Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Kamasa verkfæri
– þessi sterku
Fram kemur í skýrslu Rannsóknar-
nefndar Alþingis um sparisjóðina að
í lok mars sl. var kostnaður vegna
hennar 607 milljónir króna.
Frá því var sagt í Morgunblaðinu
í nóvember sl. að áætlaður kostn-
aður við nefndina og Rannsóknar-
nefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð
vegna starfsemi þeirra 2013 væri
orðinn 722,2 milljónir í lok ágúst sl.
Sú síðarnefnda skilaði skýrslu í júlí í
fyrrasumar og var kostnaðurinn
vegna starfsemi hennar 2013 um
234,6 milljónir í ágúst sl. Kostnaður
vegna sparisjóðanefndarinnar í lok
ágúst sl. var 487,6 milljónir og var
reiknað með 80 milljóna króna
viðbótarframlagi vegna beggja
nefnda út nóvember 2013. Saman-
lagður kostnaður við nefndirnar
tvær í lok nóvember sl. var því rétt
ríflega 800 milljónir árið 2013.
Ætla má að stærsti hluti viðbótar-
framlagsins hafi runnið til spari-
sjóðanefndarinnar. Kostnaður
vegna hennar jókst um 120 milljónir
frá ágúst sl. til loka mars sl. og
dregst hluti 80 milljóna kr. viðbótar-
framlags þar frá. Heildarkostnaður
við nefndirnar tvær er því minnst
840 milljónir og bætast þar var við
útgjöld vegna starfa sparisjóða-
nefndar í apríl og kostnaður við
Íbúðalánasjóðsnefndina 2011-12.
Kirstín Flygenring, hagfræð-
ingur og einn höfunda skýrslunnar
um ÍLS, kvaðst ekki hafa upplýs-
ingar um kostnað vegna starfa
nefndarinnar árin 2011 og 2012.
Við þetta má bæta að samkvæmt
upplýsingum frá skrifstofu Alþingis
nam kostnaður við rannsóknar-
nefnd um fall bankanna um 453
milljónum króna á verðlagi áranna
2009 og 2010. Sé sú upphæð núvirt
frá árslokum 2010 til og með mars
2014 er hún 524 milljónir. Kostn-
aður við nefndirnar þrjár er því
minnst um 1.360 milljónir króna.
Af 607 milljóna kostnaði við spari-
sjóðanefndina til loka mars sl. fara
355 milljónir í laun og 178 milljónir í
sérfræðikostnað. Þá hafa fallið til 67
milljónir króna í sameiginlegan
kostnað rannsóknarnefnda um ÍLS
og sparisjóðina, en þar er einkum
um að ræða kostnað við húsnæði og
annan rekstur. Þrír nefndarmenn
stjórnuðu 53 starfsmönnum og
verktökum.
Kostnaður við nefndir
vel á annan milljarð
Morgunblaðið/Ómar
Alþingishúsið Alþingi setti á fót
rannsóknarnefndir eftir hrunið.
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Rannsóknarnefnd Alþingis um spari-
sjóðina hefur tilkynnt ríkissaksókn-
ara um 21 mál þar sem vaknað hefur
grunur um að ekki hafi verið farið að
lögum hjá sparisjóðunum.
Ákvæði laga sem málin snerta eru
öll sögð geta varðað fangelsisrefs-
ingu. Gert er ráð fyrir því að ríkis-
saksóknari sendi málin áfram og
koma þar helst til greina Fjármála-
eftirlitið og sérstakur saksóknari.
Nefndin rannsakaði 14 sparisjóði
sem höfðu starfsleyfi sem slíkir í
október 2008, eða þegar íslenska
bankakerfið riðaði til falls. Þá er
fjallað um sparisjóði sem sameinuð-
ust þessum 14 og þau félög sem
sparisjóðirnir áttu samstarf um.
Meginniðurstaða rannsóknarinnar
er sú að mikið tap af útlánum til
einkahlutafélaga og skyldra félaga
hafi átt stærstan þátt í rekstrar-
vanda sparisjóðanna og loks falli
þeirra. Tap af útlánum til einstak-
linga var óverulegt í samanburði.
Færri nöfn málsaðila eru birt en í
skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis
2010. Er það m.a. gert til að vernda
„trúnaðarsamband [sem] ríkir milli
sparisjóðanna sem enn starfa og við-
skiptamanna þeirra“.
Tap ríkissjóðs vegna endurfjár-
mögnunar sparisjóðanna er sagt
tæplega 35 milljarðar króna. Þá sé
óljóst um endurheimtur 215 millj-
arða króna kröfu ríkissjóðs á hendur
þrotabúi Sparisjóðabankans. Óvíst
er um heimtur í búið en þær munu
draga úr beinu tjóni ríkissjóðs.
Skýrsla nefndarinnar er 1.875 síð-
ur og er hér stiklað á meginatriðum.
Eðlisbreyting á starfseminni
Hrannar Hafberg, formaður
nefndarinnar, segir aðspurður að um
aldamótin hafi orðið eðlisbreyting á
starfsháttum sparisjóðanna. Þeim
hafi með lagabreytingu verið heim-
ilað að hlutafjárvæðast og starfsemin
tekið að færast frá hefðbundinni inn-
lána- og útlánastarfsemi. „Sparisjóð-
irnir voru á vissan hátt neyddir til
þess. Þá var komin mikil samkeppni
á fjármálamarkaði og það sem við
skilgreinum sem kjarnarekstur í
skýrslunni skilaði ekki tekjum.
