Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Ævintýri einkaspæjarans Harrys
Rögnvalds og aðstoðarmanns hans
Heimis Snitzel hafa nú í fyrsta sinn
ratað á breiða tjaldið og verður
kvikmyndin Harry og Heimir: Morð
eru til alls fyrst frumsýnd í kvöld.
„Þetta er fjölskyldumynd og ég
get lofað því að það er mikið um að
vera. Harry og Heimir lenda til
dæmis í miklum svaðilförum uppi á
hálendi og það er ekki mikið slakað
á,“ segir Karl Ágúst Úlfsson leikari
en hann fer með aðalhlutverk í
myndinni ásamt Sigurði Sigurjóns-
syni, Erni Árnasyni og Svandísi
Dóru Einarsdóttur.
„Án þess að gefa of mikið upp um
söguþráðinn þá fjallar myndin um
mál sem Harry og Heimir taka að
sér. Um er að ræða samsæri
danskra skíðaáhugamanna sem ætla
að stela íslenska hálendinu og flytja
það yfir á Jótland. Þetta eru menn
sem svífast einskis eins og gengur
og gerist með skíðafólk.“
Karl útilokar það ekki að um ein-
hvers konar vísun í íslenskan raun-
veruleika sé að ræða. „Þetta er nátt-
úrlega það sem er búið að vera
yfirvofandi í áratugi og tími til kom-
inn að einhver taki í taumana.“
Gamall draumur rætist
Karl segir að lengi hafi staðið til
að gera kvikmynd um þá Harry og
Heimi.
„Það er mikið ævintýri þegar
menn sjá gamla drauma rætast.
Ævintýrið varð loks að veruleika
síðasta sumar og við erum mjög
lukkulegir og bara hálfklökkir yfir
því hversu vel gekk. Við fengum frá-
bært fólk til liðs við okkur. Leik-
stjórinn, Bragi Þór Hinriksson, féll
algjörlega í hópinn og skildi alltaf
hvert við vorum að fara með ruglinu
og alltaf reiðubúinn til þess að taka
þátt í því. Það var mikið lán fyrir
okkur að fá hann með í hópinn. Þá er
líka valinn maður í hverju rúmi,“
segir Karl Ágúst en með önnur hlut-
verk fara leikarar á borð við Stefán
Karl Stefánsson, Ólaf Darra Ólafs-
son, Þröst Leó Gunnarsson og
Kjartan Guðjónsson.
Afturhvarf til bernskunnar
Harry og Heimir litu fyrst dags-
ins ljós á árunum 1987 til 1988 en
Karl Ágúst segir að samvinna þeirra
félaga hafi gengið vel.
„Það er fullseint núna að vera
með listrænan ágreining í okkar
herbúðum. Við höfum skrifað þó
nokkra útvarpsþætti og sett á svið
leikrit og erum því bæði farnir að
þekkja hvor annan mjög vel sem og
persónurnar. Við vitum í hvernig að-
stæðum þær lenda og hvernig þær
bregðast við þeim og þurfum því
ekki að rífast um slík atriði.
Það sem er skemmtilegt við
Harry og Heimi er þetta afturhvarf
til bernskunnar. Persónurnar minna
á gömlu spæjarana sem voru í út-
varpsleikritunum á Gömlu gufunni í
gamla daga. Ég veit ekki hvað ég
var ungur þegar ég byrjaði að hlusta
á þessi sakamál í útvarpinu. Sama
má segja um þessar sígildu kvik-
myndir sem skörtuðu snillingum á
borð við Humphrey Bogart og Laur-
en Bacall. Þetta er ákveðin nostalgía
sem ég hef leyft mér að sökkva mér í
með Harry og Heimi. Þá er það líka
skemmtilegt að í þeirra heimi eru
reglurnar sí og æ brotnar. Í þessu
tilfelli erum við að fíflast með kvik-
myndaformið og leyfum okkur ým-
islegt í þeim efnum.“
Útilokar ekki fleiri myndir
Karl segir það vera margt sem
höfði til aðdáenda Harrys og Heim-
is.
„Harry og Heimir eru þekktir fyr-
ir aulahúmor og mörgum finnst
hann skemmtilegur en ég held líka
að persónurnar hafi náð að festa
rætur í íslensku samfélagi. Þá finnst
fólki alltaf svolítið forvitnilegt þegar
menn leika sér að því að brjóta regl-
urnar og það sem er löngu búið að
festa sig í sessi,“ segir Karl sem úti-
lokar ekki fleiri myndir um þá
Harry og Heimi.
„Við byrjum á þessari og sjáum til
hvernig hún fer í fólk. Það getur vel
verið að við reynum við aðra ef þessi
mynd fer ekki alveg þversum í þjóð-
ina. Það vantar ekki hugmynd-
irnar,“ segir Karl.
Samsæri danskra skíðaáhugamanna
Kvikmynd um
Harry og Heimi
frumsýnd í dag
Dularfullt Harrý og Heimir takast á við dularfullt sakamál í fyrstu kvikmyndinni um spæjarana sem Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson leika.
Tálkvendi Hin kynþokkafulla og mjög svo dularfulla Díana Klein leitar til
Harrys og Heimis. Díönu leikur Svandís Dóra Einarsdóttir.
Mikill fjöldi tónlistarmanna og
hjómsveita hefur bæst á lista yfir
þá sem koma fram á tónlistarhátíð-
inni Iceland Airwaves sem haldin
verður 5. til 9. nóvember nk. Meðal
þeirra sem bæst hafa við eru
bandaríska hljómsveitin The War
on Drugs sem mun loka hátíðinni
með Flaming Lips. Þá hefur kan-
adíski tónlistarmaðurinn Caribou
einnig staðfest komu sína og
bandaríska hljómsveitin Future Is-
lands.
Aðrir sem komnir eru á lista eru
Oyama, Farao frá Noregi, Kaleo,
Zhala frá Svíþjóð, Spray Paint frá
Bandaríkjunum, Rökkurró, Emilie
Nicolas frá Noregi, Endless Dark,
Kippi Kaninus, King Gizzard &
The Lizard Wizard frá Austurríki,
Brain Police, Beneath, Þórir
Georg, Fufanu, Epic Rain, Skurk-
en, AMFJ, Kontinuum, Ophidian
IV, Var, Atónal Blús, Mafama, Vio,
Lucy in Blue og Conflictions.
Listamennirnir sem koma fram
á hátíðinni í ár eru um 200 talsins.
Fjöldi hljómsveita sækist ár hvert
eftir því að koma fram á Iceland
Airwaves og hefur verið opnað
fyrir umsóknir. Íslenskar hljóm-
sveitir geta sótt um á heimasíðu
hátíðarinnar, icelandairwaves.is,
þar sem einnig má finna frekari
upplýsingar um þá sem koma fram
á hátíðinni.
Á Airwaves Adam Granduciel, forsprakki The War on Drugs.
The War on Drugs á
lokatónleikum Airwaves