl.is
Börnin öruggari í upphafi skólagöngu
Fellaskóli Verkefnið reynist vel.