Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Tónlistin hans Björgvins hef-ur ómað í kringum mig fráþví ég var lítill, af því Ellaamma og Garðar afi eru
alltaf að spila diska með honum. Ég
kann sum lögin utan að, til dæmis Þó
líði ár og öld. En svo uppgötvaði ég
um síðustu jól hvað mér finnst rosa-
lega gott að hlusta á Björgvin syngja
á meðan ég er að byggja í tölvu-
leiknum Minecraft. Ég verð svo
stressaður og verð að hafa góða tón-
list til að róa mig, svo ég missi ekki
tökin í leiknum og detti kannski ofan
í hraun eða verð drepinn af zombí.
Ég fer þá á youtube og slæ inn
Björgvin Halldórsson og vel hvaða
lög ég vil hlusta á, til dæmis finnst
mér gott að hlusta á Álfareiðina,“
segir Auðunn Torfi Sæland, tíu ára
aðdáandi Björgvins Halldórssonar.
Þegar Auðunn er spurður að því
hvað það sé við Björgvin og tónlistina
hans sem hann kunni svona vel að
meta, er hann fljótur til svars. „Mér
finnst hann bara frábær. Mér finnst
röddin hans svo notaleg, hún er djúp
og róandi og hefur góð áhrif á mig.
En mér finnst ekki að hann eigi að
vera svona oft með sólgleraugu.“
Bubbi næstum eins góður
Auðunn datt í lukkupottinn fyrir
skömmu þegar mamma hans, Áslaug
Rut Kristinsdóttir, bauð honum með
sér á tónleika í Eldborgarsalnum í
Hörpu þar sem Bubbi Morthens og
Björgvin komu fram saman. „Við
sátum á fremsta bekk, það var rosa-
lega gaman. Þetta var í fyrsta skipti
sem ég sá Björgvin á tónleikum og
hann var mjög góður. Bubbi var líka
fínn, hann er næstum því eins góður
og Björgvin. Hann söng meira að
segja sum lögin hans. En ég var svo-
lítið hissa þegar Bubbi dansaði og
hoppaði um sviðið, en mér fannst það
flott. Þeir voru báðir mjög skemmti-
legir. Þegar tónleikarnir voru búnir
hvíslaði mamma að mér að ef ég
klappaði nógu mikið, þá mundi
Björgvin kannski syngja uppáhalds-
lagið mitt, Gullvagninn. Og hann
gerði það! Mér finnst það æðislegt
lag og Hilmar vinur minn er líka óður
í það,“ segir Auðunn og bætir við að
hann hafi kynnt tónlist Björgvins
fyrir fleiri vinum sínum og að þeir
hafi brugðist vel við, nú séu þeir
nokkrir vinirnir sem haldi upp á
hann.
Dansar, hoppar og syngur
Áslaug móðir Auðuns segir að
tónleikarnir með Bó og Bubba hafi
verið í tvo og hálfan tíma, en Auðunn
hafi verið dáleiddur allan tímann og
aldrei orðið leiður og aldrei spurt
hvort þetta væri ekki að verða búið,
en það gerist mjög oft þegar hann
þarf að sitja svona lengi, því hann
býr yfir mikilli orku. „Ég sat svo ná-
lægt hátölurunum að mér fannst
reyndar aðeins of mikill hávaði, sér-
staklega þegar Bubbi söng Þúsund
þorskar á færibandi þokast nær.“ Al-
mennur tónlistaráhugi Auðuns er að
vakna um þessar mundir og hann
segist elska lagið Happy með Phar-
Mér finnst hann
bara frábær
Flestir í aðdáendahópi Björgvins Halldórssonar eru eflaust af annarri kynslóð
en þeirri sem hinn tíu ára Auðunn Torfi Sæland tilheyrir, en hann heldur mikið
upp á Björgvin og tónlistina hans. Hann fór nýlega í fyrsta skipti á tónleika með
goðinu og varð ekki fyrir vonbrigðum. Hann hefur kynnt hin sígildu dægurlög
Björgvins fyrir vinum sínum og aðdáendahópurinn stækkar stöðugt.
Svalur Björgvin á sínum sokkabandsárum, bráðungur síðhærður töffari.
Undanfarin þrjú ár hefur Elísa-
bet Jökulsdóttir tekið myndir
af vettlingum á götunni sem
hafa týnst eða glatast en hafa
nú fundist á nýjan leik. Elísa-
bet heldur því fram að vett-
lingarnir hafi ekki endilega
týnst heldur séu þetta dulin
skilaboð til að blessa eða
skreyta umhverfið, gefa merki
um hvar maður er staddur.
Í dag verður opnuð ljós-
myndasýning á þessum vett-
lingamyndum á Mokka í boði
Elísabetar. Um er að ræða vett-
linga af öllu tagi, sumum hefur
verið bjargað, tyllt á girðing-
arstaur og þeir tróna yfir um-
hverfinu, aðrir eru við það að
eyðast í ræsinu, hverfa til
móður jarðar. Eða táknar vett-
lingurinn týndan hluta af sjálf-
um þér? Þannig spyr Elísabet
meðal annars. Sýningin stend-
ur í fjórar vikur og myndirnar
eru til sölu.
Elísabet hefur gefið út bæk-
ur og skrifað leikrit, gert
gjörninga og útvarpsþætti.
Þetta er önnur einkasýning
hennar en hún hélt áður sýn-
ingu á Mokka árið 1994 á
björgunarhringjum og fiska-
búrum, en þar orti hún á hvort
tveggja.
Mokka er elsta kaffihús í
Reykjavík og þar er opið frá
klukkan 9 til 18.30 á daginn.
Allir sem vettlingi geta valdið
eru velkomnir á opnun sýning-
arinnar í dag.
Vefsíðan www.mokka.is
Ljósmynd/Elísabet Jökulsdóttir
Týndur? Brot af einni vettlingamynd sem verður á
sýningu Elísabetar á Mokka sem hefst í dag.
Vettlingamyndir Ellu Stínu
Þeir sem heimsótt hafa ná-
granna okkar í Grænlandi hafa
lýst yfir mikilli upplifun, því þar
er náttúran sérstök og mann-
lífið ólíkt því sem við eigum að
venjast. Feðgarnir Úlfur Björns-
son og Björn Ingvarsson gerðu
sér ferð til Grænlands árið
2012 og tóku myndir á austur-
ströndinni í júlí það ár, en þeir
hafa nú hengt upp úrval þess-
ara ljósmynda í Menningar-
miðstöð Fljótsdalshéraðs, Slát-
urhúsinu eða Vegahúsinu, og
blása þeir til opnunar á sýn-
ingu þessari í dag kl. 18.
Sýninguna kalla þeir Úlfa-
spor og næsta víst að margt
fróðlegt og fagurt gleður þar
augu gesta. Þetta er sölusýn-
ing og stendur hún til fram í
maí.
Almennt er opið í Sláturhús-
inu mánudaga til fimmtudaga
kl. 18-22 og á laugardögum kl.
13-17. Einnig eftir sam-
komulagi.
Endilega …
… kíkið á Úlfaspor feðganna
Ljósmynd/Hannes Grobe
Grænland Áhugavert land í alla staði.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
www.odalsostar.is
Nýjasti meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er
framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu
Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið
hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu
einkennandi þétta bragði hefur verið náð.
Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir
við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér.
Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur
hann fátt yfirgnæfa sig.
TINDUR
NÝROSTURÚR SKAGAFIRÐINUM
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
M
SA
68
18
7
03
/1
4