Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta eru fyrstu opinberu tónleikar kórsins,“ segir Há-
kon Leifsson, tónlistarstjóri Grafarvogskirkju sem og
stofnandi og stjórnandi Kammerkórs Grafarvogskirkju
sem flytur Jóhannesarpassíu eftir J.S. Bach í Grafarvogs-
kirkju á morgun kl. 17. Flytjendur eru
auk kórsins félagar úr Bachsveitinni í
Skálholti og einsöngvararnir Benedikt
Kristjánsson tenór, Ágúst Ólafsson
bassi, Þóra Björnsdóttir sópran, Jó-
hanna Ósk Valsdóttir alt og bassarnir
Hugi Jónsson og Sævar Sigurðsson.
Að sögn Hákons er Kammerkór
Grafarvogskirkju skipaður tólf at-
vinnusöngvurum en aðalvettvangur
kórsins til þessa hefur verið að syngja
við athafnir, svo sem útfarir og mess-
ur. Spurður hvers vegna Jóhannesarpassían hafi orðið fyr-
ir valinu segir Hákon það skýrast af árstímanum, þ.e. að
páskarnir séu í nánd, en þó fyrst og fremst því að 25 ár eru
liðin frá stofnun Grafarvogssafnaðar og kórinn hafi langað
til að fagna því með veglegum hætti.
„Á þessu ári er þess einnig minnst að 400 ár eru liðin frá
fæðingu sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar. Af því til-
efni er ætlunin að skapa lágværa passíustemningu í upp-
hafi tónleikanna með því að syngja einraddað nokkra af
Passíusálmum Hallgríms,“ segir Hákon og tekur fram að
þetta sé gert til að gefa tónleikunum inntak athafnar og
gjörðar í anda fyrri tíðar í kirkjunni.
Fleira er, að sögn Hákons, gert til að fanga anda fyrri
tíðar, því félagar úr Bachsveitinni í Skálholti sérhæfa sig í
að leika á upprunaleg hljóðfæri barokktímans, þ.e. sams-
konar hljóðfæri og notuð voru á tímum Bachs, og er tón-
tegund verksins því hálftóni lægri en tóntegundir nú-
tímans. „Þá mun safnaðarkór Grafarvogskirkju og nokkrir
félagar úr öðrum kórum syngja með í sálmahluta verksins
en á tímum Bachs tíðkaðist einmitt að söfnuðurinn tæki
þátt í flutningi verksins á þennan hátt,“ segir Hákon og
bendir á að einnig gefist tónleikagestum kostur á að taka
þátt í þessum hluta verksins því nótur sálmanna verða í
efnisskrá tónleikanna þannig að allir geti tekið undir.
Í samtali við Morgunblaðið segir Hákon sérlega
ánægjulegt að Benedikt Kristjánsson hafi getað tekið að
sér hlutverk guðspjallamannsins í verkinu. „Hann kemur
sérstaklega hingað til lands frá Berlín til að taka þátt í tón-
leikunum,“ segir Hákon og bendir á að Benedikt hafi unnið
til verðlauna í alþjóðlegum Bach-keppnum í Þýskalandi og
sé að syngja bæði í Jóhannesarpassíu og Mattheus-
arpassíu Bachs í Berlín um þessar mundir.
Tónleikagestir virkjaðir
í sálmahlutanum
Kammerkór Grafarvogskirkju flytur Jóhannesarpassíu
Verðlaunasöngvari Benedikt Kristjánsson tenór syng-
ur hlutverk guðspjallamannsins á tónleikunum.
Hákon
Leifsson
Tvær kvikmyndir verða frum-
sýndar í bíóhúsum landsins í dag,
annars vegar íslensk gamanmynd
um spæjarana Harry og Heimi sem
fjallað er um hér til hliðar og hins
vegar kvikmyndin Divergent.