Reksturinn stóð ekki undir sér og
sparisjóðirnir þurftu að grípa til ein-
hverra úrræða. Þegar uppsveiflan
verður á síðasta áratug horfa spari-
sjóðirnir til starfshátta stóru bank-
anna og fara að stunda fjárfestingar-
bankastarfsemi.
Sparisjóðirnir stofna á þessu tíma-
bili sameiginlegt félag, Sp-eignar-
haldsfélag um bréfin í Kaupþingi.
Það varð síðan að Meiði, sem svo varð
að Existu. Kista – fjárfestingarfélag
var síðan stofnað um hlutina í Existu.
Þessi starfsemi var ekki hefðbundin
viðskiptabankastarfsemi.“
Eftir inngönguna í EES voru sam-
þykktar tilskipanir frá ESB sem
kváðu m.a. á um fjármálastarfsemi,
auk þess sem lagabálkum um við-
skiptabanka og sparisjóði var steypt
saman í einn. Í kjölfar gildistöku lag-
anna var Lánastofnun sparisjóðanna
hf. breytt í viðskiptabanka undir
nafninu Sparisjóðabanki Íslands hf.
Icebank skyldi sækja erlend lán
Á hluthafafundi Sparisjóðabank-
ans 30. nóvember 2006 var nafni hans
breytt í Icebank hf., m.a. til að
styrkja sókn erlendis, en í október
2008 var nafninu síðan aftur breytt í
Sparisjóðabanka Íslands hf.
„Sparisjóðabankinn var stóri
banki sparisjóðanna. Hann sá um
greiðslumiðlun þeirra, bindiskyldu
gagnvart Seðlabankanum og var líf-
æð þeirra fyrir erlendar lántökur.
Þegar þarna er komið sögu eru
stærstu sparisjóðirnir orðnir það
stórir að þeir geta sinnt þessu sjálfir,
án þess að greiða þóknum til Spari-
sjóðabankans. Þeir gátu þá fengið
betri kjör sjálfir erlendis og þá
minnkaði vægi stóru sparisjóðanna í
Sparisjóðabankanum og á endanum
seldu SPRON og BYR sig úr honum.
Erlent lánsfé var þá mjög ódýrt.“
Frá því snemma árs 2006 til 3. árs-
fjórðungs 2008 hækkuðu lán sjóð-
anna í erlendum myntum úr 31 millj-
arði króna í 261 milljarð króna.
Eins og sýnt er á grafinu hér til
hliðar námu arðgreiðslur sparisjóð-
anna 136,6% af hagnaði árið 2008.
Spurður um arðgreiðslurnar bend-
ir Hrannar á að stofnfé hafi oft verið
aukið í lok árs, þegar ljóst var hver
yrði arðsemi ársins. Arðgreiðslur
voru síðan greiddar sem hlutfall af
stofnfé. Arðgreiðsluhlutfallið var því
ekki reiknað af hagnaði.
Aðilar tengdir sjóðunum gátu því
sótt sér lánsfé, keypt stofnfé og svo
fengið arðgreiðslur. Segir Hrannar
menn oft hafa fengið um helminginn
af fjárfestingu í stofnfénu til baka við
fyrstu arðgreiðslu úr sjóðunum.
Arður greiddist af varasjóði og
gekk arðgreiðslan því á sjóðina.
Hrunið afhjúpaði veikleika þeirra.
Áhættusækni felldi sparisjóðina
Sparisjóðirnir innleiddu nýja viðskiptahætti um aldamótin sem fólu í sér vaxandi áhættu í rekstrinum
Lánuðu mikið til skyldra félaga Tap ríkissjóðs gæti verið vel á annað hundrað milljarða króna
Eignir fjármálastofnana
Í milljörðum króna
Arðgreiðslur sparisjóðanna
Í þúsundum króna
*Eignir sparisjóða og viðskiptabanka urðu mestar 2007 annars vegar og
2008 hins vegar, samkvæmt sparisjóðaskýrslunni. Heimild: Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina.
Eignir sparisjóðanna
Eignir viðskipta-
bankanna
Útlán sparisjóðanna
14.000
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
31. 12.
2001
31. 12.
2007*
31. 12
2008*
31. 12.
2011
2005 2006 2007 2008 2009
16
1 83
0
11
5 66
8
51
5
59
2.
87
4
12
.2
62
20.000.000
18.000.000
16.000.000
14.000.000
12.000.000
10.000.000
8.000.000
6.000.000
4.000.000
2.000.000
0
200%
180%
160%
140%
120%
100%
80%
60%
40%
20%
0%
Arðgreiðslur (vinstri ás) Sem hlutfall af stofnfé í % (hægri ás)
Sem hlutfall af hagnaði í % (hægri ás)
338.304
2.309.796
9.992.167
18.563.125
17.67211,1%
36,4%
43,3%
36,5%
0,04%
-0,02%
136,6%
46,7%
24,6%
8,3%
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afhending Hrannar Hafberg, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina, afhendir Einari K. Guðfinns-
syni þingforseta fyrsta eintakið. Hinir nefndarmennirnir, Tinna Finnbogadóttir og Bjarni F. Karlsson, fylgjast með.
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina