Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eftir rúmt árverðurkosið til breska þingsins og mun ýmislegt koma til með að verða á oddinum í kosninga- baráttunni. Skoðanakannanir hafa mestallt kjörtímabilið bent til þess að samsteypu- stjórn Íhaldsflokksins og frjálslyndra demókrata muni ekki lifa kosningarnar af. Jafnframt hefur Verka- mannaflokkurinn notið tölu- verðs fylgis í skoðanakönn- unum síðustu fjögur árin, en er nú farinn að dala nokkuð. Munar nú bara einu prósentu- stigi á Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum, svo allt er í járnum. Það sem ræður mestu um að nú er minni munur á flokk- unum en áður er sú staðreynd að efnahagslíf Breta hefur ver- ið að rétta úr kútnum furðu- skjótt eftir að Íslandsvinurinn Gordon Brown kom því á kald- an klaka. Fjármálaráðherrann, George Osborne, er þrátt fyrir þetta langt í frá vinsælasti stjórnmálamaður Bretlands. Raunar vermir hann oftast botnsætið í vinsældamæl- ingum en hann hefur ekki látið það á sig fá, heldur haldið sínu striki. Bölsýnisspár Milibands, flokksleiðtoga Verkamanna- flokksins, hafa á hinn bóginn reynst rangar og hann sýpur nú seyðið af því. Eitt af skýrari loforðum Verkamannaflokksins snýst um skatta á hátekjufólk. Mili- band talar digurbarkalega um að ríkt fólk hafi efni á því að borga hærri skatta og hefur málflutningur hans fengið nokk- urn hljómgrunn eins og títt er þeg- ar alið er á öfund gagnvart öðrum. Stefnir hann því á það að efsta skattþrepið muni taka 52% af tekjum hátekjumannanna og segir reiknivélin gamla að þá muni tekjur ríkisins aukast svo og svo mikið. Gallinn við þá reiknivél er hins vegar að hún er skakkt forrituð. Eitt af því fyrsta sem Osborne gerði í embætti var að lækka skatta á hátekjufólk niður í um það bil 30%. Nú uppsker hann eins og hann sáði því að samkvæmt síðustu tölum hafa breskir há- tekjumenn aldrei greitt meira í skatt en nú, þrátt fyrir að minna sé tekið hlutfallslega af tekjum þeirra en áður. Og það eru ekki bara auðmenn og há- tekjumenn sem hafa notið góðs af skattalækkunum í Bretlandi heldur atvinnulífið og almenn- ingur allur. Vilji menn samanburð er síðan hægt að fara yfir Erm- arsundið, þar sem fyrirtæki þurfa að greiða 75% af launum sínum til hátekjufólks í skatt, með þeim árangri helstum að þekktustu leikarar Frakk- lands sækja nú um lögheimili erlendis. Þessi reynsla, að skatt- heimta aukist með lægri skattprósentu, hefur margoft áður komið fram víða um heim. Þrátt fyrir það munu Mili- bandar heimsins seint láta sér segjast. Besta leiðin er hins vegar skýr, þó að hún virðist þversagnakennd við fyrstu sýn. Breskir auðmenn hafa aldrei borgað meira í skatt} Besta leiðin er skýr Um þessarmundir eru tuttugu ár liðin frá upphafi þjóð- armorðsins í Rú- anda. Á einungis eitt hundrað dög- um var hátt í ein milljón manna drepin á hrottalegan hátt. Á meðan þessu fór fram héldu ríki heimsins að sér höndum þó að öllum mætti vera ljóst hvað um væri að ræða. Þegar friðargæslulið Sam- einuðu þjóðanna, undir forystu Frakka, kom loksins til lands- ins reyndist það vanmáttugt til þess að skakka leikinn. Aðrar þjóðir, eins og Bandaríkin og Bretland, gerðu enn minna. Bill Clinton, þáverandi Banda- ríkjaforseti, hefur nokkrum sinnum beðist afsökunar og sagt viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við harmleiknum í Rú- anda vera ein stærstu mistökin á ferli sínum. Enn þann dag í dag er deilt um það hverju hin löku viðbrögð sættu, og hefur ekki enn gróið um heilt á milli Rú- andamanna og Frakka. Þegar menn horfast í augu við myrkustu hliðar eðlis síns er þeim tamt að segja „aldrei aftur“, að aldrei aftur skuli við- líka hörmungar eiga sér stað. En hversu einlægar sem slíkar óskir verða mun alltaf á end- anum koma til annars harm- leiks. Helsti lærdómurinn sem hægt er að draga af þessum voðaverkum nú, tuttugu árum síðar, er sá að þegar atburðir af þessu tagi gerast er það á ábyrgð allrar heimsbyggð- arinnar að koma í veg fyrir enn frekari hörmungar. Fjölda- morðunum í Rúanda má því aldrei gleyma. Heimurinn horfði um langa hríð að- gerðarlaus upp á fjöldamorðin} Þeim má aldrei gleyma H ermt er að til standi að stofna nýjan stjórnmálaflokk hlynnt- an inngöngu í Evrópusam- bandið sem eigi að vera stað- settur hægra megin við miðju. Með öðrum orðum er ætlunin að splundra enn frekar þeim minnihluta kjósenda í landinu sem eru hlynntir því að ganga sambandinu á hönd. Ef alvara er að baki slíku framboði er varla annað hægt en að óska forsvarsmönnum þess, hverjir sem þeir annars eru, góðs gengis við það. Líklega verður staðan þá eftir næstu þingkosningar sú að því fylgi verður dreift á þrjá smáflokka í staðinn fyrir tvo eins og raunin er í dag. Að því gefnu vitanlega að nýja framboðið fái hugsanlega talsvert fylgi. En það er vitanlega hið bezta mál ef harðir stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið með flokksskírteini í Sjálfstæðisflokknum ætla loksins að láta verða af því að stofna eigin flokk. Nógu oft hafa þeir hótað því á landsfundum yrði stefna flokksins í Evr- ópumálum ekki mótuð samkvæmt þeirra vilja í stað meirihluta flokksmanna. Margir þeirra hafa hvort eð er væntanlega greitt Samfylkingunni atkvæði sitt á und- anförnum árum. Þess utan er öllum vitanlega frjálst að reyna að setja á laggirnar nýja stjórnmálaflokka telji þeir sig ekki eiga heima í þeim sem fyrir eru. Talsvert hefur þó verið reynt til þess að koma til móts við umrædda einstaklinga á síðustu landsfundum Sjálf- stæðisflokksins en það hefur hins vegar engu skilað öðru en sífelldum kröfum um enn meira. Eins og við mátti búast. Sama gerðist á sínum tíma innan Fram- sóknarflokksins þar sem stefna flokksins var sífellt færð nær því að styðja inngöngu í Evr- ópusambandið til þess að friða fámennan en háværan hóp harðra Evrópusambandssinna þar á bæ. Sú friðkaupastefna endaði með því að ákveðið var að opna á umsókn í þá veru í byrjun árs 2009. Síðar var hins vegar tekið í taumana. Framganga umræddra einstaklinga innan Sjálfstæðisflokksins kemur annars ekki á óvart. Markmið þeirra er að koma Íslandi inn í Evrópusambandið og eðlilega linna þeir ekki látum fyrr en það tekst. Ef þeir væru áhugasamir um málamiðlanir ættu þeir að vera hæstánægðir með EES-samninginn sem þeir vilja meina að þýði 70-90% veru í sambandinu. Nokkuð sem að vísu er fjarri raunveruleikanum en þeir virðast trúa því. Fyrir vikið er vitaskuld útilokað að reyna að semja við þá um eitt eða neitt í þessu sambandi. Í öllu falli er það fullreynt nú og rúmlega það. En hvað sem því líður verður fróðlegt að sjá hvort þessi nýi hægriflokkur lítur dagsins ljós. Hitt er svo ann- að mál að vandséð er hversu hægrisinnaður flokkur gæti talizt með það meginmarkmið að loka Ísland inni í gam- aldags tollabandalagi í ætt við íslenzka landbún- aðarkerfið. Nokkuð sem hvorki getur talizt mjög í anda frjálslyndis né alþjóðahyggju. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Fullreynd friðkaupastefna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fimmtán sýslumannsembættum er gert að afhenda upplýsingar um kjör löglærðra fulltrúa hjá embættunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst kæra í mars 2013 frá þremur einstaklingum sem kærðu afgreiðslu sýslumannsembætta á beiðnum um að fá afhentar upplýsingar um kjör- in. Þeir höfðu fengið töflu yfir föst launakjör fulltrúa hjá sýslumanns- embættum utan Reykjavíkur, en á þeirri töflu komu hvorki fram nöfn umræddra fulltrúa né hjá hvaða sýslumannsembættum þeir starfa. Kærendur höfðu óskað eftir ráðningarsamningum, fastlauna- samningum umræddra starfsmanna og öðrum gögnum um föst launa- kjör. Úrskurðarnefndin úrskurðaði kærendunum í hag 1. apríl síðastlið- inn og þurfa fimmtán sýslumanns- embætti að afhenda allar upplýs- ingar um launakjörin. Umbeðnar upplýsingar höfðu borist frá nokkr- um embættum auk þess sem lög- lærðir fulltrúar starfa ekki hjá öllum sýslumannsembættum. Í samræmi við úrskurðinn þurfa sýslumannsembættin sem kærð voru að afhenda kærendum upplýsingar um nöfn löglærðra starfsmanna embættanna og föst launakjör hvers og eins þeirra hjá viðkomandi sýslumannsembætti. „Úrskurðarnefndin bendir á að til fastra launakjara, í skilningi 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, teljast föst yfirvinna, bílastyrkir, húsaleigu- styrkir og önnur þess háttar hlunn- indi,“ segir í úrskurðinum sem má lesa á vef nefndarinnar; www. ur- sk.forsaetisraduneyti.is. Réttur almennings Úrskurðurinn byggist á upplýs- ingalögum nr. 140/2012 en skýrt er í þeim að réttur til aðgangs nái til gagna sem geymi upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmað- urinn eigi rétt á. Beiðni kærenda um aðgang að gögnum var reist á 1. mgr. 5. gr. laganna en þar er kveðið á um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Flestir sýslumannanna sem kæran náði til tóku sig saman og var Sýslumannafélagi Íslands falið að svara erindi kærenda í einu lagi, segir í úrskurðinum. Félagið hafnaði að afhenda kærendum ráðningar- samninga með vísun í 6. gr. upplýs- ingalaganna þar sem segir að gögn sem tengjast málefnum starfsmanna séu undanþegin upplýsingarétti. Þegar hafi verið veittar upplýsingar um föst launakjör. Þá kemur fram í úrskurðinum að í 2. mgr. 7.gr. upp- lýsingalaganna sé að finna undan- tekningar frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 1. mgr. lagagrein- arinnar. Þau rök búa þar að baki að rétt sé að veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði að- gangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að op- inberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki, segir í úrskurð- inum. „Réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um föst launakjör í skilningi 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. upp- lýsingalaga verður ekki takmark- aður með þeim hætti að ekki sé skylt samkvæmt ákvæðinu að greina frá því hver föst launakjör tiltekins nafngreinds starfsmanns séu. Því var Sýslumannafélagi Íslands ekki heimilt að leyna nöfnum þeirra starfsmanna sem hinar umbeðnu upplýsingar lutu að,“ segir í niður- stöðu úrskurðarnefndar um upplýs- ingamál. Gert að afhenda upp- lýsingar um launakjör Morgunblaðið/Ómar Úrskurður Fimmtán sýslumannsembætti þurfa að gefa allt upp um launa- kjör löglærðra fulltrúa. Á myndinni er húsnæði sýslumannsins í Reykjavík. Úrskurðurinn veltir upp þeirri spurningu hvort slíkt aðgengi almennings að launum op- inberra starfsmanna skerði möguleika ríkisstofnana á að fá gott fólk til starfa. Andrés Jónsson, almanna- tengill og eigandi fyrirtækisins Góðra ráða, sem sér um starfs- ferilsráðgjöf og stjórnendaleit, sagði í frétt á mbl.is í vikunni að gegnsæi kæmi í veg fyrir að rík- ið gæti keppt um besta fólkið. Það sæist best á því að margt mjög hæft starfsfólk veigrar sér við að sækja um opinber störf þar sem listi yfir umsækjendur er birtur, af ótta við að missa núverandi starf ef ekki verður af ráðningu. Þá dragi núverandi kerfi úr hreyfingu starfsfólks og leiði til þess að ríkið fái ekki jafn hæfa einstaklinga. „Gegnsæi kemur í veg fyrir að ríkið geti keppt um besta fólk- ið,“ sagði Andrés í viðtali á mbl.is. Laun ríkis- starfsmanna GOTT GEGNSÆI?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.