Handrit Divergent er byggt á sam-
nefndri metsölubók bandaríska rit-
höfundarins Veronicu Roth. Í
myndinni segir af 16 ára stúlku,
Beatrice Prior, sem býr í Chicago-
borg framtíðarinnar. Þar hefur
þjóðfélaginu verið skipt í fimm
fylki og hefur hvert fyrir sig sína
sérstöðu. Þegar Beatrice verður 16
ára þarf hún, líkt og aðrir á hennar
aldri, að velja hvaða fylki hún vill
tilheyra til frambúðar. Það val er
endanlegt og þarf hún um leið að
velja sér vini og bandamenn. Beat-
rice þarf að velja milli eigin sann-
færingar og fjölskyldu sinnar og
dregst inn í baráttu fylkjanna fyrir
sjálfstæði sínu. Stúlkan býr yfir
miklum hæfileikum sem gætu
breytt framgangi sögunnar. Leik-
stjóri er Neil Burger og með aðal-
hlutverk fara Shailene Woodley,
Theo James, Kate Winslet, Miles
Teller, Jay Courtney, Zoë Kravitz,
Ashley Judd og Tony Goldwyn.
Metacritic: 48/100
Afbrigði Stilla úr Divergent sem er
byggð á metsölubók Veronicu Roth
sem kom út í íslenskri þýðingu í
fyrra og bar titilinn Afbrigði.
Táningahasar
og spæjaragrín
Bíófrumsýningar
VAKANDI!VERTU
blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
30% brotaþola segja aldrei frá
því að þeir hafi orðið fyrir
kynferðislegu ofbeldi.
RUSSELL CROWE
EMMA WATSON
JENNIFER CONNELLY
STÓRMYNDIN SEM TEKIN
VAR UPP Á ÍSLANDI
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
:45
ÍSL TALÍSL TAL
7
7
12
12
L
L
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
MONICA Z Sýnd kl. 5:50 - 8
HARRY OG HEIMIR Sýnd kl. 4 - 6 - 8 - 10
CAPTAIN AMERICA 2 3D Sýnd kl. 8 - 10:45(P)
NOAH Sýnd kl. 10:20
HNETURÁNIÐ 2D Sýnd kl. 4 - 6
PÍBODY OG SÉRMANN 2D Sýnd kl. 4
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
DIVERGENT KL.3-5-8-10-10:50
DIVERGENTVIP KL.5-8
CAPTAINAMERICA2 KL.3D:5:10-8-10:45 2D:10:20
CAPTAINAMERICA2VIP2DKL.10:50
NOAH KL.5-8-10:50
NEEDFORSPEED KL.7:10
NONSTOP KL.8
MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2D KL.4-5:40
THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.3
KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI
DIVERGENT KL.8-10:50
CAPTAINAMERICA2 KL.10
HARRÝOGHEIMIR KL.6-8
HENTURÁNIÐ ÍSLTAL3D KL.6
KEFLAVÍKAKUREYRI
DIVERGENT KL.8-10:45
CAPTAINAMERICA2 KL.3D:5:15-10:452D:8
NOAH KL.5
DIVERGENT KL.6-9-11:50
CAPTAINAMERICA22D KL. 6-9-11:45
NOAH KL.9-11:45
GAMLINGINN KL.6
DIVERGENT KL.4:50-7:40-10:30
CAPTAINAMERICA23DKL.4:50-7:40-10:30
NOAH KL.4:50-7:40-10:30
NEEDFORSPEED KL.4:50-7:40-10:30
SPARBÍÓ
MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT
AARON PAUL ÚR BREAKING BAD
FLOTTASTI BÍLAHASAR SEM
ÞÚ HEFUR SÉÐ
M
IND
-BL
OW
ING
ACT
ION
STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI
RUSSELL CROWE EMMAWATSON
L.K.G - FBL.
STÓRFENGLEG...
ÞESSAMYNDVERÐA
ALLIR AÐSJÁ.
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
EMPIRE
ENTERTAINMENT WEEKLY
TOTAL FILM
THE GUARDIAN
CHICAGO SUN-TIMES ENTERTAINMENT WEEKLY
PORTLAND OREGONIAN
MYNDIN SEM ER AÐ GERA ALLT VITLAUST ERLENDIS
BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK