Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn Vorleikur Auðunn býr yfir mikilli orku og nú þegar vorið lætur á sér kræla fer hann oft út í garð heima hjá sér og leikur með bolta, en hann æfir handbolta hjá Þrótti. Honum finnst líka gaman að dansa og syngja, vill hafa stuð. rell Williams. „Það er svo mikið stuð- lag og ég og María litla systir mín spilum það oft og dönsum, hoppum og syngjum með. Mér finnst Pittbull líka skemmtilegur, hann er svona rappari. Ég og nokkrir vinir mínir erum mjög hrifnir af nokkrum lögum með honum og hlustum oft á þau. Ég er mest hrifinn af stuðlögum með krafti.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Upplifun Hún var stór stundin hjá Auðuni þegar hann sat á fremsta bekk á tónleikum um daginn með Bubba Morthens og Björgvini Halldórs. „Mér finnst röddin hans notaleg, hún er djúp og róandi og hefur góð áhrif á mig. En mér finnst ekki að hann eigi að vera svona oft með sólgleraugu.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014 Ég var farin að óttast þaðmjög að hafa ekkert aðskrifa um í þessum ann-ars ágæta pistli. Lífið gengur sinn vanagang, vinna, heimili og svefn. Ekkert sem veitir manni innblástur í pistlaskrif. Ég var við það að játa mig sigraða, þar til ég álpaðist í strætó í vik- unni. Dagurinn sem strætó gerði atlögu að mér mun seint víkja mér úr minni. Ég hef oft tekið strætó áður og vanalega gengur það nokkuð snurðulaust fyrir sig en í þetta skipti stóð mér ekki á sama. Ka- sólétta konan ég hefði betur setið heima þennan dag. Um leið og ég steig upp í strætó með stærstu kúlu í heimi ákvað bílstjórinn að loka hurðinni bókstaflega á mig. Smápeningarnir sem ég hafði fengið „lánaða“ úr sparibauk dótt- ur minnar hrukku úr hendi minni og dreifðust um allt strætógólf. Ég þurfti því að bogra við að tína upp klinkið á meðan aðrir biðu í röð fyrir aftan mig. Mjög hress- andi. Að þessu loknu kom ég auga á eitt laust sæti og var varla komin að því þegar strætóbílstjórinn tók svo snöggt af stað að ég rétt gat dottið í sætið frekar en beint á gólfið. Mið- að við þessa reynslu eru strætis- vagnaferðir varla heppilegar fyrir viðkvæma þjóðfélagshópa. Núver- andi meirihluti Reykjavíkurborgar virðist eiga sér þann draum æðstan að gera Reykjavík að eftirmynd ann- arra stórborga í Evrópu þar sem almenningssamgöngur eru raun- hæfur valkostur. Aðferðafræðin er þó heldur sérkennileg. Í stað þess að gera strætó að góðum og öruggum valkosti fyrir alla, þá gera þau götur borgarinnar bara þrengri og verri með miklum til- kostnaði. Útskot fyrir stræt- isvagna eru á undanhaldi og þá skapast enn meiri þrýstingur á bíl- stjóra að staldra stutt við á hverri stoppistöð til þess að forðast það að tefja umferð. Er til of mikils ætlast að bílstjórar fái ráðrúm til þess að bíða eftir því að óléttar konur eða eldri borgarar fái sér sæti áður en tek- ið er af stað? Og tal- andi um borgina, þá er ég enn að jafna mig á því að borgin hafi hætt að fjarlægja gömul jólatré, eins og annað rusl sem hirt er. Ár hvert á ég í stökustu vandræðum með mitt tré. Á ég að binda það á bak mér og fara með það í strætó út í Sorpu? Af ein- skærri miskunn- semi komu Vals- menn mér, KR-ingnum, til bjargar! Takk Valur! »Ég var við það að játamig sigraða, þar til ég álpaðist í strætó í vikunni. Heimur Maríu Margrétar María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Audi Q5. Notadrjúgur og glæsilegur. Fullkomlega samstillt hönnun. Skilvirkni er undirstöðuþáttur í hverju einasta smáatriði. Hönnun Audi Q5 skartar rennilegum línum sem gefa útlitinu sérlega tilkomumikinn blæ. Staðalbúnaður er m.a. rafdrifin opnun og lokun á afturhlera, skyggðar rúður, 3ja svæða loftkæling, leðuráklæði, bluetooth símkerfi, bi-xenon aðalljós og díóðuljós (LED). Audi Q5 kostar frá kr. 9.040.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.